Bebé er ekki í leikmannahópi Manchester United sem spilar í Meistaradeildinni á tímabilinu. Kemur þetta töluvert mikið á óvart enda kostaði hann sjö milljónir punda í sumar, og United er aðeins með 24 menn í hópnum en má vera með 25.
Bebé er enn ungur að aldri en hann kom til United án þess að stjórinn, Sir Alex Ferguson, hafði séð hann spila. Bebe hefur legið undir ámæli en Ferguson ver ákvörðun sína um að kaupa hann.
Owen Hargreaves er heldur ekki í Meistaradeildarhópnum en hann er þó í leikmannahópnum í ensku úrvalsdeildinni.
Hargreaves hefur aðeins spilað tvo leiki fyrir United á tveimur árum.
Bebé ekki í leikmannahópi Man. Utd. í Meistaradeildinni
Hjalti Þór Hreinsson skrifar

Mest lesið







Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United?
Enski boltinn


Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum
Íslenski boltinn

Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti
Íslenski boltinn