Innlent

Hjón létust í bílslysi í Tyrklandi - barnið slapp ómeitt

Valur Grettisson skrifar

Ung íslensk hjón létust í morgun í bílslysi nálægt bænum Mugla í suðvesturhluta Tyrklands.

Upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins staðfesti þetta í samtali við Vísi. Sjö mánaða gamalt barn hjónanna var með í bifreiðinni en það er óslasað eftir því sem upplýsingafulltrúi kemst næst.

Ræðismaður Íslands í Tyrklandi er kominn á staðinn og vinnur meðal annars að því að koma barninu til Íslands.

Hjónin voru á ferðalagi en hvorki nöfn né aldur þeirra verður gefin upp að svo stöddu. Ráðuneytið fékk upplýsingar um slysið í morgun. Talið er að ökumaður bílsins hafi misst stjórn á bifreiðinni í rigningu sem varð til þess að hann ók á smárútu.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×