Inter í úrslit Meistaradeildarinnar Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. apríl 2010 16:46 Það er fast tekist á eins og sjá má. Lucio rífur hér treyju Zlatans. Það verða Internazionale og FC Bayern sem mætast í úrslitum Meistaradeildar Evrópu þetta árið en leikurinn fer fram á Santiago Bernabeau í Madrid. Inter tapaði 1-0 fyrir Barcelona í kvöld en þar sem liðið vann fyrri leikinn 3-1 þá er Inter komið í úrslit, 3-2 samanlagt. Það var Pique sem skoraði eina mark leiksins sex mínútum fyrir leikslok. Inter var manni færra í 62 mínútur en lifði það af. Vísir var með beina lýsingu frá leiknum og greindi frá helstu atvikum leiksins. Lýsinguna má sjá hér að neðan. Barcelona-Inter 1-0 (2-3 samanlagt) 1-0 Gerard Pique (84.). Rautt spjald: Thiago Motta, Inter (28.) 90.+4 mín: Leik lokið og Inter komið í úrslit.90.+2 mín: Bojan skorar en búið að dæma hendi á Toure. Dramatík.90. mín: Fjórum mínútum bætt við venjulegan leiktíma.88. mín: Líf í Barcelona núna. Xavi og Messi báðir með ágæt skot sem voru varin.86. mín: Eto´o fer af velli fyrir Mariga.84. mín: MARK !!! Ja hérna. Pique fær stungu, snýr sér laglega við í teignum og skorar. Loksins líf í þessum leik og spennandi lokamínútur fram undan.82. mín: DAUÐAFÆRI !!! Messi með sendingu í teiginn og Bojan einn á markteig en á ótrúlegan hátt skallaði hann fram hjá markinu. Mark þarna hefði hleypt lífi í lokamínúturnar.82. mín: Diego Milito fer af velli fyrir Ivan Cordoba.80. mín: Það hefur helst borið til tíðinda síðustu 5 mínúturnar að blaðamaður Vísis stóð upp og fékk sér kaffibolla. Tvöfaldur espresso varð fyrir valinu. Veitir ekki af til að halda sér vakandi.75. mín: Barcelona hefur 15 mínútur til þess að skora tvö mörk. Það er ekkert sem bendir til þess að liðið nái því.67. mín: Sneijder fer af velli hjá Inter. Hann hefur ekki tekið neinn þátt í leiknum frekar en aðrir sóknarmenn Inter.62. mín: Sömu leiðindin í gangi. Tíu leikmenn Inter ráða vel við Börsunga. Zlatan fer af velli fyrir Bojan Krkic og Jeffren kemur inn fyrir Busquets. Barca gæti samt líklega komist upp með að hafa aðeins einn varnarmann á vellinum. Svo lítill er sóknaráhugi Inter.54. mín: Leikurinn sem fyrr mikil skák og í raun hrútleiðinlegur. Barca er ekki að fá færi þó svo liðið sé manni fleira.46. mín: Barcelona gerir eina breytingu. Maxwell kemur inn fyrir Milito enda hefur Barca ekkert að gera með fjóra varnarmenn inn á vellinum.Hálfleikur: Markalaust í leikhléi. Barca stýrt ferðinni en Inter varist vel. Það verður eitthvað undan að láta í síðari hálfleik. Barca hefur ekki fengið eitt einasta almennilegt færi í hálfleiknum. Liðið þarf að skora tvö mörk í síðari hálfleik og halda hreinu til þess að komast í úrslitaleikinn.36. mín: Inter reynir að lifa af án þess að fá á sig mark fyrir hlé. Barcelona hefur verið með boltann 75 prósent af leiktímanum. Það segir sína sögu.28. mín: Inter missir mann af velli. Motta ýtir frá í Busquets sem fellur með miklum tilþrifum. Dómarinn fellur í gildruna og gefur Motta rauða spjaldið. Rúmur klukkutíma eftir og Inter manni færri. Nú verður þetta áhugavert.24. mín: Barca gengur aðeins betur að opna vörnina en betur má ef duga skal. Inter hefur ekki áhuga á að hafa boltann, eingöngu á að verjast.16. mín: Það var helst að draga til tíðinda að Inter komst yfir miðju. Það sem skiptir máli fyrir þá er samt að Barca hefur ekki enn skorað.10. mín: Thiago Motta hjá Inter fær fyrsta gula spjaldið í leiknum. Hann var ekki á hættusvæði og spjaldið sendi hann því ekki í bann.6. mín: Varnarleikur Inter er afar þéttur og mjög skipulagður. Barca ekki enn gengið að opna vörnina. Það verður þolinmæðisverk fyrir Evrópumeistarana.2. mín: Barca byrjar að sækja og Inter liggur aftarlega líkt og búist var við. Gríðarleg stemning á vellinum. Byrjunarlið Barcelona: Valdes, Alves, Pique, Xavi, Ibrahimovic, Messi, Keita, Busquets, Pedro, Milito, Toure. Byrjunarlið Inter: Cesar, Zanetti, Lucio, Motta, Eto´o, Sneijder, Maicon, Cambiasso, Milito, Samuel, Pandev. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Körfubolti Í beinni: Ísland - Færeyjar | Leiðin á EM hefst Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Fleiri fréttir Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Í beinni: Tindastóll - Fram | Mikilvægur fallslagur á Króknum Í beinni: Víkingur - Valur | Valskonur geta unnið fjórða leikinn í röð Í beinni: Ísland - Færeyjar | Leiðin á EM hefst Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Sjá meira
