Real Madrid hafa bæst við í kapphlaupið um hinn 24 ára varnarmann Lazio, Aleksandar Kolarov, en bæði Inter og Real Madrid vilja ólm fá hann í sínar raðir næsta sumar.
Real Madrid sýndu áhuga í félagsskiptaglugganum í janúar en ekkert varð úr því. Þeir hafa nú aftur komið fram og sýnt áhuga á leikmanninum.
Jose Mourinho, þjálfari Inter, hefur lengi verið með leikmanninn undir smásjánum en Lazio neitaði tilboði frá Inter í Janúar.
Það þykir ólíklegt að leikmaðurinn verði áfram í herbúðum Lazio og er sagður vilja halda áfram með feril sinn í Serie A á San Siro, heimavelli Inter, þar sem fyrrum liðsfélagi hans Goran Pandev spilar.
Lazio hafa sett verðmiða á Kolarov og það mun vera 18 milljónir punda.
Real Madrid og Inter berjast um varnarmann Lazio
Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
