Móðurbróðir kraftaverkabarnsins: Framtíð Daníels er björt Breki Logason skrifar 22. október 2010 18:40 Móðurbróðir drengsins sem lifði af hörmulegt bílslys í Tyrklandi á miðvikudag segir ekki væsa um drenginn og framtíð hans sé björt. Hann fékk drenginn afhentan í gærkvöldi en tyrkneskir fjölmiðlar hafa sýnt málinu mikinn áhuga, og meðal annars setið um hótel fjölskyldunnar. Drengurinn sem heitir Daníel Ernir Jóhannsson er rúmlega sex mánaða gamall. Foreldrar hans létust bæði í bílslysi á miðvikudag, þegar þau lentu framan á sendibíl sem kom akandi úr gagnstæðri átt. Daníel var fyrst um sinn á sjúkrahúsi í bænum Mugla en ræðismaður Íslands og kona hans tóku við honum eftir það. Í gærkvöldi komu síðan móðurbróðir drengsins, Gunnar Tryggvason, kona hans og föðurafi og amma til landsins og fengu hann afhentan. Í samtali við fréttastofu segir Gunnar það hafa verið ánægjulega stund, og greinilegt á öllu að vel hafi verið hugsað um Daníel litla. Hann vildi sérstaklega koma á framfæri þökkum til Utanríkisráðuneytisins og ræðismannshjónanna sem hann sagði hafa hjálpað fjölskyldunni mikið. Gunnar segir Daníel litla hafa vakið mikla athygli úti, en fjölmargir miðlar hafa fjallað um drenginn sem hefur verið nefndur kraftaverkabarnið. Í morgun svöruðu þau meðal annars spurningum fréttamanna sem voru mjög áhugasamir um framtíð drengsins. Gunnar segir fjölmiðla hafa fylgt fjölskyldunni hvert fótmál og meðal annars setið um hótel þeirra. Hann segir enga ákvörðun hafa verið tekna um framtíð Daníels litla. Hann eigi stórar fjölskyldur í báðar ættir, það muni ekki væsa um hann og framtíð hans sé björt. Hann segir fjölskylduna vilja koma heim sem allra fyrst og verið sé að skoða ýmsa möguleika í því. Gunnar á jafnvel von á því að fjölskyldan geti komið með kraftaverkabarnið heim, strax á sunnudag. Tengdar fréttir Tilfinningarík stund þegar kraftaverkabarnið var kvatt Það var tilfinningarík stund á ríkisspítalanum í Mugla í Tyrklandi í gær þegar syni hjónanna Dagbjartar Þóru Tryggvadóttur og Jóhanns Árnasonar var komið í umsjá íslenska konsúlsins í Tyrklandi. 22. október 2010 17:59 Banaslys í Tyrklandi: Drengurinn kominn til aðstandenda Litli drengurinn sem lifði af bílslysið í Tyrklandi í fyrradag er kominn í hendur fjölskyldu sinnar. Foreldrar drengsins létust bæði í slysinu, en málið hefur vakið mikla athygli ytra. 22. október 2010 12:14 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira
Móðurbróðir drengsins sem lifði af hörmulegt bílslys í Tyrklandi á miðvikudag segir ekki væsa um drenginn og framtíð hans sé björt. Hann fékk drenginn afhentan í gærkvöldi en tyrkneskir fjölmiðlar hafa sýnt málinu mikinn áhuga, og meðal annars setið um hótel fjölskyldunnar. Drengurinn sem heitir Daníel Ernir Jóhannsson er rúmlega sex mánaða gamall. Foreldrar hans létust bæði í bílslysi á miðvikudag, þegar þau lentu framan á sendibíl sem kom akandi úr gagnstæðri átt. Daníel var fyrst um sinn á sjúkrahúsi í bænum Mugla en ræðismaður Íslands og kona hans tóku við honum eftir það. Í gærkvöldi komu síðan móðurbróðir drengsins, Gunnar Tryggvason, kona hans og föðurafi og amma til landsins og fengu hann afhentan. Í samtali við fréttastofu segir Gunnar það hafa verið ánægjulega stund, og greinilegt á öllu að vel hafi verið hugsað um Daníel litla. Hann vildi sérstaklega koma á framfæri þökkum til Utanríkisráðuneytisins og ræðismannshjónanna sem hann sagði hafa hjálpað fjölskyldunni mikið. Gunnar segir Daníel litla hafa vakið mikla athygli úti, en fjölmargir miðlar hafa fjallað um drenginn sem hefur verið nefndur kraftaverkabarnið. Í morgun svöruðu þau meðal annars spurningum fréttamanna sem voru mjög áhugasamir um framtíð drengsins. Gunnar segir fjölmiðla hafa fylgt fjölskyldunni hvert fótmál og meðal annars setið um hótel þeirra. Hann segir enga ákvörðun hafa verið tekna um framtíð Daníels litla. Hann eigi stórar fjölskyldur í báðar ættir, það muni ekki væsa um hann og framtíð hans sé björt. Hann segir fjölskylduna vilja koma heim sem allra fyrst og verið sé að skoða ýmsa möguleika í því. Gunnar á jafnvel von á því að fjölskyldan geti komið með kraftaverkabarnið heim, strax á sunnudag.
Tengdar fréttir Tilfinningarík stund þegar kraftaverkabarnið var kvatt Það var tilfinningarík stund á ríkisspítalanum í Mugla í Tyrklandi í gær þegar syni hjónanna Dagbjartar Þóru Tryggvadóttur og Jóhanns Árnasonar var komið í umsjá íslenska konsúlsins í Tyrklandi. 22. október 2010 17:59 Banaslys í Tyrklandi: Drengurinn kominn til aðstandenda Litli drengurinn sem lifði af bílslysið í Tyrklandi í fyrradag er kominn í hendur fjölskyldu sinnar. Foreldrar drengsins létust bæði í slysinu, en málið hefur vakið mikla athygli ytra. 22. október 2010 12:14 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira
Tilfinningarík stund þegar kraftaverkabarnið var kvatt Það var tilfinningarík stund á ríkisspítalanum í Mugla í Tyrklandi í gær þegar syni hjónanna Dagbjartar Þóru Tryggvadóttur og Jóhanns Árnasonar var komið í umsjá íslenska konsúlsins í Tyrklandi. 22. október 2010 17:59
Banaslys í Tyrklandi: Drengurinn kominn til aðstandenda Litli drengurinn sem lifði af bílslysið í Tyrklandi í fyrradag er kominn í hendur fjölskyldu sinnar. Foreldrar drengsins létust bæði í slysinu, en málið hefur vakið mikla athygli ytra. 22. október 2010 12:14