Fagnar aukinni umræðu um spilavíti 27. febrúar 2010 13:49 „Menn mega ekki láta tilfinningarnar hlaupa með sig í gönur. Þetta verður að vera fagleg umræða þar sem við metum kosti og galla," segir Arnar Gunnlaugsson aðspurður um álit heilbrigðisráðuneytisins um opnun spilavíta hér á landi. Hann fagnar aukinni umræðu um spilavíti. Líkt og fram hefur komið í fjölmiðlum hefur Icelandair í samvinnu við tvíburabræðurna Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni viðrað hugmynd um að opna spilavíti hér á landi. Óskað var eftir því að Katrín Júlíusdóttir, ráðherra ferðamála, myndi kanna málið og í kjölfarið óskaði hún eftir umsögnum nokkurra fagaðila. Heilbrigðisráðuneytið hefur skilað sinni umsögn og leggst ráðuneytið alfarið gegn opnun spilavíta. Vísað er til álits Landlæknis sem telur að opnun spilavíta geti haft neikvæð áhrif á heilsu landsmanna. „Við áttum svo sem alveg von á þessu. Þetta er svipað og með áfengi og reykingar. Það er auðvitað erfitt fyrir heilbrigðisráðuneytið og Landlækni að mæla með áfengi og reykingum og það sama á við um casino. Við höfum aftur á móti alltaf bent á að þessi starfsemi er nú þegar til staðar hér landi. Við teljum hins vegar að starfsemin eigi að vera uppi á borðum líkt og hjá öðrum vestrunum þjóðum fyrir utan Noreg og Ísland," segir Arnar. Hann skorar á stjórnmálamenn og yfirvöld að kynna sér reynslu annarra þjóða af rekstri spilavíta og löggjöf þeirra. „Við Íslendingar höfum gert ansi mörg mistök í gegnum tíðina. Við vitum ekki allt manna best þannig að það þarf að kanna hvað aðrir eru að gera," segir Arnar og bætir við að nýlegar kannanir bendi til þess að spilafíkn sé einna mest í þeim löndum þar sem óheimilt sé að reka spilavíti. Tengdar fréttir Viðskiptaleg rök fyrir lögleiðingu spilavíta Samtök ferðaþjónustunnar sjá ekkert athugavert við lögleiðingu á starfsemi spilavíta hér á landi. Ferðamálastofa segir viðskiptaleg rök fyrir lögleiðingunni vissulega vera fyrir hendi. Mörgum spurningum er þó ósvarað. 16. febrúar 2010 12:03 Spilavíti í Heilsuverndarstöðina- Landlæknir skoðar málið „Heilbrigðisráðuneytið leggst gegn hugmyndinni,“ segir Álfheiður Ingadóttir, heilbrigðisráðherra, en óskað hefur verið eftir óformlegum umsögnum lögreglu og landlæknaembættisins til þess að meta hvort það sé heppilegt að lögleiða fjárhættuspil á Íslandi. 7. febrúar 2010 16:22 Telur spilavíti spilla heilsufari Heilbrigðisráðuneytið leggst alfarið gegn því að heimilað verði að opna spilavíti hér á landi. Þetta segir í umsögn ráðuneytisins um málið sem skilað var til iðnaðarráðuneytisins í síðustu viku. 27. febrúar 2010 05:00 Segir löggjöf um spilavíti „forkastanlega hugsun“ Setja þarf sérstaka löggjöf um rekstur spilavíta ef áform Icelandair og Arnars og Bjarka Gunnlaugssona eiga að verða að veruleika. Stjórnarþingmaður segir landið hafa verið eitt stórt spilavíti og segist aldrei ætla að styðja slíka löggjöf. 10. febrúar 2010 12:30 Telur að fjölga megi spilavítum Dómsmálaráðuneyti Danmerkur hefur sent út tilkynningu um að rúm sé fyrir allt að fjögur ný spilavíti í landinu. Kæmu þau til viðbótar við þau sex leyfi stjórnvalda fyrir rekstrinum. 16. febrúar 2010 00:45 Þórarinn Tyrfingsson ekki hrifinn af spilavítum Formaður SÁÁ segist finna fyrir miklum þrýstingi varðandi opnun spilavítis hér á landi. Allar helstu stofnanir landsins fjalla nú um spilavíti sem Icelandair vill opna við Suðurlandsbraut. 8. febrúar 2010 12:07 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Sjá meira
„Menn mega ekki láta tilfinningarnar hlaupa með sig í gönur. Þetta verður að vera fagleg umræða þar sem við metum kosti og galla," segir Arnar Gunnlaugsson aðspurður um álit heilbrigðisráðuneytisins um opnun spilavíta hér á landi. Hann fagnar aukinni umræðu um spilavíti. Líkt og fram hefur komið í fjölmiðlum hefur Icelandair í samvinnu við tvíburabræðurna Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni viðrað hugmynd um að opna spilavíti hér á landi. Óskað var eftir því að Katrín Júlíusdóttir, ráðherra ferðamála, myndi kanna málið og í kjölfarið óskaði hún eftir umsögnum nokkurra fagaðila. Heilbrigðisráðuneytið hefur skilað sinni umsögn og leggst ráðuneytið alfarið gegn opnun spilavíta. Vísað er til álits Landlæknis sem telur að opnun spilavíta geti haft neikvæð áhrif á heilsu landsmanna. „Við áttum svo sem alveg von á þessu. Þetta er svipað og með áfengi og reykingar. Það er auðvitað erfitt fyrir heilbrigðisráðuneytið og Landlækni að mæla með áfengi og reykingum og það sama á við um casino. Við höfum aftur á móti alltaf bent á að þessi starfsemi er nú þegar til staðar hér landi. Við teljum hins vegar að starfsemin eigi að vera uppi á borðum líkt og hjá öðrum vestrunum þjóðum fyrir utan Noreg og Ísland," segir Arnar. Hann skorar á stjórnmálamenn og yfirvöld að kynna sér reynslu annarra þjóða af rekstri spilavíta og löggjöf þeirra. „Við Íslendingar höfum gert ansi mörg mistök í gegnum tíðina. Við vitum ekki allt manna best þannig að það þarf að kanna hvað aðrir eru að gera," segir Arnar og bætir við að nýlegar kannanir bendi til þess að spilafíkn sé einna mest í þeim löndum þar sem óheimilt sé að reka spilavíti.
