Mál Baldurs Guðlaugssonar til ríkissaksóknara Þorbjörn Þórðarson skrifar 3. október 2010 18:45 Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri, er grunaður um brot í opinberu starfi. Rannsókn sérstaks saksóknara á meintum innherjasvikum hans er lokið og hefur málið verið sent til ákærumeðferðar hjá ríkissaksóknara. Settur ríkissaksóknari tekur ákvörðun í málinu fljótlega. Rannsókn embættis sérstaks saksóknara á meintum innherjasvikum Baldurs Guðlaugssonar hefur nú staðið yfir í rúmlega ár, en FME kærði málið með bréfi til embættisins hinn 9. júlí á síðasta ári. Baldur er grunaður um að hafa gerst sekur um innherjasvik samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti með því að hafa selt hlutabréf sín í Landsbankanum fyrir 192 milljónir króna hinn 18. september 2008, rúmlega tveimur vikum fyrir bankahrunið. FME tilkynnti Baldri að rannsókn í máli hans hefði verið hætt hinn 7. maí 2009 en stjórn eftirlitsins ákvað á fundi sínum hinn 19. júní sama ár að endurvekja rannsóknina vegna nýrra gagna. Baldur er grunaður um að hafa búið yfir vitneskju í krafti stöðu sinnar sem nefndarmaður í samráðshópi um fjármálastöðugleika og búið yfir upplýsingum um stöðu Landsbankans sem markaðurinn hafði ekki. Hann hafi því haft stöðu tímabundins innherja í skilningi laga um verðbréfaviðskipti. Rannsóknin hefur verið harkalega gagnrýnd opinberlega, m.a ritaði lögmaður Baldurs sérstökum saksóknara opið bréf þar sem hann fordæmdi vinnubrögð við rannsóknina. Baldur hefur borið lögmæti rannsóknarinnar fyrir dómstóla og krafist þess að hún yrði felld niður en kröfu hans var hafnað á báðum dómsstigum. Þá hefur Hæstiréttur jafnframt staðfest lögmæti kyrrsetningar sérstaks saksóknara á eignum hans vegna málsins, en hann reyndi að fella kyrrsetninguna úr gildi án árangurs. Þegar tekist var á um lögmæti rannsóknarinnar fyrir dómi sagði Björn Þorvaldsson, saksóknari, að Baldur hefði sagt ósatt um að hann hefði aldrei átt samskipti við stjórnendur Landsbankans um stöðu bankans því hann hafi í reynd átt slíkan fund hinn 13. ágúst 2008, rúmum mánuði áður en hann seldi bréfin. Þá vitnaði saksóknarinn einnig til þess að Baldur hefði setið fund í Seðlabankanum hinn 31. júlí 2008 þar sem staða íslensku bankanna hefði verið til umræðu. Björn Þorvaldsson vitnaði sérstaklega til þess að Jónas Fr. Jónsson, þáverandi forstjóri FME, hefði látið bóka að Landsbankinn hefði þrjá mánuði til að uppfylla skilyrði breska fjármálaeftirlitsins vegna Icesave. Samkvæmt lögum um meðferð sakamála lýkur rannsókn annað hvort með því að það er sent til ákærumeðferðar og síðar útgáfu ákæru annars vegar eða bréfi til sakbornings þess efnis að rannsókn sé lokið og að ekki hafi verið tilefni til útgáfu ákæru. Samkvæmt heimildum fréttastofu er rannsókn í málinu nú lokið hjá embætti sérstaks saksóknara og hefur málið verið sent til ákærumeðferðar hjá ríkissaksóknara. Björn L. Bergsson, settur ríkissaksóknari í málum sem tengjast bankahruninu, staðfesti það í samtali við fréttastofu í dag. Hann sagði að ákvörðun í málinu yrði tekin fljótlega. Ástæða þess að málið var sent ríkissaksóknara er sú að Baldur er einnig grunaður um brot í opinberu starfi samkvæmt almennum hegningarlögum, en ríkissaksóknari fer einn með ákæruvald í slíkum málum. Samkvæmt heimildum fréttastofu er meint brot Baldurs í opinberu starfi ekki heimfært sérstaklega til tiltekings hegningarlagaákvæðis í tilkynningu til ríkissaksóknara heldur er vísað almennt til kaflans, en um er að ræða 14. kafla laganna. Einn lögmanna Baldurs sem fréttastofa ræddi við í dag sagðist ekki vilja tjá sig um málið. Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri, er grunaður um brot í opinberu starfi. Rannsókn sérstaks saksóknara á meintum innherjasvikum hans er lokið og hefur málið verið sent til ákærumeðferðar hjá ríkissaksóknara. Settur ríkissaksóknari tekur ákvörðun í málinu fljótlega. Rannsókn embættis sérstaks saksóknara á meintum innherjasvikum Baldurs Guðlaugssonar hefur nú staðið yfir í rúmlega ár, en FME kærði málið með bréfi til embættisins hinn 9. júlí á síðasta ári. Baldur er grunaður um að hafa gerst sekur um innherjasvik samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti með því að hafa selt hlutabréf sín í Landsbankanum fyrir 192 milljónir króna hinn 18. september 2008, rúmlega tveimur vikum fyrir bankahrunið. FME tilkynnti Baldri að rannsókn í máli hans hefði verið hætt hinn 7. maí 2009 en stjórn eftirlitsins ákvað á fundi sínum hinn 19. júní sama ár að endurvekja rannsóknina vegna nýrra gagna. Baldur er grunaður um að hafa búið yfir vitneskju í krafti stöðu sinnar sem nefndarmaður í samráðshópi um fjármálastöðugleika og búið yfir upplýsingum um stöðu Landsbankans sem markaðurinn hafði ekki. Hann hafi því haft stöðu tímabundins innherja í skilningi laga um verðbréfaviðskipti. Rannsóknin hefur verið harkalega gagnrýnd opinberlega, m.a ritaði lögmaður Baldurs sérstökum saksóknara opið bréf þar sem hann fordæmdi vinnubrögð við rannsóknina. Baldur hefur borið lögmæti rannsóknarinnar fyrir dómstóla og krafist þess að hún yrði felld niður en kröfu hans var hafnað á báðum dómsstigum. Þá hefur Hæstiréttur jafnframt staðfest lögmæti kyrrsetningar sérstaks saksóknara á eignum hans vegna málsins, en hann reyndi að fella kyrrsetninguna úr gildi án árangurs. Þegar tekist var á um lögmæti rannsóknarinnar fyrir dómi sagði Björn Þorvaldsson, saksóknari, að Baldur hefði sagt ósatt um að hann hefði aldrei átt samskipti við stjórnendur Landsbankans um stöðu bankans því hann hafi í reynd átt slíkan fund hinn 13. ágúst 2008, rúmum mánuði áður en hann seldi bréfin. Þá vitnaði saksóknarinn einnig til þess að Baldur hefði setið fund í Seðlabankanum hinn 31. júlí 2008 þar sem staða íslensku bankanna hefði verið til umræðu. Björn Þorvaldsson vitnaði sérstaklega til þess að Jónas Fr. Jónsson, þáverandi forstjóri FME, hefði látið bóka að Landsbankinn hefði þrjá mánuði til að uppfylla skilyrði breska fjármálaeftirlitsins vegna Icesave. Samkvæmt lögum um meðferð sakamála lýkur rannsókn annað hvort með því að það er sent til ákærumeðferðar og síðar útgáfu ákæru annars vegar eða bréfi til sakbornings þess efnis að rannsókn sé lokið og að ekki hafi verið tilefni til útgáfu ákæru. Samkvæmt heimildum fréttastofu er rannsókn í málinu nú lokið hjá embætti sérstaks saksóknara og hefur málið verið sent til ákærumeðferðar hjá ríkissaksóknara. Björn L. Bergsson, settur ríkissaksóknari í málum sem tengjast bankahruninu, staðfesti það í samtali við fréttastofu í dag. Hann sagði að ákvörðun í málinu yrði tekin fljótlega. Ástæða þess að málið var sent ríkissaksóknara er sú að Baldur er einnig grunaður um brot í opinberu starfi samkvæmt almennum hegningarlögum, en ríkissaksóknari fer einn með ákæruvald í slíkum málum. Samkvæmt heimildum fréttastofu er meint brot Baldurs í opinberu starfi ekki heimfært sérstaklega til tiltekings hegningarlagaákvæðis í tilkynningu til ríkissaksóknara heldur er vísað almennt til kaflans, en um er að ræða 14. kafla laganna. Einn lögmanna Baldurs sem fréttastofa ræddi við í dag sagðist ekki vilja tjá sig um málið.
Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira