Arsenal og Bayern München áfram Elvar Geir Magnússon skrifar 9. mars 2010 18:24 Nicklas Bendtner skoraði þrennu í kvöld og bætti upp fyrir öll klúðrin um síðustu helgi. Tveir hörkuleikir voru í kvöld í seinni umferð sextán liða úrslita Meistaradeildarinnar. Arsenal og Bayern München verða í pottinum þegar dregið verður í átta liða úrslit. Arsenal rúllaði yfir Porto á meðan þýska liðið tapaði fyrir Fiorentina en kemst áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Arsenal - Porto 5-0(Samanlagt: 6-2) 1-0 Nicklas Bendtner (10.) 2-0 Nicklas Bendtner (25.) 3-0 Samir Nasri (64.) 4-0 Emmanuel Eboue (66) 5-0 Nicklas Bendtner (víti 90+.) Arsenal byrjaði leikinn af miklum krafti með flottum sóknarleik. Andrei Arshavin fékk fínt skallafæri á 8. mínútu en Helton í marki Porto varði vel. Mínútu síðar tók Arsenal forystuna en þá skoraði hinn danski Nicklas Bendtner. Arshavin átti síðan frábæra rispu á 25. mínútu og lagði upp annað mark fyrir Bendtner. Hans þriðja mark í Meistaradeildinni á þessari leiktíð og Arsenal komið í ansi góð mál. Arshavin átti síðan að skora þriðja mark Arsenal stuttu síðan þegar Samir Nasri sýndi fín tilþrif en sá rússneski setti boltann yfir úr dauðafæri. Staðan í hálfleik 2-0 fyrir enska liðið sem átti frábæran leik í fyrri hálfleiknum. Eftir 60 mínútna leik hefði Porto getað jafnað metin samanlagt en Samir Nasri náði þá að bjarga á marklínu. Með stuttu millibili komu Nasri og varamaðurinn Emmanuel Eboue Arsenal 4-0 yfir og möguleikar Portúgalana horfnir. Bendtner innsiglaði þrennu sína úr vítaspyrnu í blálokin, úrslitin 5-0 og Arsenal örugglega áfram. Lið Arsenal: Almunia, Sagna, Vermaelen, Clichy, Campbell, Diaby, Rosicky, Nasri, Song Billong, Arshavin, Bendtner. (Varamenn: Fabianski, Silvestre, Eboue, Traore, Walcott, Denilson, Eduardo) Lið Porto: Helton, Bruno Alves, Fucile, Rolando, Pereira, Coelho, Raul Meireles, Ruben Micael, Garcia, Hulk, Varela. (Varamenn: Nuno, Maicon, Guarin, Belluschi, Rodriguez, Gonzalez, Miguel Lopes) Fiorentina - Bayern München 3-2(Samanlagt: 4-4) 1-0 Juan Vargas (28.) 2-0 Stevan Jovetic (54.) 2-1 Mark van Bommel (60.) 3-1 Stevan Jovetic (64.) 3-2 Arjen Robben (65.) Ítalska liðið komst yfir eftir mistök hjá Hans-Jörg Butt í marki FC Bayern. Hann hélt ekki boltanum eftir skot og Juan Vargas refsaði á 28. mínútu leiksins. Staðan 1-0 í hálfleik. Gott færi Alberto Gilardino fór forgörðum snemma í seinni hálfleiknum en Fiorentina náði að koma inn öðru marki sínu skömmu síðar. Hinn eftirsótti Stevan Jovetic skoraði þá. En Adam var ekki lengi í Paradís og sex mínútum eftir mark Jovetic skoraði Mark van Bommel með hnitmiðuðu skoti og minnkaði muninn í 2-1. Staðan því samanlagt hnífjöfn 3-3. Svartfellingurinn Jovetic skoraði síðan sitt annað mark og kom heimamönnum í 3-1 eftir flottan undirbúning Gilardino. Áhorfendur voru enn að fagna því marki þegar Arjen Robben skoraði með stórbrotnu skoti. Staðan orðin 3-2 fyrir Fiorentina sem urðu lokatölur, samanlögð úrslit 4-4 en Bayern München komst áfram á fleiri mörkum á útivelli. Lið Fiorentina: Frey, Kroldrup, Vargas, Natali, Felipe, De Silvestri, Zanetti, Montolivo, Jovetic, Gilardino, Marchionni. (Varamenn: Avramov, Pasqual, Comotto, Donadel, Santana, Bolatti, Keirrison) Lið Bayern München: Van Buyten, Lahm, Holger Badstuber, Ribery, Van Bommel, Alaba, Schweinsteiger, Robben, Muller, Gomez. (Varamenn: Rensing, Gorlitz, Altintop, Pranjic, Tymoschuk, Olic, Klose) Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira
