Frábær fótboltaleikur í spilunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2010 11:00 Fyrirliðarnir með bikarinn á milli sín. Fréttablaðið/Valli Það er allt til alls til þess að bikarúrslitaleikur FH og KR í dag bjóði upp á allt sem menn vilja sjá í stærsta leik sumarsins. Tvö af skemmtilegustu og vinsælustu liðum landsins mæta til leiks full af sjálfstrausti eftir gott gengi undanfarið og leikurinn er aftur leikinn í sumarblíðunni í ágúst í stað þess að vera leikinn í frosti og kulda í byrjun vetrar. Félögin búast við góðri aðsókn á leikinn í kvöld og hafa sett stefnuna á að bæta áhorfendametið frá 1999 þegar 7.401 komu á leik KR og ÍA. Leikurinn var færður til sex í kvöld til þess að gera tímasetningu hans enn áhugaverðari fyrir knattspyrnuáhugafólk sem vill eiga gott kvöld í Laugardalnum. Fyrirliðar liðanna, Matthías Vilhjálmsson hjá FH og Bjarni Guðjónsson hjá KR, gátu ekki leynt spenningi sínum á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Þetta eru tvö skemmtileg lið og það er útlit fyrir mjög skemmtilegan dag," sagði Bjarni Guðjónsson og kollegi hans fagnar sérstaklega breyttri tímasetningu. „Ég vona að áhorfendametið verði slegið. Það er búið að bíða lengi eftir því að bikarúrslitaleikurinn yrði færður fram í ágúst. Fólk er búið að vera með teppi utan um sig í október og vonast eftir því að leikurinn fari ekki í framlengingu. Ég held að þetta sé fullkominn tími fyrir leikinn og vona að veðrið verði prýðilegt því þá held ég að þetta gæti orðið flott," sagði Matthías. Bjarni Guðjónsson hefur góðan samanburð á því að spila leik í ágúst og október. „Það var tvennt ólíkt að spila bikarúrslitaleikinn 1996 og 2008. 1996 var þetta sumarleikur í ágúst, stúkan var full og þetta var meiri háttar gaman. Titillinn var ekkert verri 2008 en stemningin á vellinum var allt önnur þegar við vorum að spila leikinn við vetraraðstæður í október," sagði Bjarni. Báðir töluðu þeir Matthías og Bjarni um breytinguna á KR-liðinu eftir að Rúnar Kristinsson tók við KR-liðinu á dögunum. Síðan þá hefur liðið unnið fjóra leiki í röð hér á landi og aðeins fengið á sig eitt mark í þessum leikjum. „KR-ingar eru orðnir aðeins þéttari eftir að Rúnar kom inn og gefa færri færi á sér. Ég veit ekki hvort þeir muni spila öðruvísi á móti okkur en í síðustu leikjum en þeir eru alltaf mjög hættulegir fram á við. Við erum það líka og því held ég að þetta verði opinn og skemmtilegur leikur," segir Matthías. „Rúnar er mjög hæfur þjálfari og ég dáist að honum hvað hann kom inn með sínar hugmyndir. Hann einfaldaði hugsunarháttinn og einfaldaði skilaboð til leikmannanna. Svo er líka hitt að menn eru farnir að gera það sem er verið að biðja þá um að gera," sagði Bjarni og bætti við: „Hann hefur úr ágætishóp að velja og hann hefur verið duglegur að velja rétt lið fyrir hvern og einn leik. Við viljum vera í þessum gír sem við erum komnir í núna. Það er komið mikið sjálfstraust í liðið og trúin á að geta unnið leiki er komin aftur," segir Bjarni sem ber þetta tímabil við það í fyrra. „Við erum að gera svipaða hluti og við gerðum í fyrra. Við byrjuðum mótið helst til of seint en erum komnir núna á fínt skrið. Það er ágætt fyrir okkur að fá þennan leik núna þegar við getum komið inn í stærsta leik sumarsins með sjálfstraustið í botni," segir Bjarni. Matthías átti sinn þátt í bikarsigri FH fyrir þremur árum. „Ég spilaði flest alla leiki sumarið 2007 þar til í bikarúrslitaleiknum þar sem ég var á bekknum. Ég kom inn á í stöðunni 1-1 í framlengingu og við unnum 2-1. Ég vonast til að fá að vera með frá byrjun núna," sagði Matthías. Bikarmeistaratitillinn frá 2008 er eini titill KR-inga undanfarin sex ár og FH-ingar hafa aðeins unnið hann einu sinni áður þrátt fyrir að hafa verið yfirburðalið í íslenska fótboltanum undanfarin sex ár. Hungrið ætti því að vera til staðar í báðum herbúðum. Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga Sjá meira
