Kári Ársælsson: Við þurfum að fara að sýna okkar rétta andlit Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. maí 2010 22:52 Kári Ársælsson, fyrirliði Blika, verst hér Keflvíkingnum Herði Sveinssyni. Mynd/Valli Breiðablik var að sætta sig við 1-0 tap á heimavelli á móti Keflavík í kvöld. Blikarnir náðu aldrei sínum takti í leiknum á móti skynsömum og skipulögðum Keflvíkingum. „Þetta var ekki óskabyrjun. Það var fátt um fína drætti í þessum leik og markið sem við fáum á okkur var klaufalegt. Svona er bara boltinn og nú er bara að hugsa um næsta leik á sunnudaginn," sagði Kári Ársælsson, fyrirliði Blika eftir leikinn. Síðustu sendingarnar gengu lítið upp hjá Blikum í þessum leik. „Menn voru kannski ekki orðnir vanir blautu grasi eftir að við erum búnir að æfa á skrautþurru gervigrasi í allan vetur. Það á samt ekki að skipta máli því menn hafa spilað alla sína tíð á grasi. Þetta gekk ekki upp hjá okkur í dag hvorki varnarlega né sóknarlega," sagði Kári. „Við fengum fínt færi þegar Haukur fékk skallafæri í seinni hálfleik og hefðum með smá heppni geta sett mark á þá þar. Ef við hefðum náð að setja mark á þá þá hefðum við breytt leiknum. Þeir voru skipulagðir, agaðir og spiluðu vel á því sem þeir höfðu sem var þessi forusta," sagði Kári. „Okkur er spáð betra gengi en undanfarið og með því kemur aðeins meiri pressa. Við tökum því bara jákvætt því það er ekkert nema jákvætt að okkur sé spáð góðu gengi. Það er bara okkar að standa undir því og sanna okkur. Það eru allir tilbúnir í að gera það og það er verðugt verkefni," sagði Kári. „Við þurfum að fara að sýna okkar rétta andlit en þetta er fyrsti leikur og næsti leikur er á sunnudaginn og þá ætlum við að vinna," sagði Kári en sá leikur er á móti Fram Tapið í kvöld var þriðja nauma tapið hjá Blikum á rúmri viku og Kári grínaðist með það að hann þyrfti kannski að fara að skipta um fyrirliðabandið. „Þrjú töp hjá okkur í röð og ég er búinn að vera með þetta fyrirliðaband allan tímann Ég ætla að fara að skipta um band núna," sagði Kári í léttum tón „Ég held að það sé eitthvað smá sálrænt í gangi hjá okkur, við þurfum bara að kveikja aðeins í þessu hjá okkur. Þetta kemur þegar við dettum í gírinn og þá verðum við ógnvænlegir," sagði Kári að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn „Það var engin taktík“ Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Sjá meira
Breiðablik var að sætta sig við 1-0 tap á heimavelli á móti Keflavík í kvöld. Blikarnir náðu aldrei sínum takti í leiknum á móti skynsömum og skipulögðum Keflvíkingum. „Þetta var ekki óskabyrjun. Það var fátt um fína drætti í þessum leik og markið sem við fáum á okkur var klaufalegt. Svona er bara boltinn og nú er bara að hugsa um næsta leik á sunnudaginn," sagði Kári Ársælsson, fyrirliði Blika eftir leikinn. Síðustu sendingarnar gengu lítið upp hjá Blikum í þessum leik. „Menn voru kannski ekki orðnir vanir blautu grasi eftir að við erum búnir að æfa á skrautþurru gervigrasi í allan vetur. Það á samt ekki að skipta máli því menn hafa spilað alla sína tíð á grasi. Þetta gekk ekki upp hjá okkur í dag hvorki varnarlega né sóknarlega," sagði Kári. „Við fengum fínt færi þegar Haukur fékk skallafæri í seinni hálfleik og hefðum með smá heppni geta sett mark á þá þar. Ef við hefðum náð að setja mark á þá þá hefðum við breytt leiknum. Þeir voru skipulagðir, agaðir og spiluðu vel á því sem þeir höfðu sem var þessi forusta," sagði Kári. „Okkur er spáð betra gengi en undanfarið og með því kemur aðeins meiri pressa. Við tökum því bara jákvætt því það er ekkert nema jákvætt að okkur sé spáð góðu gengi. Það er bara okkar að standa undir því og sanna okkur. Það eru allir tilbúnir í að gera það og það er verðugt verkefni," sagði Kári. „Við þurfum að fara að sýna okkar rétta andlit en þetta er fyrsti leikur og næsti leikur er á sunnudaginn og þá ætlum við að vinna," sagði Kári en sá leikur er á móti Fram Tapið í kvöld var þriðja nauma tapið hjá Blikum á rúmri viku og Kári grínaðist með það að hann þyrfti kannski að fara að skipta um fyrirliðabandið. „Þrjú töp hjá okkur í röð og ég er búinn að vera með þetta fyrirliðaband allan tímann Ég ætla að fara að skipta um band núna," sagði Kári í léttum tón „Ég held að það sé eitthvað smá sálrænt í gangi hjá okkur, við þurfum bara að kveikja aðeins í þessu hjá okkur. Þetta kemur þegar við dettum í gírinn og þá verðum við ógnvænlegir," sagði Kári að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn „Það var engin taktík“ Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Sjá meira