Tengdar fréttir Viðskiptaleg rök fyrir lögleiðingu spilavíta Samtök ferðaþjónustunnar sjá ekkert athugavert við lögleiðingu á starfsemi spilavíta hér á landi. Ferðamálastofa segir viðskiptaleg rök fyrir lögleiðingunni vissulega vera fyrir hendi. Mörgum spurningum er þó ósvarað. 16. febrúar 2010 12:03 Spilavíti í Heilsuverndarstöðina- Landlæknir skoðar málið „Heilbrigðisráðuneytið leggst gegn hugmyndinni,“ segir Álfheiður Ingadóttir, heilbrigðisráðherra, en óskað hefur verið eftir óformlegum umsögnum lögreglu og landlæknaembættisins til þess að meta hvort það sé heppilegt að lögleiða fjárhættuspil á Íslandi. 7. febrúar 2010 16:22 Telur spilavíti spilla heilsufari Heilbrigðisráðuneytið leggst alfarið gegn því að heimilað verði að opna spilavíti hér á landi. Þetta segir í umsögn ráðuneytisins um málið sem skilað var til iðnaðarráðuneytisins í síðustu viku. 27. febrúar 2010 05:00 Segir löggjöf um spilavíti „forkastanlega hugsun“ Setja þarf sérstaka löggjöf um rekstur spilavíta ef áform Icelandair og Arnars og Bjarka Gunnlaugssona eiga að verða að veruleika. Stjórnarþingmaður segir landið hafa verið eitt stórt spilavíti og segist aldrei ætla að styðja slíka löggjöf. 10. febrúar 2010 12:30 Telur að fjölga megi spilavítum Dómsmálaráðuneyti Danmerkur hefur sent út tilkynningu um að rúm sé fyrir allt að fjögur ný spilavíti í landinu. Kæmu þau til viðbótar við þau sex leyfi stjórnvalda fyrir rekstrinum. 16. febrúar 2010 00:45 Þórarinn Tyrfingsson ekki hrifinn af spilavítum Formaður SÁÁ segist finna fyrir miklum þrýstingi varðandi opnun spilavítis hér á landi. Allar helstu stofnanir landsins fjalla nú um spilavíti sem Icelandair vill opna við Suðurlandsbraut. 8. febrúar 2010 12:07 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Sjá meira
Viðskiptaleg rök fyrir lögleiðingu spilavíta Samtök ferðaþjónustunnar sjá ekkert athugavert við lögleiðingu á starfsemi spilavíta hér á landi. Ferðamálastofa segir viðskiptaleg rök fyrir lögleiðingunni vissulega vera fyrir hendi. Mörgum spurningum er þó ósvarað. 16. febrúar 2010 12:03
Spilavíti í Heilsuverndarstöðina- Landlæknir skoðar málið „Heilbrigðisráðuneytið leggst gegn hugmyndinni,“ segir Álfheiður Ingadóttir, heilbrigðisráðherra, en óskað hefur verið eftir óformlegum umsögnum lögreglu og landlæknaembættisins til þess að meta hvort það sé heppilegt að lögleiða fjárhættuspil á Íslandi. 7. febrúar 2010 16:22
Telur spilavíti spilla heilsufari Heilbrigðisráðuneytið leggst alfarið gegn því að heimilað verði að opna spilavíti hér á landi. Þetta segir í umsögn ráðuneytisins um málið sem skilað var til iðnaðarráðuneytisins í síðustu viku. 27. febrúar 2010 05:00
Segir löggjöf um spilavíti „forkastanlega hugsun“ Setja þarf sérstaka löggjöf um rekstur spilavíta ef áform Icelandair og Arnars og Bjarka Gunnlaugssona eiga að verða að veruleika. Stjórnarþingmaður segir landið hafa verið eitt stórt spilavíti og segist aldrei ætla að styðja slíka löggjöf. 10. febrúar 2010 12:30
Telur að fjölga megi spilavítum Dómsmálaráðuneyti Danmerkur hefur sent út tilkynningu um að rúm sé fyrir allt að fjögur ný spilavíti í landinu. Kæmu þau til viðbótar við þau sex leyfi stjórnvalda fyrir rekstrinum. 16. febrúar 2010 00:45
Þórarinn Tyrfingsson ekki hrifinn af spilavítum Formaður SÁÁ segist finna fyrir miklum þrýstingi varðandi opnun spilavítis hér á landi. Allar helstu stofnanir landsins fjalla nú um spilavíti sem Icelandair vill opna við Suðurlandsbraut. 8. febrúar 2010 12:07