Yndisleg tilfinning að vera á heimleið 20. desember 2010 08:15 „Þetta er alveg yndisleg tilfinning eftir allt sem við erum búin að ganga í gegnum. Þetta er búið að ganga svo brösuglega að við erum alveg í skýjunum," segir Helga Sveinsdóttir í samtali við Fréttablaðið, en hún er nú farin að huga að heimferð frá Mumbai í Indlandi ásamt manni sínum, Einari Þór Færseth, og Jóel, fimm vikna gömlum syni þeirra. Eins og kom fram í Fréttablaðinu á laugardag eignuðust hjónin hann með aðstoð staðgöngumóður á Indlandi, en lentu í miklum vandræðum með að fá drenginn viðurkenndan sem íslenskan ríkisborgara og komust því ekki með hann heim til Íslands. Alþingi hjó svo á hnútinn er það veitti Jóel íslenskan ríkisborgararétt á laugardag og er fjölskyldunni því fátt að vanbúnaði. „Við eigum enn eftir að fá vegabréfið en trúum ekki öðru en að nú sé málið loks í höfn og við bíðum spennt eftir að koma heim." Helga segir óvíst hvenær þau komi heim, en þau vonist til þess að það geti orðið fyrir jól. Jóel litli hafi það annars mjög gott. „Hann dafnar vel og er hraustur og sprækur." Ástæðan fyrir því að erfiðlega gekk að fá leyst úr málum þeirra Helgu og Einars er ákveðið lagalegt tómarúm hér á landi um staðgöngumæðrun. Samkvæmt lögum er staðgöngumæðrun bönnuð hér á landi en ekkert í indverskum lögum bannar slíkt. Þau leituðu því á náðir alþingismanna, sem veittu málinu loks brautargengi og veittu Jóel ríkisborgararétt ásamt 42 öðrum. Þingsályktunartillaga sextán þingmanna úr Sjálfstæðisflokki, Samfylkingu og Framsóknarflokki liggur nú fyrir á Alþingi en þar er kallað eftir lagasetningu um að staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni verði heimiluð. thorgils@frettabladid.is Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
„Þetta er alveg yndisleg tilfinning eftir allt sem við erum búin að ganga í gegnum. Þetta er búið að ganga svo brösuglega að við erum alveg í skýjunum," segir Helga Sveinsdóttir í samtali við Fréttablaðið, en hún er nú farin að huga að heimferð frá Mumbai í Indlandi ásamt manni sínum, Einari Þór Færseth, og Jóel, fimm vikna gömlum syni þeirra. Eins og kom fram í Fréttablaðinu á laugardag eignuðust hjónin hann með aðstoð staðgöngumóður á Indlandi, en lentu í miklum vandræðum með að fá drenginn viðurkenndan sem íslenskan ríkisborgara og komust því ekki með hann heim til Íslands. Alþingi hjó svo á hnútinn er það veitti Jóel íslenskan ríkisborgararétt á laugardag og er fjölskyldunni því fátt að vanbúnaði. „Við eigum enn eftir að fá vegabréfið en trúum ekki öðru en að nú sé málið loks í höfn og við bíðum spennt eftir að koma heim." Helga segir óvíst hvenær þau komi heim, en þau vonist til þess að það geti orðið fyrir jól. Jóel litli hafi það annars mjög gott. „Hann dafnar vel og er hraustur og sprækur." Ástæðan fyrir því að erfiðlega gekk að fá leyst úr málum þeirra Helgu og Einars er ákveðið lagalegt tómarúm hér á landi um staðgöngumæðrun. Samkvæmt lögum er staðgöngumæðrun bönnuð hér á landi en ekkert í indverskum lögum bannar slíkt. Þau leituðu því á náðir alþingismanna, sem veittu málinu loks brautargengi og veittu Jóel ríkisborgararétt ásamt 42 öðrum. Þingsályktunartillaga sextán þingmanna úr Sjálfstæðisflokki, Samfylkingu og Framsóknarflokki liggur nú fyrir á Alþingi en þar er kallað eftir lagasetningu um að staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni verði heimiluð. thorgils@frettabladid.is
Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent