Erlent

Mad Men sigraði á Emmy hátíðinni

Leikkonan Christina Hendricks, sem fer með hlutverk í sjónvarpsþáttunum Mad Men.
Leikkonan Christina Hendricks, sem fer með hlutverk í sjónvarpsþáttunum Mad Men.

Bandaríska sjónvarpsþáttaröðin Mad Men bar sigur af hólmi á Emmy hátíðinni sem fram fór í nótt en þar er besta sjónvarpsefni ársins verðlaunað.

Þátturinn, sem gerist á auglýsingastofu í Bandaríkjunum snemma á sjöunda áratug síðustu aldar var valinn besti þáttur ársins og var það í þriðja sinn í röð sem þættinum hlotnast slíkur heiður.

Kvikmyndastjarnan George Clooney fékk einnig sérstök mannúðarverðlaun á athöfninni, fyrir að skipuleggja hjálparstarf á Haítí eftir jarðskjálftann þar í landi í fyrra.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×