Sögufrægt skrifpúlt afhent á Bessastöðum Jón Hákon Halldórsson skrifar 1. desember 2010 11:19 Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, tók á móti skrifpúltinu í dag. Afkomendur og ættingjar Ragnars Ásgeirssonar afhentu skrifpúlt Sveinbjarnar Egilssonar á Bessastöðum. Sveinbjörn var kennari í Bessastaðaskóla fyrir um 200 árum, á fyrstu áratugum 19. aldar og einn helsti áhrifamaður um endurreisn íslenskrar tungu. Skrifpúltið eignuðust síðar Benedikt Gröndal sonur Sveinbjarnar og svo Einar Benediktsson skáld. Við skrifpúltið vann Sveinbjörn Egilsson að mörgum snilldarverkum, þýðingum á fornum grískum ritum, orti ljóð og mótaði rannsóknir og texta um íslenska tungu, eftir því sem segir á vefsíðu forsetaembættisins. Meðal lærisveina Sveinbjarnar í Bessastaðaskóla var Jónas Hallgrímsson. Benedikt og Einar unnu báðir að ýmsum sinna þjóðþekktu verka við þetta púlt. Sveinbjörn Egilsson tók saman orðabók yfir íslenskt skáldamál, þýddi á íslensku kviður Hómers, sex samræður Platons og önnur forngrísk rit. Að auki þýddi Sveinbjörn Egilsson Opinberunarbók Biblíunnar, aðra Mósebók og Spámannabækur. Hann þýddi og Snorra-Eddu og Íslendingasögur á latínu og orti jólasálminn Heims um ból eftir þýskri fyrirmynd; þá er hann einnig höfundur hinna ástsælu barnakvæða Fljúga hvítu fiðrildin og Fuglinn segir bí bí bí. Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Sjá meira
Afkomendur og ættingjar Ragnars Ásgeirssonar afhentu skrifpúlt Sveinbjarnar Egilssonar á Bessastöðum. Sveinbjörn var kennari í Bessastaðaskóla fyrir um 200 árum, á fyrstu áratugum 19. aldar og einn helsti áhrifamaður um endurreisn íslenskrar tungu. Skrifpúltið eignuðust síðar Benedikt Gröndal sonur Sveinbjarnar og svo Einar Benediktsson skáld. Við skrifpúltið vann Sveinbjörn Egilsson að mörgum snilldarverkum, þýðingum á fornum grískum ritum, orti ljóð og mótaði rannsóknir og texta um íslenska tungu, eftir því sem segir á vefsíðu forsetaembættisins. Meðal lærisveina Sveinbjarnar í Bessastaðaskóla var Jónas Hallgrímsson. Benedikt og Einar unnu báðir að ýmsum sinna þjóðþekktu verka við þetta púlt. Sveinbjörn Egilsson tók saman orðabók yfir íslenskt skáldamál, þýddi á íslensku kviður Hómers, sex samræður Platons og önnur forngrísk rit. Að auki þýddi Sveinbjörn Egilsson Opinberunarbók Biblíunnar, aðra Mósebók og Spámannabækur. Hann þýddi og Snorra-Eddu og Íslendingasögur á latínu og orti jólasálminn Heims um ból eftir þýskri fyrirmynd; þá er hann einnig höfundur hinna ástsælu barnakvæða Fljúga hvítu fiðrildin og Fuglinn segir bí bí bí.
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Sjá meira