Innlent

Útgefandi Morgunblaðsins brotlegur við lög um persónuvernd

Útgefandi Morgunblaðsins, Óskar Magnússon, hefur verið úrskurðaður brotlegur við persónuverndarlög þegar hann fór í leyfisleysi inn í einkapóst Jóhanns Bjarna Kolbeinsson, sem þá var blaðamaður Morgunblaðsins.

Í úrskurði Persónuverndar kemur fram að Óskar hafi átt að bjóða Jóhanni Bjarna að vera viðstaddur þegar hann fór inn í póstana.

Þá segir ennfremur í úrskurðinum að Óskar hafi ekki geta sýnt fram á góða og gilda ástæðu fyrir því að fara inn í póst starfsmannsins.

Útgefandinn fór inn í póstinn í lok september á síðasta ári vegna gruns um að Jóhann væri að leka upplýsingum um stöðu fyrirtækisins til annarra fjölmiðla.

Þessu mótmælti Jóhann Bjarni og kvartaði til persónuverndar sem nú hefur úrskurðað Óskar brotlegan við lög um persónuvernd.

Jóhann Bjarni mun ekki aðhafast frekar í málinu.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.