Leonardo, þjálfari AC Milan, viðurkennir að hann reifst við Ronaldinho í búningsklefa AC Milan eftir leik liðsins gegn Sampdoria í síðustu viku.
„Við rifumst vegna þess að ég var alls ekki ánægður með hvernig hann spilaði í leiknum," sagði Leonardo við ítalska fjölmiðla. „Þetta gerði sitt gagn því hann sýndi hvað í honum býr eftir þetta."
AC Milan mætir Palermo í kvöld og hefur Leonardo hvatt leikmenn til að spila með hjartanu.
„Við þurfum því að einbeita okkur að nútðinni í stað þess að ræða framtíðina," bætti hann við en ítalskir fjölmiðlar hafa mikið velt fyrir sér hvort Leonardo eigi framtíð sem knattspyrnustjóri AC Milan.