Ítalska liðið Fiorentina hefur orðið fyrir miklu áfalli en ljóst er að miðjumaðurinn Stevan Jovetic leikur ekki næstu sex mánuði vegna slæmra meiðsla í hné.
Sinisa Mihajlovic, þjálfari Fiorentina, ætlaði að byggja lið sitt kringum Svartfellinginn sem vakti mikla athygli í Meistaradeildinni síðasta tímabil.
Jovetic er aðeins tvítugur að aldri en hann skoraði ellefu mörk síðasta vetur.