Bayern með nauma forystu til Lyon Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. apríl 2010 18:36 Arjen Robben fagnar marki sínu í kvöld. Nordic Photos / Bongarts Arjen Robben var hetja Bayern München þegar hann tryggði sínum mönnum 1-0 sigur á Lyon í fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Markið skoraði hann með glæsilegu langskoti á 69. mínútu leiksins en boltinn hafði reyndar viðkomu í Thomas Müller á leiðinni í markið. Franck Ribery, leikmaður Bayern, fékk að líta rauða spjaldið í fyrri hálfleik fyrir ljóta tæklingu en það varð aftur jafnt í liðunum þegar að Jeremy Toulalan fékk tvær áminningar með stuttu millibili í upphafi síðari hálfleiks. Bayern var heilt yfir sterkari aðilinn í leiknum en mun vafalítið sakna Ribery í síðari viðureign liðanna í undanúrslitunum. Þá fer leikurinn fram í Lyon. Bastian Schweinsteiger komst í gott skallafæri strax í upphafi leiksins eftir að Hugo Lloris, markvörður Lyon, missti af boltanum. Schweinsteiger skallaði hins vegar framhjá markinu úr úrvalsfæri. Skömmu síðar komst Franck Ribery í fínt skotfæri eftir að hafa leikið á Cris, varnarmann Lyon. Skotið fór hins vegar framhjá markinu. Bayern var með þó nokkra yfirburði í leiknum og skapaði sér nokkuð góð færi. Lyon komst í eitt ágætt færi en tókst annars lítið að ógna marki heimamanna framan af. En það dró til tíðinda á 37. mínútu. Franck Ribery, leikmaður Bayern, fékk að líta beint rautt spjald fyrir hrottalega tæklingu á Lisandro Lopez. Ribery missti af boltanum og fór með takkana beint í ökkla Lopez sem lá sárþjáður eftir. Hann gat þó haldið áfram eftir að hafa fengið aðhlynningu. Ribery komst í fréttirnar fyrr í dag í tengslum við rannsókn á ólöglegri vændisstarfssemi í Frakklandi. Eftir þetta átti Kim Källstrom besta færi Lyon er hann átti þrumuskot að marki sem Hans-Jörg Butt varði vel í marki Bayern. En staðan var enn markalaus þegar flautað var til hálfleiks. Dramatíkin hélt áfram í síðari hálfleik. Manni færri tókst Bayern að koma sér í frábært færi eftir að Phillip Lahm splundraði frönsku vörninni. Hann gaf á Thomas Müller sem var í ákjósanlegri stöðu en hitti ekki í boltann. Jeremy Toulalan, fékk svo tvær áminningar með aðeins þriggja mínútna millibili og þar með rautt. Fyrra spjaldið fyrir brot á Arjen Robben en síðara fyrir frekar litlar sakir. En þar með var jafnt í liðunum. Og Bayern færði sér þetta í nyt. Arjen Robben átti ágætt skot að marki stuttu síðar og Mario Gomez, nýkominn inn á sem varamaður, fékk frábært skallafæri á 68. mínútu sem hann nýtti afar illa. En Robben var ekki hættur. Aftur lét hann vaða að markinu og í þetta sinn hafnaði boltinn í netinu. Markið var einkar laglegt enda skot Robben fast og af löngu færi. Boltinn virtist hins vegar breyta aðeins um stefnu á Thomas Müller en markið var engu að síður skráð á Robben.Bayern München - Lyon 1-0 1-0 Arjen Robben (69.). Bayern: Butt, Lahm, Van Buyten, Demichelis, Contento, Robben, Schweinsteiger, Pranjic, Ribery, Müller, Olic.Varamenn: Rensing, Altintop, Gorlitz, Klose, Alaba, Gomez, Tymochuk. Lyon: Lloris, Reveillere, Cris, Toulalan, Cissokho, Gonalons, Källstrom, Ederson, Pjanic, Delgado, Lopez.Varamenn: Vercoutre, Michel Bastos, Gouvou, Makoun, Gomis, Anderson, Gassama. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira
