Móðurbróðir kraftaverkabarnsins: Framtíð Daníels er björt Breki Logason skrifar 22. október 2010 18:40 Móðurbróðir drengsins sem lifði af hörmulegt bílslys í Tyrklandi á miðvikudag segir ekki væsa um drenginn og framtíð hans sé björt. Hann fékk drenginn afhentan í gærkvöldi en tyrkneskir fjölmiðlar hafa sýnt málinu mikinn áhuga, og meðal annars setið um hótel fjölskyldunnar. Drengurinn sem heitir Daníel Ernir Jóhannsson er rúmlega sex mánaða gamall. Foreldrar hans létust bæði í bílslysi á miðvikudag, þegar þau lentu framan á sendibíl sem kom akandi úr gagnstæðri átt. Daníel var fyrst um sinn á sjúkrahúsi í bænum Mugla en ræðismaður Íslands og kona hans tóku við honum eftir það. Í gærkvöldi komu síðan móðurbróðir drengsins, Gunnar Tryggvason, kona hans og föðurafi og amma til landsins og fengu hann afhentan. Í samtali við fréttastofu segir Gunnar það hafa verið ánægjulega stund, og greinilegt á öllu að vel hafi verið hugsað um Daníel litla. Hann vildi sérstaklega koma á framfæri þökkum til Utanríkisráðuneytisins og ræðismannshjónanna sem hann sagði hafa hjálpað fjölskyldunni mikið. Gunnar segir Daníel litla hafa vakið mikla athygli úti, en fjölmargir miðlar hafa fjallað um drenginn sem hefur verið nefndur kraftaverkabarnið. Í morgun svöruðu þau meðal annars spurningum fréttamanna sem voru mjög áhugasamir um framtíð drengsins. Gunnar segir fjölmiðla hafa fylgt fjölskyldunni hvert fótmál og meðal annars setið um hótel þeirra. Hann segir enga ákvörðun hafa verið tekna um framtíð Daníels litla. Hann eigi stórar fjölskyldur í báðar ættir, það muni ekki væsa um hann og framtíð hans sé björt. Hann segir fjölskylduna vilja koma heim sem allra fyrst og verið sé að skoða ýmsa möguleika í því. Gunnar á jafnvel von á því að fjölskyldan geti komið með kraftaverkabarnið heim, strax á sunnudag. Tengdar fréttir Tilfinningarík stund þegar kraftaverkabarnið var kvatt Það var tilfinningarík stund á ríkisspítalanum í Mugla í Tyrklandi í gær þegar syni hjónanna Dagbjartar Þóru Tryggvadóttur og Jóhanns Árnasonar var komið í umsjá íslenska konsúlsins í Tyrklandi. 22. október 2010 17:59 Banaslys í Tyrklandi: Drengurinn kominn til aðstandenda Litli drengurinn sem lifði af bílslysið í Tyrklandi í fyrradag er kominn í hendur fjölskyldu sinnar. Foreldrar drengsins létust bæði í slysinu, en málið hefur vakið mikla athygli ytra. 22. október 2010 12:14 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Sjá meira
Móðurbróðir drengsins sem lifði af hörmulegt bílslys í Tyrklandi á miðvikudag segir ekki væsa um drenginn og framtíð hans sé björt. Hann fékk drenginn afhentan í gærkvöldi en tyrkneskir fjölmiðlar hafa sýnt málinu mikinn áhuga, og meðal annars setið um hótel fjölskyldunnar. Drengurinn sem heitir Daníel Ernir Jóhannsson er rúmlega sex mánaða gamall. Foreldrar hans létust bæði í bílslysi á miðvikudag, þegar þau lentu framan á sendibíl sem kom akandi úr gagnstæðri átt. Daníel var fyrst um sinn á sjúkrahúsi í bænum Mugla en ræðismaður Íslands og kona hans tóku við honum eftir það. Í gærkvöldi komu síðan móðurbróðir drengsins, Gunnar Tryggvason, kona hans og föðurafi og amma til landsins og fengu hann afhentan. Í samtali við fréttastofu segir Gunnar það hafa verið ánægjulega stund, og greinilegt á öllu að vel hafi verið hugsað um Daníel litla. Hann vildi sérstaklega koma á framfæri þökkum til Utanríkisráðuneytisins og ræðismannshjónanna sem hann sagði hafa hjálpað fjölskyldunni mikið. Gunnar segir Daníel litla hafa vakið mikla athygli úti, en fjölmargir miðlar hafa fjallað um drenginn sem hefur verið nefndur kraftaverkabarnið. Í morgun svöruðu þau meðal annars spurningum fréttamanna sem voru mjög áhugasamir um framtíð drengsins. Gunnar segir fjölmiðla hafa fylgt fjölskyldunni hvert fótmál og meðal annars setið um hótel þeirra. Hann segir enga ákvörðun hafa verið tekna um framtíð Daníels litla. Hann eigi stórar fjölskyldur í báðar ættir, það muni ekki væsa um hann og framtíð hans sé björt. Hann segir fjölskylduna vilja koma heim sem allra fyrst og verið sé að skoða ýmsa möguleika í því. Gunnar á jafnvel von á því að fjölskyldan geti komið með kraftaverkabarnið heim, strax á sunnudag.
Tengdar fréttir Tilfinningarík stund þegar kraftaverkabarnið var kvatt Það var tilfinningarík stund á ríkisspítalanum í Mugla í Tyrklandi í gær þegar syni hjónanna Dagbjartar Þóru Tryggvadóttur og Jóhanns Árnasonar var komið í umsjá íslenska konsúlsins í Tyrklandi. 22. október 2010 17:59 Banaslys í Tyrklandi: Drengurinn kominn til aðstandenda Litli drengurinn sem lifði af bílslysið í Tyrklandi í fyrradag er kominn í hendur fjölskyldu sinnar. Foreldrar drengsins létust bæði í slysinu, en málið hefur vakið mikla athygli ytra. 22. október 2010 12:14 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Sjá meira
Tilfinningarík stund þegar kraftaverkabarnið var kvatt Það var tilfinningarík stund á ríkisspítalanum í Mugla í Tyrklandi í gær þegar syni hjónanna Dagbjartar Þóru Tryggvadóttur og Jóhanns Árnasonar var komið í umsjá íslenska konsúlsins í Tyrklandi. 22. október 2010 17:59
Banaslys í Tyrklandi: Drengurinn kominn til aðstandenda Litli drengurinn sem lifði af bílslysið í Tyrklandi í fyrradag er kominn í hendur fjölskyldu sinnar. Foreldrar drengsins létust bæði í slysinu, en málið hefur vakið mikla athygli ytra. 22. október 2010 12:14