Fylgismenn Samfylkingar klofnir í afstöðu til ákæra 24. september 2010 06:30 Tæplega helmingur stuðningsmanna Samfylkingarinnar vill að einhver af ráðherrunum í ríkisstjórninni sem sat í hruninu verði ákærður. Meirihluti Vinstri grænna og Framsóknarflokks vill ákæra ráðherrana. Stuðningsmenn Samfylkingarinnar eru klofnir í afstöðu sinni til þess hvort draga eigi einhverja af þeim ráðherrum sem sátu í hruninu fyrir landsdóm. Meirihluti stuðningsmanna Vinstri grænna og Framsóknarflokks vill ákæra ráðherrana, en stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins eru því almennt andstæðir. Meirihluti landsmanna vill að einhverjir af þeim ráðherrum sem sátu í ríkisstjórn Geirs H. Haarde í hruninu verði sóttir til saka fyrir landsdómi. Þetta er niðurstaða skoðanakönnunar Fréttablaðsins sem gerð var í gærkvöldi. Alls sögðust 61,2 prósent vilja að einhverjir ráðherrar verði ákærðir fyrir landsdómi. Um 38,8 prósent vildu ekki að neinn af ráðherrunum yrði ákærður. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar vilja 45,8 prósent þeirra sem sögðust myndu styðja Samfylkinguna að einhver ráðherranna verði ákærður, en 54,2 prósent sögðust ekki vilja ákæra ráðherrana. Meðal stuðningsmanna Vinstri grænna var eindreginn stuðningur við ákærurnar. Alls vilja 80,3 prósent þeirra sem tóku afstöðu ákæra, en 19,7 prósent eru því mótfallin. Aðeins 25,4 prósent þeirra sem sögðust myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn yrði gengið til kosninga nú vilja að ráðherrar verði dregnir fyrir landsdóm. Mikill meirihluti, 74,6 prósent, er því andvígur. Um 65 prósent stuðningsmanna Framsóknarflokksins sögðust vilja ákæra einhvern af ráðherrunum, en 35 prósent voru því andvíg. Ekki reyndist tölfræðilega marktækt að reikna afstöðu stuðningsmanna Hreyfingarinnar eða Borgarahreyfingarinnar. Þingmannanefnd sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis náði ekki samkomulagi um hvort kæra ætti fyrrum ráðherrana. Þingmenn Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Hreyfingarinnar voru sammála um að ákæra ætti fjóra fyrrum ráðherra, þau Geir H. Haarde, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, Árna M. Mathiesen og Björgvin G. Sigurðsson. Þingmenn Samfylkingarinnar í þingmannanefndinni vildu ákæra þrjá ráðherra, Geir, Ingibjörgu og Árna. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins í nefndinni vildu ekki ákæra ráðherrana. Hringt var í 800 manns fimmtudaginn 23. september. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Á að ákæra fyrir landsdómi einhvern af ráðherrunum í ríkisstjórn Geirs H. Haarde sem sat í hruninu? Alls tóku 79,4 prósent afstöðu til spurningarinnar. brjann@frettabladid.is Landsdómur Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Sjá meira
Stuðningsmenn Samfylkingarinnar eru klofnir í afstöðu sinni til þess hvort draga eigi einhverja af þeim ráðherrum sem sátu í hruninu fyrir landsdóm. Meirihluti stuðningsmanna Vinstri grænna og Framsóknarflokks vill ákæra ráðherrana, en stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins eru því almennt andstæðir. Meirihluti landsmanna vill að einhverjir af þeim ráðherrum sem sátu í ríkisstjórn Geirs H. Haarde í hruninu verði sóttir til saka fyrir landsdómi. Þetta er niðurstaða skoðanakönnunar Fréttablaðsins sem gerð var í gærkvöldi. Alls sögðust 61,2 prósent vilja að einhverjir ráðherrar verði ákærðir fyrir landsdómi. Um 38,8 prósent vildu ekki að neinn af ráðherrunum yrði ákærður. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar vilja 45,8 prósent þeirra sem sögðust myndu styðja Samfylkinguna að einhver ráðherranna verði ákærður, en 54,2 prósent sögðust ekki vilja ákæra ráðherrana. Meðal stuðningsmanna Vinstri grænna var eindreginn stuðningur við ákærurnar. Alls vilja 80,3 prósent þeirra sem tóku afstöðu ákæra, en 19,7 prósent eru því mótfallin. Aðeins 25,4 prósent þeirra sem sögðust myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn yrði gengið til kosninga nú vilja að ráðherrar verði dregnir fyrir landsdóm. Mikill meirihluti, 74,6 prósent, er því andvígur. Um 65 prósent stuðningsmanna Framsóknarflokksins sögðust vilja ákæra einhvern af ráðherrunum, en 35 prósent voru því andvíg. Ekki reyndist tölfræðilega marktækt að reikna afstöðu stuðningsmanna Hreyfingarinnar eða Borgarahreyfingarinnar. Þingmannanefnd sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis náði ekki samkomulagi um hvort kæra ætti fyrrum ráðherrana. Þingmenn Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Hreyfingarinnar voru sammála um að ákæra ætti fjóra fyrrum ráðherra, þau Geir H. Haarde, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, Árna M. Mathiesen og Björgvin G. Sigurðsson. Þingmenn Samfylkingarinnar í þingmannanefndinni vildu ákæra þrjá ráðherra, Geir, Ingibjörgu og Árna. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins í nefndinni vildu ekki ákæra ráðherrana. Hringt var í 800 manns fimmtudaginn 23. september. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Á að ákæra fyrir landsdómi einhvern af ráðherrunum í ríkisstjórn Geirs H. Haarde sem sat í hruninu? Alls tóku 79,4 prósent afstöðu til spurningarinnar. brjann@frettabladid.is
Landsdómur Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Sjá meira