Benitez svarar Hodgson fullum hálsi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. nóvember 2010 09:22 Rafa Benitez, stjóri Inter, á blaðamannafundinum í gær. Nordic Photos / Getty Images Rafa Benitez, stjóri Inter, hefur svarað ummælum Roy Hodgson, knattspyrnustjóra Liverpool, fullum hálsi. Hodgson sagði í síðustu viku að félagið hefði gert nokkur dýrkeypt mistök síðustu ár en Benitez var áður stjóri Liverpool áður en Hogdson tók við í sumar. „Hann er að tala um hluti sem hann hefur ekki vit á," sagði Benitez á blaðamannafundi fyrir leik Inter gegn Tottenham í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Fyrir nokkru gagnrýndi Benitez fyrrum eigendur Liverpool vegna atvika sem urðu til þess að hann fór frá félaginu. „Á Spáni er sagt að hvítur vökvi í flösku hljóti að vera mjólk." Í gær notaði hann svipaðar aðferðir til að beina spjótum sínum að Hodgson. „Sumt fólk getur ekki séð prest á sykurfjalli," sagði Benitez. „Ég held að hr. Hogson, hann skilur ekki. Hver einasti blaðamannafundur er verri en hinn sem var á undan. Hann er að tala um hluti sem hann hefur ekki vit á. Og sumt fólk getur ekki séð prest á sykurfjalli." „Það getur vel verið að hann hafi verið í aðeins stuttan tíma í Liverpool. En það sem við gerðum var að fylla stuðningsmenn Liverpool stolti á nýjan leik. Við börðumst fyrir stuðningsmennina, við börðumst fyrir félagið og við börðumst fyrir leikmennina okkar. Kannski skilur hann þetta ekki." „Ég var með leikmannahóp sem var 300 milljóna punda virði þó svo að ég hafi aðeins eytt tíu milljónum nettó. Ég var með þrettán landsliðsmenn í hópnum." „Þannig að ég held að hann ætti frekar að einbeita sér að sínu starfi í stað þess að tala um hitt og þetta. Það væri það besta fyrir félagið og stuðningsmenn þess." Meistaradeild Evrópu Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira
Rafa Benitez, stjóri Inter, hefur svarað ummælum Roy Hodgson, knattspyrnustjóra Liverpool, fullum hálsi. Hodgson sagði í síðustu viku að félagið hefði gert nokkur dýrkeypt mistök síðustu ár en Benitez var áður stjóri Liverpool áður en Hogdson tók við í sumar. „Hann er að tala um hluti sem hann hefur ekki vit á," sagði Benitez á blaðamannafundi fyrir leik Inter gegn Tottenham í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Fyrir nokkru gagnrýndi Benitez fyrrum eigendur Liverpool vegna atvika sem urðu til þess að hann fór frá félaginu. „Á Spáni er sagt að hvítur vökvi í flösku hljóti að vera mjólk." Í gær notaði hann svipaðar aðferðir til að beina spjótum sínum að Hodgson. „Sumt fólk getur ekki séð prest á sykurfjalli," sagði Benitez. „Ég held að hr. Hogson, hann skilur ekki. Hver einasti blaðamannafundur er verri en hinn sem var á undan. Hann er að tala um hluti sem hann hefur ekki vit á. Og sumt fólk getur ekki séð prest á sykurfjalli." „Það getur vel verið að hann hafi verið í aðeins stuttan tíma í Liverpool. En það sem við gerðum var að fylla stuðningsmenn Liverpool stolti á nýjan leik. Við börðumst fyrir stuðningsmennina, við börðumst fyrir félagið og við börðumst fyrir leikmennina okkar. Kannski skilur hann þetta ekki." „Ég var með leikmannahóp sem var 300 milljóna punda virði þó svo að ég hafi aðeins eytt tíu milljónum nettó. Ég var með þrettán landsliðsmenn í hópnum." „Þannig að ég held að hann ætti frekar að einbeita sér að sínu starfi í stað þess að tala um hitt og þetta. Það væri það besta fyrir félagið og stuðningsmenn þess."
Meistaradeild Evrópu Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira