Það var heldur betur rafmagnað andrúmsloftið á Stamford Bridge í kvöld er Inter sótti Chelsea heim í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
Jose Mourinho var að snúa aftur á völlinn þar sem hann var ósigrandi. Það breyttist nákvæmlega ekki neitt í kvöld.
Það voru mikil átök í leiknum, Drogba fékk að líta rauða spjaldið en Samuel Eto´o sá um markaskorunina.
Hægt er að sjá frábærar myndir af stemningunni í kvöld í albúminu hér að neðan.
Þar er hægt að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.