Umboðsmaður Hollendingsins Marco Van Basten segir ekkert hæft í þeim sögusögnum að Juventus sé að reyna að ráða Van Basten í starf þjálfara félagsins.
Ítalska pressan fjallar um lítið annað þessa dagana en hver muni taka við af Ferrara þó svo ekki sé búið að reka hann og þjálfarinn hafi stuðning stjórnar félagsins.
Umboðsmaðurinn segir Van Basten þó vera opinn fyrir nýjum tækifærum og vildi ekki útiloka að hann myndi þjálfa á Ítalíu.