Tveir hörkuleikir voru í kvöld í seinni umferð sextán liða úrslita Meistaradeildarinnar. Arsenal og Bayern München verða í pottinum þegar dregið verður í átta liða úrslit. Arsenal rúllaði yfir Porto á meðan þýska liðið tapaði fyrir Fiorentina en kemst áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Arsenal - Porto 5-0(Samanlagt: 6-2) 1-0 Nicklas Bendtner (10.) 2-0 Nicklas Bendtner (25.) 3-0 Samir Nasri (64.) 4-0 Emmanuel Eboue (66) 5-0 Nicklas Bendtner (víti 90+.) Arsenal byrjaði leikinn af miklum krafti með flottum sóknarleik. Andrei Arshavin fékk fínt skallafæri á 8. mínútu en Helton í marki Porto varði vel. Mínútu síðar tók Arsenal forystuna en þá skoraði hinn danski Nicklas Bendtner. Arshavin átti síðan frábæra rispu á 25. mínútu og lagði upp annað mark fyrir Bendtner. Hans þriðja mark í Meistaradeildinni á þessari leiktíð og Arsenal komið í ansi góð mál. Arshavin átti síðan að skora þriðja mark Arsenal stuttu síðan þegar Samir Nasri sýndi fín tilþrif en sá rússneski setti boltann yfir úr dauðafæri. Staðan í hálfleik 2-0 fyrir enska liðið sem átti frábæran leik í fyrri hálfleiknum. Eftir 60 mínútna leik hefði Porto getað jafnað metin samanlagt en Samir Nasri náði þá að bjarga á marklínu. Með stuttu millibili komu Nasri og varamaðurinn Emmanuel Eboue Arsenal 4-0 yfir og möguleikar Portúgalana horfnir. Bendtner innsiglaði þrennu sína úr vítaspyrnu í blálokin, úrslitin 5-0 og Arsenal örugglega áfram. Lið Arsenal: Almunia, Sagna, Vermaelen, Clichy, Campbell, Diaby, Rosicky, Nasri, Song Billong, Arshavin, Bendtner. (Varamenn: Fabianski, Silvestre, Eboue, Traore, Walcott, Denilson, Eduardo) Lið Porto: Helton, Bruno Alves, Fucile, Rolando, Pereira, Coelho, Raul Meireles, Ruben Micael, Garcia, Hulk, Varela. (Varamenn: Nuno, Maicon, Guarin, Belluschi, Rodriguez, Gonzalez, Miguel Lopes) Fiorentina - Bayern München 3-2(Samanlagt: 4-4) 1-0 Juan Vargas (28.) 2-0 Stevan Jovetic (54.) 2-1 Mark van Bommel (60.) 3-1 Stevan Jovetic (64.) 3-2 Arjen Robben (65.) Ítalska liðið komst yfir eftir mistök hjá Hans-Jörg Butt í marki FC Bayern. Hann hélt ekki boltanum eftir skot og Juan Vargas refsaði á 28. mínútu leiksins. Staðan 1-0 í hálfleik. Gott færi Alberto Gilardino fór forgörðum snemma í seinni hálfleiknum en Fiorentina náði að koma inn öðru marki sínu skömmu síðar. Hinn eftirsótti Stevan Jovetic skoraði þá. En Adam var ekki lengi í Paradís og sex mínútum eftir mark Jovetic skoraði Mark van Bommel með hnitmiðuðu skoti og minnkaði muninn í 2-1. Staðan því samanlagt hnífjöfn 3-3. Svartfellingurinn Jovetic skoraði síðan sitt annað mark og kom heimamönnum í 3-1 eftir flottan undirbúning Gilardino. Áhorfendur voru enn að fagna því marki þegar Arjen Robben skoraði með stórbrotnu skoti. Staðan orðin 3-2 fyrir Fiorentina sem urðu lokatölur, samanlögð úrslit 4-4 en Bayern München komst áfram á fleiri mörkum á útivelli. Lið Fiorentina: Frey, Kroldrup, Vargas, