Ari Freyr Skúlason var í miklu stuði með Sundsvall í sænsku b-deildinni í dag þegar hann skoraði þrennu í 5-2 heimasigri liðsins á Syrianska. Með þessum þremur stigum komst Sundsvall-liðið upp í 2. sæti deildarinnar sem skilar sæti í Allsvenskan í haust takist Ara og félögum að halda því.
Ari Freyr skoraði mörkin sín á 12., 42. og 58. mínútu leiksins en hann kom liðinu í 2-0, 3-2 og 4-2. Síðasta markið hans kom úr vítaspyrnu. Ari hafði aðeins skorað 1 mark í fyrstu 4 leikjum sínum á tímabilinu og var bara með 6 mörk í 55 leikjum undanfarin tvö tímabil.
Sundsvall er nú með 12 stig úr 7 fyrstu umferðunum. Liðið er með jafnmörg stig og IK Brage og Örgryte en með betri markatölu. Gunnar Þór Gunnarsson og félagar í IFK Norrköping FK eru á toppnum með 16 stig.
Ari Freyr Skúlason með þrennu í sigri Sundsvall
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni
Íslenski boltinn



Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn
Enski boltinn


Messi slær enn eitt metið
Fótbolti

„Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“
Íslenski boltinn


Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“
Enski boltinn
