Wesley Sneijder verður áfram hjá Inter á Ítalíu að sögn umboðsmanns hans en hann hefur verið orðaður við Manchester United að undanförnu.
Sneijder varð þrefaldur meistari með Inter á síðasta tímabili og var lykilmaður í hollenska landsliðinu sem komst í úrslit á HM í Suður-Afríku.
„Þetta er eitt af þeim árum þar sem allt er yndislegt og fullkomið. Það verður erfitt fyrir Wesley að gleyma öllu því sem hefur gerst á árinu," sagði Sören Lerby, umboðsmaður Sneijder.
„Framtíð hans er hjá Inter, það er enginn efi um það."