Innlent

Færri lundar sinna eggjunum sínum

Sandsíli eru mjög mikilvæg fæða fyrir lunda.
Sandsíli eru mjög mikilvæg fæða fyrir lunda.
Í ár hafa fleiri lundar en áður hætt að sinna eggjum sínum vegna fæðuskorts. Þetta segir Erpur Snær Hansen, sviðsstjóri vistfræðirannsókna hjá Náttúrustofu Suðurlands. Lunda­pysjur eru mjög háðar sandsílaseiðum fyrstu vikurnar. Hafrannsóknastofnunin hefur nýlega lokið mælingum á sandsílastofninum.

„Meginniðurstaðan er sú að nýliðun í sandsílastofninum síðustu tveggja ára er ekki að skila sér í nægilega miklum mæli til að halda við stofninum,“ segir Valur Bogason, hjá Hafrannsóknastofnun í Vestmannaeyjum. Hann var leiðangursstjóri í sandsílaleiðangri sem lauk á fimmtudag.

Farið hefur verið í sandsílaleiðangur til að skoða breytingar í stofnstærð síla og afla upplýsinga um styrk árganga hjá sandsílum síðustu fimm ár. Fjórir staðir hafa verið skoðaðir; Breiðafjörður, Faxaflói, Vestmannaeyjar og við Vík og Ingólfshöfða. „Ástand sandsílastofnsins er skást í Faxaflóanum.“

Sandsíli eru mikilvæg fæða sjófugla, fiska og hvala. Sandsílastofninn nú er að uppistöðu til frá árinu 2007 og hefur sá árgangur verið ríkjandi síðustu þrjú árin að sögn Vals. Hann segir til dæmis lundapysjur háðar sandsílaseiðum fyrstu vikurnar. - mmf



Fleiri fréttir

Sjá meira


×