Erlent

100 ára gamalt viskí finnst á Suðurpólnum

Kassarnir eru í góðu ásigkomulagi.
Kassarnir eru í góðu ásigkomulagi.

Vískíflöskur sem tilheyrðu landkönnuðinum Ernest Shackleton hafa fundist á Suðurpólnum þar sem þær hafa verið „geymdar á ís" í rúma öld. Hópur sem vissi af flöskunum sem skildar voru eftir grafnar undir kofa sem Shackleton hafði komið sér upp hefur nú náð í þær. Magnið kom þeim hinsvegar á óvart því fyrirfram var talið að um örfáar flöskur væri að ræða. Þegar hópurinn gróf undir gólfi kofans komu hinsvegar í ljós fimm kassar af vískíi og tveir af brandí.

Shackleton gerði á sínum tíma misheppnaða tilraun til þess að komast á Suðurpólinn en þurfti frá að hverfa þegar vistirnar, aðrar en áfengið greinilega, kláruðust. Leiðangur Shacletons var farinn árið 1909.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×