Erlent

Tiger kominn aftur til Elínar

Óli Tynes skrifar
Woods fjölskyldan fyrir framhjáhald.
Woods fjölskyldan fyrir framhjáhald.

Tiger Woods er kominn aftur í faðm fjölskyldunnar eftir að hafa lokið nokkurra vikna dvöl á hæli til að ná stjórn á kynhvöt sinni.

Gengið var út frá því sem vísu að hjónabandinu væri lokið eftir að hann viðurkenndi að hafa haldið framhjá sinni sænsku eiginkonu Elinu Nordgren.

Hver konan kom þá fram af annarri og lýsti yfir ástarsambandi við golfarann. Þegar framhjáhaldið komst í hámæli lýsti Woods því yfir að hann væri hættur þáttöku í golfmótum um óákveðinn tíma.

Menn velta því nú fyrir sér hvort næsti áfanginn hjá honum sé að hefja keppni á nýjan leik.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×