Inter í úrslit Meistaradeildarinnar Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. apríl 2010 16:46 Það er fast tekist á eins og sjá má. Lucio rífur hér treyju Zlatans. Það verða Internazionale og FC Bayern sem mætast í úrslitum Meistaradeildar Evrópu þetta árið en leikurinn fer fram á Santiago Bernabeau í Madrid. Inter tapaði 1-0 fyrir Barcelona í kvöld en þar sem liðið vann fyrri leikinn 3-1 þá er Inter komið í úrslit, 3-2 samanlagt. Það var Pique sem skoraði eina mark leiksins sex mínútum fyrir leikslok. Inter var manni færra í 62 mínútur en lifði það af. Vísir var með beina lýsingu frá leiknum og greindi frá helstu atvikum leiksins. Lýsinguna má sjá hér að neðan. Barcelona-Inter 1-0 (2-3 samanlagt) 1-0 Gerard Pique (84.). Rautt spjald: Thiago Motta, Inter (28.) 90.+4 mín: Leik lokið og Inter komið í úrslit.90.+2 mín: Bojan skorar en búið að dæma hendi á Toure. Dramatík.90. mín: Fjórum mínútum bætt við venjulegan leiktíma.88. mín: Líf í Barcelona núna. Xavi og Messi báðir með ágæt skot sem voru varin.86. mín: Eto´o fer af velli fyrir Mariga.84. mín: MARK !!! Ja hérna. Pique fær stungu, snýr sér laglega við í teignum og skorar. Loksins líf í þessum leik og spennandi lokamínútur fram undan.82. mín: DAUÐAFÆRI !!! Messi með sendingu í teiginn og Bojan einn á markteig en á ótrúlegan hátt skallaði hann fram hjá markinu. Mark þarna hefði hleypt lífi í lokamínúturnar.82. mín: Diego Milito fer af velli fyrir Ivan Cordoba.80. mín: Það hefur helst borið til tíðinda síðustu 5 mínúturnar að blaðamaður Vísis stóð upp og fékk sér kaffibolla. Tvöfaldur espresso varð fyrir valinu. Veitir ekki af til að halda sér vakandi.75. mín: Barcelona hefur 15 mínútur til þess að skora tvö mörk. Það er ekkert sem bendir til þess að liðið nái því.67. mín: Sneijder fer af velli hjá Inter. Hann hefur ekki tekið neinn þátt í leiknum frekar en aðrir sóknarmenn Inter.62. mín: Sömu leiðindin í gangi. Tíu leikmenn Inter ráða vel við Börsunga. Zlatan fer af velli fyrir Bojan Krkic og Jeffren kemur inn fyrir Busquets. Barca gæti samt líklega komist upp með að hafa aðeins einn varnarmann á vellinum. Svo lítill er sóknaráhugi Inter.54. mín: Leikurinn sem fyrr mikil skák og í raun hrútleiðinlegur. Barca er ekki að fá færi þó svo liðið sé manni fleira.46. mín: Barcelona gerir eina breytingu. Maxwell kemur inn fyrir Milito enda hefur Barca ekkert að gera með fjóra varnarmenn inn á vellinum.Hálfleikur: Markalaust í leikhléi. Barca stýrt ferðinni en Inter varist vel. Það verður eitthvað undan að láta í síðari hálfleik. Barca hefur ekki fengið eitt einasta almennilegt færi í hálfleiknum. Liðið þarf að skora tvö mörk í síðari hálfleik og halda hreinu til þess að komast í úrslitaleikinn.36. mín: Inter reynir að lifa af án þess að fá á sig mark fyrir hlé. Barcelona hefur verið með boltann 75 prósent af leiktímanum. Það segir sína sögu.28. mín: Inter missir mann af velli. Motta ýtir frá í Busquets sem fellur með miklum tilþrifum. Dómarinn fellur í gildruna og gefur Motta rauða spjaldið. Rúmur klukkutíma eftir og Inter manni færri. Nú verður þetta áhugavert.24. mín: Barca gengur aðeins betur að opna vörnina en betur má ef duga skal. Inter hefur ekki áhuga á að hafa boltann, eingöngu á að verjast.16. mín: Það var helst að draga til tíðinda að Inter komst yfir miðju. Það sem skiptir máli fyrir þá er samt að Barca hefur ekki enn skorað.10. mín: Thiago Motta hjá Inter fær fyrsta gula spjaldið í leiknum. Hann var ekki á hættusvæði og spjaldið sendi hann því ekki í bann.6. mín: Varnarleikur Inter er afar þéttur og mjög skipulagður. Barca ekki enn gengið að opna vörnina. Það verður þolinmæðisverk fyrir Evrópumeistarana.2. mín: Barca byrjar að sækja og Inter liggur aftarlega líkt og búist var við. Gríðarleg stemning á vellinum. Byrjunarlið Barcelona: Valdes, Alves, Pique, Xavi, Ibrahimovic, Messi, Keita, Busquets, Pedro, Milito, Toure. Byrjunarlið Inter: Cesar, Zanetti, Lucio, Motta, Eto´o, Sneijder, Maicon, Cambiasso, Milito, Samuel, Pandev. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Í beinni: ÍA - KA | Gulu liðin gera upp málin Íslenski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Í beinni: ÍA - KA | Gulu liðin gera upp málin Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Sjá meira
Það verða Internazionale og FC Bayern sem mætast í úrslitum Meistaradeildar Evrópu þetta árið en leikurinn fer fram á Santiago Bernabeau í Madrid. Inter tapaði 1-0 fyrir Barcelona í kvöld en þar sem liðið vann fyrri leikinn 3-1 þá er Inter komið í úrslit, 3-2 samanlagt. Það var Pique sem skoraði eina mark leiksins sex mínútum fyrir leikslok. Inter var manni færra í 62 mínútur en lifði það af. Vísir var með beina lýsingu frá leiknum og greindi frá helstu atvikum leiksins. Lýsinguna má sjá hér að neðan. Barcelona-Inter 1-0 (2-3 samanlagt) 1-0 Gerard Pique (84.). Rautt spjald: Thiago Motta, Inter (28.) 90.+4 mín: Leik lokið og Inter komið í úrslit.90.+2 mín: Bojan skorar en búið að dæma hendi á Toure. Dramatík.90. mín: Fjórum mínútum bætt við venjulegan leiktíma.88. mín: Líf í Barcelona núna. Xavi og Messi báðir með ágæt skot sem voru varin.86. mín: Eto´o fer af velli fyrir Mariga.84. mín: MARK !!! Ja hérna. Pique fær stungu, snýr sér laglega við í teignum og skorar. Loksins líf í þessum leik og spennandi lokamínútur fram undan.82. mín: DAUÐAFÆRI !!! Messi með sendingu í teiginn og Bojan einn á markteig en á ótrúlegan hátt skallaði hann fram hjá markinu. Mark þarna hefði hleypt lífi í lokamínúturnar.82. mín: Diego Milito fer af velli fyrir Ivan Cordoba.80. mín: Það hefur helst borið til tíðinda síðustu 5 mínúturnar að blaðamaður Vísis stóð upp og fékk sér kaffibolla. Tvöfaldur espresso varð fyrir valinu. Veitir ekki af til að halda sér vakandi.75. mín: Barcelona hefur 15 mínútur til þess að skora tvö mörk. Það er ekkert sem bendir til þess að liðið nái því.67. mín: Sneijder fer af velli hjá Inter. Hann hefur ekki tekið neinn þátt í leiknum frekar en aðrir sóknarmenn Inter.62. mín: Sömu leiðindin í gangi. Tíu leikmenn Inter ráða vel við Börsunga. Zlatan fer af velli fyrir Bojan Krkic og Jeffren kemur inn fyrir Busquets. Barca gæti samt líklega komist upp með að hafa aðeins einn varnarmann á vellinum. Svo lítill er sóknaráhugi Inter.54. mín: Leikurinn sem fyrr mikil skák og í raun hrútleiðinlegur. Barca er ekki að fá færi þó svo liðið sé manni fleira.46. mín: Barcelona gerir eina breytingu. Maxwell kemur inn fyrir Milito enda hefur Barca ekkert að gera með fjóra varnarmenn inn á vellinum.Hálfleikur: Markalaust í leikhléi. Barca stýrt ferðinni en Inter varist vel. Það verður eitthvað undan að láta í síðari hálfleik. Barca hefur ekki fengið eitt einasta almennilegt færi í hálfleiknum. Liðið þarf að skora tvö mörk í síðari hálfleik og halda hreinu til þess að komast í úrslitaleikinn.36. mín: Inter reynir að lifa af án þess að fá á sig mark fyrir hlé. Barcelona hefur verið með boltann 75 prósent af leiktímanum. Það segir sína sögu.28. mín: Inter missir mann af velli. Motta ýtir frá í Busquets sem fellur með miklum tilþrifum. Dómarinn fellur í gildruna og gefur Motta rauða spjaldið. Rúmur klukkutíma eftir og Inter manni færri. Nú verður þetta áhugavert.24. mín: Barca gengur aðeins betur að opna vörnina en betur má ef duga skal. Inter hefur ekki áhuga á að hafa boltann, eingöngu á að verjast.16. mín: Það var helst að draga til tíðinda að Inter komst yfir miðju. Það sem skiptir máli fyrir þá er samt að Barca hefur ekki enn skorað.10. mín: Thiago Motta hjá Inter fær fyrsta gula spjaldið í leiknum. Hann var ekki á hættusvæði og spjaldið sendi hann því ekki í bann.6. mín: Varnarleikur Inter er afar þéttur og mjög skipulagður. Barca ekki enn gengið að opna vörnina. Það verður þolinmæðisverk fyrir Evrópumeistarana.2. mín: Barca byrjar að sækja og Inter liggur aftarlega líkt og búist var við. Gríðarleg stemning á vellinum. Byrjunarlið Barcelona: Valdes, Alves, Pique, Xavi, Ibrahimovic, Messi, Keita, Busquets, Pedro, Milito, Toure. Byrjunarlið Inter: Cesar, Zanetti, Lucio, Motta, Eto´o, Sneijder, Maicon, Cambiasso, Milito, Samuel, Pandev.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Í beinni: ÍA - KA | Gulu liðin gera upp málin Íslenski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Í beinni: ÍA - KA | Gulu liðin gera upp málin Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Sjá meira