Arjen Robben var hetja Bayern München þegar hann tryggði sínum mönnum 1-0 sigur á Lyon í fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Markið skoraði hann með glæsilegu langskoti á 69. mínútu leiksins en boltinn hafði reyndar viðkomu í Thomas Müller á leiðinni í markið. Franck Ribery, leikmaður Bayern, fékk að líta rauða spjaldið í fyrri hálfleik fyrir ljóta tæklingu en það varð aftur jafnt í liðunum þegar að Jeremy Toulalan fékk tvær áminningar með stuttu millibili í upphafi síðari hálfleiks. Bayern var heilt yfir sterkari aðilinn í leiknum en mun vafalítið sakna Ribery í síðari viðureign liðanna í undanúrslitunum. Þá fer leikurinn fram í Lyon. Bastian Schweinsteiger komst í gott skallafæri strax í upphafi leiksins eftir að Hugo Lloris, markvörður Lyon, missti af boltanum. Schweinsteiger skallaði hins vegar framhjá markinu úr úrvalsfæri. Skömmu síðar komst Franck Ribery í fínt skotfæri eftir að hafa leikið á Cris, varnarmann Lyon. Skotið fór hins vegar framhjá markinu. Bayern var með þó nokkra yfirburði í leiknum og skapaði sér nokkuð góð færi. Lyon komst í eitt ágætt færi en tókst annars lítið að ógna marki heimamanna framan af. En það dró til tíðinda á 37. mínútu. Franck Ribery, leikmaður Bayern, fékk að líta beint rautt spjald fyrir hrottalega tæklingu á Lisandro Lopez. Ribery missti af boltanum og fór með takkana beint í ökkla Lopez sem lá sárþjáður eftir. Hann gat þó haldið áfram eftir að hafa fengið aðhlynningu. Ribery komst í fréttirnar fyrr í dag í tengslum við rannsókn á ólöglegri vændisstarfssemi í Frakklandi. Eftir þetta átti Kim Källstrom besta færi Lyon er hann átti þrumuskot að marki sem Hans-Jörg Butt varði vel í marki Bayern. En staðan var enn markalaus þegar flautað var til hálfleiks. Dramatíkin hélt áfram í síðari hálfleik. Manni færri tókst Bayern að koma sér í frábært færi eftir að Phillip Lahm splundraði frönsku vörninni. Hann gaf á Thomas Müller sem var í ákjósanlegri stöðu en hitti ekki í boltann. Jeremy Toulalan, fékk svo tvær áminningar með aðeins þriggja mínútna millibili og þar með rautt. Fyrra spjaldið fyrir brot á Arjen Robben en síðara fyrir frekar litlar sakir. En þar með var jafnt í liðunum. Og Bayern færði sér þetta í nyt. Arjen Robben átti ágætt skot að marki stuttu síðar og Mario Gomez, nýkominn inn á sem varamaður, fékk frábært skallafæri á 68. mínútu sem hann nýtti afar illa. En Robben var ekki hættur. Aftur lét hann vaða að markinu og í þetta sinn hafnaði boltinn í netinu. Markið var einkar laglegt enda skot Robben fast og af löngu færi. Boltinn virtist hins vegar breyta aðeins um stefnu á Thomas Müller en markið var engu að síður skráð á Robben.Bayern München - Lyon 1-0 1-0 Arjen Robben (69.). Bayern: Butt, Lahm, Van Buyten, Demichelis, Contento, Robben, Schweinsteiger, Pranjic, Ribery, Müller, Olic.Varamenn: Rensing, Altintop, Gorlitz, Klose, Alaba, Gomez, Tymochuk. Lyon: Lloris, Reveillere, Cris, Toulalan, Cissokho, Gonalons, Källstrom, Ederson, Pjanic, Delgado, Lopez.Varamenn: Vercoutre, Michel Bastos, Gouvou, Makoun, Gomis, Anderson, Gassama.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira