Götusmiðjunni lokað - átta ungmenni send heim 25. júní 2010 22:32 Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu. Mynd/Valgarður Gíslason Meðferðarheimilinu Götusmiðjunni hefur verið lokað og voru allir skjólstæðingar heimilisins sendir heim í kvöld að kröfu barnaverndaryfirvalda. „Undirrótin er fyrst og fremst stjórnunarvandi á staðnum og þegar vandinn var farinn að bitna á meðferðinni og skaða börnin fannst okkur ekki annað hægt en að grípa til þessara aðgerða," segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu. Aðstandendur skjólstæðinga meðferðarheimilisins hafa haft samband við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis í kvöld og lýst yfir áhyggjum af málinu. Á vef RÚV segir að ákvörðun um að loka Götusmiðjunni hafi verið tekin vegna gruns um að forstöðumaður heimilisins, Guðmundur Týr Þórarinsson oftast kallaður Mummi, hafi hótað vistmönnum á heimilinu limlestingum. Þetta vildi Bragi ekki staðfesta í samtali við fréttastofu. „Það voru ákveðin samskipti forstöðumannsins við unglinganna sem fóru yfir öll velsæmismörk að okkar mati og það var kornið sem fyllti mælinn." Bragi segir að málið hafi átt sér langan aðdraganda. Tekin hafi verið ákvörðun fyrir nokkru síðan að vista ekki fleiri ungmenni á meðferðarheimilinu. Í dag hafi sérfræðingur frá Barnaverndarstofu, óháður eftirlitsmaður með meðferðarheimilum á vegum Barnaverndarstofu og fulltrúar frá barnaverndarnefndum Reykjavíkur og Kópavogs heimsótt Götusmiðjuna og rætt við starfsfólk og átta ungmenni sem voru á staðnum. Í framhaldinu hafi verið tekin ákvörðun um að loka heimilinu og senda skjólstæðinganna átta heim. Aðspurður hvað verði um ungmennin segir Bragi að fjögur þeirra hafi verið komin langt í meðferðum sínum. Þeim verði haldið áfram. „Hinum fjórum verða fundin viðeigandi úrræði. Þau fá áframhaldandi þjónustu." Götusmiðjan er sérhæft meðferðarheimili fyrir ungt fólk á aldrinum 15-20 ára í Brúarholti í Grímsnes- og Grafningshreppi. Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Sjá meira
Meðferðarheimilinu Götusmiðjunni hefur verið lokað og voru allir skjólstæðingar heimilisins sendir heim í kvöld að kröfu barnaverndaryfirvalda. „Undirrótin er fyrst og fremst stjórnunarvandi á staðnum og þegar vandinn var farinn að bitna á meðferðinni og skaða börnin fannst okkur ekki annað hægt en að grípa til þessara aðgerða," segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu. Aðstandendur skjólstæðinga meðferðarheimilisins hafa haft samband við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis í kvöld og lýst yfir áhyggjum af málinu. Á vef RÚV segir að ákvörðun um að loka Götusmiðjunni hafi verið tekin vegna gruns um að forstöðumaður heimilisins, Guðmundur Týr Þórarinsson oftast kallaður Mummi, hafi hótað vistmönnum á heimilinu limlestingum. Þetta vildi Bragi ekki staðfesta í samtali við fréttastofu. „Það voru ákveðin samskipti forstöðumannsins við unglinganna sem fóru yfir öll velsæmismörk að okkar mati og það var kornið sem fyllti mælinn." Bragi segir að málið hafi átt sér langan aðdraganda. Tekin hafi verið ákvörðun fyrir nokkru síðan að vista ekki fleiri ungmenni á meðferðarheimilinu. Í dag hafi sérfræðingur frá Barnaverndarstofu, óháður eftirlitsmaður með meðferðarheimilum á vegum Barnaverndarstofu og fulltrúar frá barnaverndarnefndum Reykjavíkur og Kópavogs heimsótt Götusmiðjuna og rætt við starfsfólk og átta ungmenni sem voru á staðnum. Í framhaldinu hafi verið tekin ákvörðun um að loka heimilinu og senda skjólstæðinganna átta heim. Aðspurður hvað verði um ungmennin segir Bragi að fjögur þeirra hafi verið komin langt í meðferðum sínum. Þeim verði haldið áfram. „Hinum fjórum verða fundin viðeigandi úrræði. Þau fá áframhaldandi þjónustu." Götusmiðjan er sérhæft meðferðarheimili fyrir ungt fólk á aldrinum 15-20 ára í Brúarholti í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Sjá meira