Það er allt til alls til þess að bikarúrslitaleikur FH og KR í dag bjóði upp á allt sem menn vilja sjá í stærsta leik sumarsins. Tvö af skemmtilegustu og vinsælustu liðum landsins mæta til leiks full af sjálfstrausti eftir gott gengi undanfarið og leikurinn er aftur leikinn í sumarblíðunni í ágúst í stað þess að vera leikinn í frosti og kulda í byrjun vetrar. Félögin búast við góðri aðsókn á leikinn í kvöld og hafa sett stefnuna á að bæta áhorfendametið frá 1999 þegar 7.401 komu á leik KR og ÍA. Leikurinn var færður til sex í kvöld til þess að gera tímasetningu hans enn áhugaverðari fyrir knattspyrnuáhugafólk sem vill eiga gott kvöld í Laugardalnum. Fyrirliðar liðanna, Matthías Vilhjálmsson hjá FH og Bjarni Guðjónsson hjá KR, gátu ekki leynt spenningi sínum á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Þetta eru tvö skemmtileg lið og það er útlit fyrir mjög skemmtilegan dag," sagði Bjarni Guðjónsson og kollegi hans fagnar sérstaklega breyttri tímasetningu. „Ég vona að áhorfendametið verði slegið. Það er búið að bíða lengi eftir því að bikarúrslitaleikurinn yrði færður fram í ágúst. Fólk er búið að vera með teppi utan um sig í október og vonast eftir því að leikurinn fari ekki í framlengingu. Ég held að þetta sé fullkominn tími fyrir leikinn og vona að veðrið verði prýðilegt því þá held ég að þetta gæti orðið flott," sagði Matthías. Bjarni Guðjónsson hefur góðan samanburð á því að spila leik í ágúst og október. „Það var tvennt ólíkt að spila bikarúrslitaleikinn 1996 og 2008. 1996 var þetta sumarleikur í ágúst, stúkan var full og þetta var meiri háttar gaman. Titillinn var ekkert verri 2008 en stemningin á vellinum var allt önnur þegar við vorum að spila leikinn við vetraraðstæður í október," sagði Bjarni. Báðir töluðu þeir Matthías og Bjarni um breytinguna á KR-liðinu eftir að Rúnar Kristinsson tók við KR-liðinu á dögunum. Síðan þá hefur liðið unnið fjóra leiki í röð hér á landi og aðeins fengið á sig eitt mark í þessum leikjum. „KR-ingar eru orðnir aðeins þéttari eftir að Rúnar kom inn og gefa færri færi á sér. Ég veit ekki hvort þeir muni spila öðruvísi á móti okkur en í síðustu leikjum en þeir eru alltaf mjög hættulegir fram á við. Við erum það líka og því held ég að þetta verði opinn og skemmtilegur leikur," segir Matthías. „Rúnar er mjög hæfur þjálfari og ég dáist að honum hvað hann kom inn með sínar hugmyndir. Hann einfaldaði hugsunarháttinn og einfaldaði skilaboð til leikmannanna. Svo er líka hitt að menn eru farnir að gera það sem er verið að biðja þá um að gera," sagði Bjarni og bætti við: „Hann hefur úr ágætishóp að velja og hann hefur verið duglegur að velja rétt lið fyrir hvern og einn leik. Við viljum vera í þessum gír sem við erum komnir í núna. Það er komið mikið sjálfstraust í liðið og trúin á að geta unnið leiki er komin aftur," segir Bjarni sem ber þetta tímabil við það í fyrra. „Við erum að gera svipaða hluti og við gerðum í fyrra. Við byrjuðum mótið helst til of seint en erum komnir núna á fínt skrið. Það er ágætt fyrir okkur að fá þennan leik núna þegar við getum komið inn í stærsta leik sumarsins með sjálfstraustið í botni," segir Bjarni. Matthías átti sinn þátt í bikarsigri FH fyrir þremur árum. „Ég spilaði flest alla leiki sumarið 2007 þar til í bikarúrslitaleiknum þar sem ég var á bekknum. Ég kom inn á í stöðunni 1-1 í framlengingu og við unnum 2-1. Ég vonast til að fá að vera með frá byrjun núna," sagði Matthías. Bikarmeistaratitillinn frá 2008 er eini titill KR-inga undanfarin sex ár og FH-ingar hafa aðeins unnið hann einu sinni áður þrátt fyrir að hafa verið yfirburðalið í íslenska fótboltanum undanfarin sex ár. Hungrið ætti því að vera til staðar í báðum herbúðum.
Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð