Íslenski boltinn

Ólafur: Mjög döpur frammistaða dómarans - myndband

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Ólafur Þórðarson, þjálfari Fylkis, var allt annað en ánægður með Jóhannes Valgeirsson dómara í kvöld er Fram sló Fylki úr leik í 16-liða úrslitum VISA-bikarkeppni karla með 2-0 sigri í Árbænum.

Jóhannes gaf tveimur leikmönnum Fylkis rautt spjald auk þess sem Ólafi sjálfum var vísað af velli.

„Þetta var algjört grín. Og mér finnst það algjör synd að Flugfélagið hafi verið með flug frá Akureyri í dag," sagði Ólafur en Jóhannes er að norðan. „Þetta var mjög döpur frammistaða hjá dómaranum í dag og hneisa."

Viðtalið tók Valtýr Björn Valtýsson íþróttafréttamaður fyrir VISA-bikarmörkin sem var á dagskrá Stöðvar 2 Sports í kvöld. Viðtalið í heild sinni má sjá með því að smella á hlekkinn hér fyrir ofan.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×