Jafnt á Emirates og Inter vann CSKA Henry Birgir Gunnarsson skrifar 31. mars 2010 17:32 Arsenal átti magnaða endurkomu gegn Barcelona í kvöld. Lokatölur 2-2 í mögnuðum leik. Inter marði síðan 1-0 sigur á CSKA Moskva. Barcelona yfirspilaði Arsenal lengstum og það var með ólíkindum að markalaust væri í leikhléi. Barca komst yfir strax í upphafi síðari hálfleiks og virtist vera búið að klára einvígið er Zlatan skoraði á ný. Þá kom Arsenal til baka og skoraði tvö góð mörk. Liðið verður reyndar án Cesc Fabregas í seinni leiknum en hann fékk gult spjald og er í leikbanni. Það verður einnig miðvarðapar Börsunga - Carles Puyol og Gerard Pique. Puyol fékk rautt í leiknum og Pique gult sem sendi hann í bann. Það er því allt opið fyrir síðari leik liðanna. Vísir var með lýsingu á helstu atvikum leiksins og hana má lesa hér að neðan. Arsenal-Barcelona 2-2 2-2 Cesc Fabregas, víti (85.) - Fabregas flækir fótinn í Puyol, víti dæmt og Puyol vikið af velli sem var afar harður dómur. Fabregas tók vítið og skoraði örugglega. Hann meiddist við að taka vítið og er nú haltrandi. Báðir miðverðir Barcelona verða í banni í seinni leiknum. Pique fékk gult áðan sem setur hann í bann.1-2 Theo Walcott (69.) - Walcott kemur afar sprækur af bekknum. Fær smekklega stungu frá Bendtner og klárar færið sitt vel. Þessi rimma er ekki alveg búin0-2 Zlatan Ibrahimovic (59.) - Xavi með laglega stungusendingu á Zlatan sem kláraði færið með stæl.0-1 Zlatan Ibrahimovic (46.) - Zlatan fær stungusendingu eftir aðeins nokkrar sekúndur í síðari hálfleik. Almunia kom í glórulaust úthalup og Zlatan vippaði smekklega yfir hann. - Barcelona hefur verið með boltann 70% af leiktímanum. Ótrúlegir yfirburðir Evrópumeistaranna. - Arshavin fór meiddur af velli eftir 25 mínútna leik. - Staðan er 9-0 í skotum fyrir Barcelona. - Börsungar vaða í dauðafærum en Almunia er að spila leik lífs síns og heldur Arsenal inn í leiknum. - Bæði Messi og Zlatan komast í úrvalsfæri. Bæði lið reyna að sækja af krafti. - Leikurinn byrjar með miklum látum og bæði lið fá færi á upphafsmínútum leiksins. Þetta á eftir að verða svakalegur fótboltaleikur.- Thierry Henry byrjar á bekknum hjá Barcelona en Cesc Fabregas er í byrjunarliði Arsenal. Inter-CSKA Moskva 1-0 1-0 Diego Milito (65.) - með hnitmiðuðu skoti fyrir utan teig. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Sjá meira
Arsenal átti magnaða endurkomu gegn Barcelona í kvöld. Lokatölur 2-2 í mögnuðum leik. Inter marði síðan 1-0 sigur á CSKA Moskva. Barcelona yfirspilaði Arsenal lengstum og það var með ólíkindum að markalaust væri í leikhléi. Barca komst yfir strax í upphafi síðari hálfleiks og virtist vera búið að klára einvígið er Zlatan skoraði á ný. Þá kom Arsenal til baka og skoraði tvö góð mörk. Liðið verður reyndar án Cesc Fabregas í seinni leiknum en hann fékk gult spjald og er í leikbanni. Það verður einnig miðvarðapar Börsunga - Carles Puyol og Gerard Pique. Puyol fékk rautt í leiknum og Pique gult sem sendi hann í bann. Það er því allt opið fyrir síðari leik liðanna. Vísir var með lýsingu á helstu atvikum leiksins og hana má lesa hér að neðan. Arsenal-Barcelona 2-2 2-2 Cesc Fabregas, víti (85.) - Fabregas flækir fótinn í Puyol, víti dæmt og Puyol vikið af velli sem var afar harður dómur. Fabregas tók vítið og skoraði örugglega. Hann meiddist við að taka vítið og er nú haltrandi. Báðir miðverðir Barcelona verða í banni í seinni leiknum. Pique fékk gult áðan sem setur hann í bann.1-2 Theo Walcott (69.) - Walcott kemur afar sprækur af bekknum. Fær smekklega stungu frá Bendtner og klárar færið sitt vel. Þessi rimma er ekki alveg búin0-2 Zlatan Ibrahimovic (59.) - Xavi með laglega stungusendingu á Zlatan sem kláraði færið með stæl.0-1 Zlatan Ibrahimovic (46.) - Zlatan fær stungusendingu eftir aðeins nokkrar sekúndur í síðari hálfleik. Almunia kom í glórulaust úthalup og Zlatan vippaði smekklega yfir hann. - Barcelona hefur verið með boltann 70% af leiktímanum. Ótrúlegir yfirburðir Evrópumeistaranna. - Arshavin fór meiddur af velli eftir 25 mínútna leik. - Staðan er 9-0 í skotum fyrir Barcelona. - Börsungar vaða í dauðafærum en Almunia er að spila leik lífs síns og heldur Arsenal inn í leiknum. - Bæði Messi og Zlatan komast í úrvalsfæri. Bæði lið reyna að sækja af krafti. - Leikurinn byrjar með miklum látum og bæði lið fá færi á upphafsmínútum leiksins. Þetta á eftir að verða svakalegur fótboltaleikur.- Thierry Henry byrjar á bekknum hjá Barcelona en Cesc Fabregas er í byrjunarliði Arsenal. Inter-CSKA Moskva 1-0 1-0 Diego Milito (65.) - með hnitmiðuðu skoti fyrir utan teig.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Sjá meira