Umfjöllun: Góð barátta Fjölnis dugði ekki gegn KR Kristinn Páll Teitsson skrifar 23. júní 2010 22:53 Björgólfur Takefusa og Hrafn Davíðsson. Mynd/Valli KR komst í kvöld áfram í fjórðungsúrslit VISA-bikarkeppni karla eftir 2-1 sigur á 1. deildarliðs Fjölnis í Grafarvoginum. Þessi lið áttust við í úrslitum bikarkeppninnar árið 2008 þar sem KR fór með sigur af hólmi, 1-0. Aðstæður voru frábærar í Grafarvoginum - sólin skein og blankalogn. Fyrri hálfleikurinn var hinsvegar ekki í takt við veðurfarið, lítið var um færi og liði afar varnarsinnuð. KR var mjög mikið með boltann en Fjölnismenn lágu aftur og beittu hættulegum skyndisóknum með hröðum framherjum sínum. Seinni hálfleikur bauð þó upp á meira fjör, snemma hálfleiks komust Fjölnismenn yfir þegar Aron Jóhannsson stal boltanum af varnarmönnum KR og lagði boltann fyrir Pétur Georg Markan sem þrumaði boltanum í þaknetið. KR-ingar lögðust í sókn eftir þetta og uppskáru mark á 61. mínútu þegar Baldur Sigurðsson skallaði góða fyrirgjöf Skúla Jóns Friðgeirssonar í netið. KR héldu áfram að pressa og Fjölnir beitti skyndisóknum. Það var svo KR sem skoraði næsta mark sem reyndist vera sigurmarkið. Óskar Örn Hauksson lék inn í teig þar sem hann var felldur og steig Björgólfur Takefusa á punktinn og skoraði örugglega framhjá Hrafni í marki Fjölnis. Fjölnismenn reyndu að bæta í sóknina eftir þetta og fékk Geir Kristinsson mjög gott færi á 78. mínútu en hann átti hörkuskalla úr horni sem Lars Ivar Moldsked varði glæsilega. KR fengu einnig nokkur færi en engin fleiri mörk litu dagsins ljós .Fjölnir - KR 1-2 0-1 Pétur Georg Markan (50.) 1-1 Baldur Sigurðsson (61.) 1-2 Björgólfur Takefusa (75.) Áhorfendur: 887 Dómari: Valgeir Valgeirsson.Skot (á mark): 5-15 (3-7)Varin skot: Hrafn 6 - Moldsked 2Horn: 2-14Aukaspyrnur fengnar: 13-9Rangstöður: 0-4Fjölnir (4-3-3): Hrafn Davíðsson Einar Markús Einarsson (80. Styrmir Árnason) Stanislav Vidakovic Gunnar Valur Gunnarsson Illugi Þór Gunnarsson Ottó Marínó Ingason Geir Kristinsson Kristinn Freyr Sigurðsson (73. Ágúst Þór Ágústsson) Pétur Georg Markan Aron Jóhannsson Guðmundur Karl GuðmundssonKR (4-5-1): Lars Ivar Moldsked Guðmundur Reynir Gunnarsson Mark Rutgers Grétar Sigfinnur Sigurðsson Skúli Jón Friðgeirsson Jordao Diogo (46. Gunnar Örn Jónsson) Baldur Sigurðsson Bjarni Guðjónsson Viktor Bjarki Arnarsson (60. Kjartan Henry Finnbogason) Óskar Örn Hauksson (85. Gunnar Kristjánsson) Björgólfur Takefusa Íslenski boltinn Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Sjá meira
KR komst í kvöld áfram í fjórðungsúrslit VISA-bikarkeppni karla eftir 2-1 sigur á 1. deildarliðs Fjölnis í Grafarvoginum. Þessi lið áttust við í úrslitum bikarkeppninnar árið 2008 þar sem KR fór með sigur af hólmi, 1-0. Aðstæður voru frábærar í Grafarvoginum - sólin skein og blankalogn. Fyrri hálfleikurinn var hinsvegar ekki í takt við veðurfarið, lítið var um færi og liði afar varnarsinnuð. KR var mjög mikið með boltann en Fjölnismenn lágu aftur og beittu hættulegum skyndisóknum með hröðum framherjum sínum. Seinni hálfleikur bauð þó upp á meira fjör, snemma hálfleiks komust Fjölnismenn yfir þegar Aron Jóhannsson stal boltanum af varnarmönnum KR og lagði boltann fyrir Pétur Georg Markan sem þrumaði boltanum í þaknetið. KR-ingar lögðust í sókn eftir þetta og uppskáru mark á 61. mínútu þegar Baldur Sigurðsson skallaði góða fyrirgjöf Skúla Jóns Friðgeirssonar í netið. KR héldu áfram að pressa og Fjölnir beitti skyndisóknum. Það var svo KR sem skoraði næsta mark sem reyndist vera sigurmarkið. Óskar Örn Hauksson lék inn í teig þar sem hann var felldur og steig Björgólfur Takefusa á punktinn og skoraði örugglega framhjá Hrafni í marki Fjölnis. Fjölnismenn reyndu að bæta í sóknina eftir þetta og fékk Geir Kristinsson mjög gott færi á 78. mínútu en hann átti hörkuskalla úr horni sem Lars Ivar Moldsked varði glæsilega. KR fengu einnig nokkur færi en engin fleiri mörk litu dagsins ljós .Fjölnir - KR 1-2 0-1 Pétur Georg Markan (50.) 1-1 Baldur Sigurðsson (61.) 1-2 Björgólfur Takefusa (75.) Áhorfendur: 887 Dómari: Valgeir Valgeirsson.Skot (á mark): 5-15 (3-7)Varin skot: Hrafn 6 - Moldsked 2Horn: 2-14Aukaspyrnur fengnar: 13-9Rangstöður: 0-4Fjölnir (4-3-3): Hrafn Davíðsson Einar Markús Einarsson (80. Styrmir Árnason) Stanislav Vidakovic Gunnar Valur Gunnarsson Illugi Þór Gunnarsson Ottó Marínó Ingason Geir Kristinsson Kristinn Freyr Sigurðsson (73. Ágúst Þór Ágústsson) Pétur Georg Markan Aron Jóhannsson Guðmundur Karl GuðmundssonKR (4-5-1): Lars Ivar Moldsked Guðmundur Reynir Gunnarsson Mark Rutgers Grétar Sigfinnur Sigurðsson Skúli Jón Friðgeirsson Jordao Diogo (46. Gunnar Örn Jónsson) Baldur Sigurðsson Bjarni Guðjónsson Viktor Bjarki Arnarsson (60. Kjartan Henry Finnbogason) Óskar Örn Hauksson (85. Gunnar Kristjánsson) Björgólfur Takefusa
Íslenski boltinn Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Sjá meira