Ungu strákarnir gefa Íslandi von Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. nóvember 2010 06:00 Alfreð Finnbogason skoraði eitt og átti ríkan þátt í hinu marki Íslands í gær. Nordic Photos / AFP Tveir leikmenn U-21 landliðs Íslands, þeir Alfreð Finnbogason og Kolbeinn Sigþórsson, björguðu andliti íslenska landsliðsins sem mætti Ísrael ytra í vináttulandsleik í gær. Mörk þeirra undir lok leiksins dugðu ekki til þar sem Ísrael vann leikinn, 3-2. „Við vorum komnir 2-0 undir eftir þrettán mínútur og þeir skoruðu svo þriðja markið á 27. mínútu. Þetta leit því ansi illa út hjá okkur," sagði Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari eftir leikinn. „En við náðum að koma aðeins til baka í seinni hálfleik og bjarga andlitinu." Ísraelar skoruðu fyrsta markið eftir að Indriði Sigurðsson gaf boltann frá sér á eigin vallarhelmingi og það síðara eftir að boltinn var einfaldlega hirtur af Hermanni Hreiðarssyni sem var þá aftasti varnarmaður. Omer Dameri skoraði bæði mörkin en þetta var hans fyrsti landsleikur fyrir hönd Ísraels. „Fyrsti tvö mörkin voru gjafamörk - alger byrjendamistök," sagði Ólafur en þeir Indriði og Hermann eru leikreyndustu leikmenn íslenska landsliðsins. Ólafur sagði fyrir leikinn að liðið ætlaði að reyna að halda boltanum betur innan liðsins og færa sig nær marki andstæðingsins en liðið hefur oft gert áður. Landsliðsþjálfarinn sagði að sú tilraun hefði misheppnast. „Við lentum í vandræðum. Ísraelsmenn eru léttleikandi, flinkir og duglegir að teygja á liðinu. Við breyttum til í seinni hálfleik og spiluðum aðeins aftar og þéttum miðjuna. Þá gekk okkur mun betur," sagði Ólafur. Ísland fékk þó fín færi í fyrri hálfleik sem liðið náði ekki að nýta. „Steinþór Freyr átti skot í slá, Kolbeinn komst einn í gegn og Birkir fékk tvö mjög góð færi en það féll ekki með okkur." Eins og Ólafur segir gekk Íslandi mun betur í síðari hálfleik og var nálægt því að jafna metin undir lokin. „Við settum pressu á þá undir lokin en það vantaði herslumuninn." Alfreð Finnbogason skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í gær og var vitanlega ánægður með það. Hann skoraði fyrra mark Íslands og átti stóran þátt í því síðara. „Ég fékk boltann á teignum eftir hornspyrnu og setti hann á nærstöngina," sagði Alfreð í gær. „Ég átti svo sendingu inn á Steinþór Frey og hann lagði boltann fyrir Kolbein sem skoraði síðara markið," bætti hann við. „Það bætti aðeins stöðuna. Það stefndi í niðurlægingu en við tókum okkur saman í andlitinu og gátum labbað nokkuð brattir af velli," sagði Alfreð. „Ég er auðvitað aldrei sáttur við tap en miðað við stöðuna í hálfleik var þetta fínt. Ég er ánægður með markið en ég reyndi að nýta tækifærið og sýna að ég eigi heima í landsliðinu." Ólafur segir ferðina hafa nýst vel þrátt fyrir tapið. „Bæði leikmenn og við þjálfararnir erum reynslunni ríkari. Við prófuðum ákveðna hluti sem okkur langaði til að gera og það var fínt að sjá hvernig það gekk og hvað mætti betur fara. Þetta var góð ferð." Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Fótbolti Fleiri fréttir Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter Sjá meira
Tveir leikmenn U-21 landliðs Íslands, þeir Alfreð Finnbogason og Kolbeinn Sigþórsson, björguðu andliti íslenska landsliðsins sem mætti Ísrael ytra í vináttulandsleik í gær. Mörk þeirra undir lok leiksins dugðu ekki til þar sem Ísrael vann leikinn, 3-2. „Við vorum komnir 2-0 undir eftir þrettán mínútur og þeir skoruðu svo þriðja markið á 27. mínútu. Þetta leit því ansi illa út hjá okkur," sagði Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari eftir leikinn. „En við náðum að koma aðeins til baka í seinni hálfleik og bjarga andlitinu." Ísraelar skoruðu fyrsta markið eftir að Indriði Sigurðsson gaf boltann frá sér á eigin vallarhelmingi og það síðara eftir að boltinn var einfaldlega hirtur af Hermanni Hreiðarssyni sem var þá aftasti varnarmaður. Omer Dameri skoraði bæði mörkin en þetta var hans fyrsti landsleikur fyrir hönd Ísraels. „Fyrsti tvö mörkin voru gjafamörk - alger byrjendamistök," sagði Ólafur en þeir Indriði og Hermann eru leikreyndustu leikmenn íslenska landsliðsins. Ólafur sagði fyrir leikinn að liðið ætlaði að reyna að halda boltanum betur innan liðsins og færa sig nær marki andstæðingsins en liðið hefur oft gert áður. Landsliðsþjálfarinn sagði að sú tilraun hefði misheppnast. „Við lentum í vandræðum. Ísraelsmenn eru léttleikandi, flinkir og duglegir að teygja á liðinu. Við breyttum til í seinni hálfleik og spiluðum aðeins aftar og þéttum miðjuna. Þá gekk okkur mun betur," sagði Ólafur. Ísland fékk þó fín færi í fyrri hálfleik sem liðið náði ekki að nýta. „Steinþór Freyr átti skot í slá, Kolbeinn komst einn í gegn og Birkir fékk tvö mjög góð færi en það féll ekki með okkur." Eins og Ólafur segir gekk Íslandi mun betur í síðari hálfleik og var nálægt því að jafna metin undir lokin. „Við settum pressu á þá undir lokin en það vantaði herslumuninn." Alfreð Finnbogason skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í gær og var vitanlega ánægður með það. Hann skoraði fyrra mark Íslands og átti stóran þátt í því síðara. „Ég fékk boltann á teignum eftir hornspyrnu og setti hann á nærstöngina," sagði Alfreð í gær. „Ég átti svo sendingu inn á Steinþór Frey og hann lagði boltann fyrir Kolbein sem skoraði síðara markið," bætti hann við. „Það bætti aðeins stöðuna. Það stefndi í niðurlægingu en við tókum okkur saman í andlitinu og gátum labbað nokkuð brattir af velli," sagði Alfreð. „Ég er auðvitað aldrei sáttur við tap en miðað við stöðuna í hálfleik var þetta fínt. Ég er ánægður með markið en ég reyndi að nýta tækifærið og sýna að ég eigi heima í landsliðinu." Ólafur segir ferðina hafa nýst vel þrátt fyrir tapið. „Bæði leikmenn og við þjálfararnir erum reynslunni ríkari. Við prófuðum ákveðna hluti sem okkur langaði til að gera og það var fínt að sjá hvernig það gekk og hvað mætti betur fara. Þetta var góð ferð."
Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Fótbolti Fleiri fréttir Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter Sjá meira