Innlent

Tilfinningarík stund þegar kraftaverkabarnið var kvatt

Hjúkrunarfræðingurinn Sevda Köse vék ekki frá drengnum í þá tvo daga sem hann dvaldi á spítalanum.
Hjúkrunarfræðingurinn Sevda Köse vék ekki frá drengnum í þá tvo daga sem hann dvaldi á spítalanum.

Það var tilfinningarík stund á ríkisspítalanum í Mugla í Tyrklandi í gær þegar syni hjónanna Dagbjartar Þóru Tryggvadóttur og Jóhanns Árnasonar var komið í umsjá íslenska konsúlsins í Tyrklandi.

Blaðamannafundur var haldinn um klukkan tvö í gær þar sem drengurinn var kvaddur en foreldrar hans létust í bílslysi á hraðbraut í Mugla fyrr í vikunni.

Sonur hjónanna slapp ómeiddur og gengur undir nafninu kraftaverkabarnið í tyrkneskum fjölmiðlum.

Á blaðamannafundinum ræddi íslenski konsúllinn í Tyrklandi við fjölmiðla. Hann sagði aðstandendur þakkláta fyrir sýndan samhug og umhyggju fyrir drengnum, sem er aðeins sex mánaða gamall.

Fjölmiðlar hafa einnig fjallað mikið um hjúkrunarfræðinginn Sevdu Köse sem vék ekki frá drengnum í þá tvo daga sem hann dvaldi á spítalanum. Sevda hafði hann á brjósti vegna þess að drengurinn vildi ekki þurrmjólk.

Hún sagði í tyrkneskum fjölmiðlum að hún ætti nú tvö börn, en fyrir á hún lítinn son; hún myndi ávallt hugsa hlýlega til drengsins.


Tengdar fréttir

Létust í bílslysi í Tyrklandi

Parið sem lést í gær í bílslsysi skammt frá bænum Mugla í Tyrklandi var ungt námsfólk sem bjó í Danmörku. Þau hétu Jóhann Árnason, fæddur árið 1985, og Dagbjört Þóra Tryggvadóttir, fædd árið 1976.

Barnið sem lifði af kallað kraftaverkabarnið

Sonur hjónanna slapp ómeiddur frá banaslysinu í Tyrklandi hefur vakið gríðarlega athygli í tyrkneskum fjölmiðlum, þar sem hann er kallaður kraftaverkabarnið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×