Það verða Internazionale og FC Bayern sem mætast í úrslitum Meistaradeildar Evrópu þetta árið en leikurinn fer fram á Santiago Bernabeau í Madrid. Inter tapaði 1-0 fyrir Barcelona í kvöld en þar sem liðið vann fyrri leikinn 3-1 þá er Inter komið í úrslit, 3-2 samanlagt. Það var Pique sem skoraði eina mark leiksins sex mínútum fyrir leikslok. Inter var manni færra í 62 mínútur en lifði það af. Vísir var með beina lýsingu frá leiknum og greindi frá helstu atvikum leiksins. Lýsinguna má sjá hér að neðan. Barcelona-Inter 1-0 (2-3 samanlagt) 1-0 Gerard Pique (84.). Rautt spjald: Thiago Motta, Inter (28.) 90.+4 mín: Leik lokið og Inter komið í úrslit.90.+2 mín: Bojan skorar en búið að dæma hendi á Toure. Dramatík.90. mín: Fjórum mínútum bætt við venjulegan leiktíma.88. mín: Líf í Barcelona núna. Xavi og Messi báðir með ágæt skot sem voru varin.86. mín: Eto´o fer af velli fyrir Mariga.84. mín: MARK !!! Ja hérna. Pique fær stungu, snýr sér laglega við í teignum og skorar. Loksins líf í þessum leik og spennandi lokamínútur fram undan.82. mín: DAUÐAFÆRI !!! Messi með sendingu í teiginn og Bojan einn á markteig en á ótrúlegan hátt skallaði hann fram hjá markinu. Mark þarna hefði hleypt lífi í lokamínúturnar.82. mín: Diego Milito fer af velli fyrir Ivan Cordoba.80. mín: Það hefur helst borið til tíðinda síðustu 5 mínúturnar að blaðamaður Vísis stóð upp og fékk sér kaffibolla. Tvöfaldur espresso varð fyrir valinu. Veitir ekki af til að halda sér vakandi.75. mín: Barcelona hefur 15 mínútur til þess að skora tvö mörk. Það er ekkert sem bendir til þess að liðið nái því.67. mín: Sneijder fer af velli hjá Inter. Hann hefur ekki tekið neinn þátt í leiknum frekar en aðrir sóknarmenn Inter.62. mín: Sömu leiðindin í gangi. Tíu leikmenn Inter ráða vel við Börsunga. Zlatan fer af velli fyrir Bojan Krkic og Jeffren kemur inn fyrir Busquets. Barca gæti samt líklega komist upp með að hafa aðeins einn varnarmann á vellinum. Svo lítill er sóknaráhugi Inter.54. mín: Leikurinn sem fyrr mikil skák og í raun hrútleiðinlegur. Barca er ekki að fá færi þó svo liðið sé manni fleira.46. mín: Barcelona gerir eina breytingu. Maxwell kemur inn fyrir Milito enda hefur Barca ekkert að gera með fjóra varnarmenn inn á vellinum.Hálfleikur: Markalaust í leikhléi. Barca stýrt ferðinni en Inter varist vel. Það verður eitthvað undan að láta í síðari hálfleik. Barca hefur ekki fengið eitt einasta almennilegt færi í hálfleiknum. Liðið þarf að skora tvö mörk í síðari hálfleik og halda hreinu til þess að komast í úrslitaleikinn.36. mín: Inter reynir að lifa af án þess að fá á sig mark fyrir hlé. Barcelona hefur verið með boltann 75 prósent af leiktímanum. Það segir sína sögu.28. mín: Inter missir mann af velli. Motta ýtir frá í Busquets sem fellur með miklum tilþrifum. Dómarinn fellur í gildruna og gefur Motta rauða spjaldið. Rúmur klukkutíma eftir og Inter manni færri. Nú verður þetta áhugavert.24. mín: Barca gengur aðeins betur að opna vörnina en betur má ef duga skal. Inter hefur ekki áhuga á að hafa boltann, eingöngu á að verjast.16. mín: Það var helst að draga til tíðinda að Inter komst yfir miðju. Það sem skiptir máli fyrir þá er samt að Barca hefur ekki enn skorað.10. mín: Thiago Motta hjá Inter fær fyrsta gula spjaldið í leiknum. Hann var ekki á hættusvæði og spjaldið sendi hann því ekki í bann.6. mín: Varnarleikur Inter er afar þéttur og mjög skipulagður. Barca ekki enn gengið að opna vörnina. Það verður þolinmæðisverk fyrir Evrópumeistarana.2. mín: Barca byrjar að sækja og Inter liggur aftarlega líkt og búist var við. Gríðarleg stemning á vellinum. Byrjunarlið Barcelona: Valdes, Alves, Pique, Xavi, Ibrahimovic, Messi, Keita, Busquets, Pedro, Milito, Toure. Byrjunarlið Inter: Cesar, Zanetti, Lucio, Motta, Eto´o, Sneijder, Maicon, Cambiasso, Milito, Samuel, Pandev.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Körfubolti Í beinni: Ísland - Færeyjar | Leiðin á EM hefst Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Fleiri fréttir Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Í beinni: Tindastóll - Fram | Mikilvægur fallslagur á Króknum Í beinni: Víkingur - Valur | Valskonur geta unnið fjórða leikinn í röð Í beinni: Ísland - Færeyjar | Leiðin á EM hefst Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Sjá meira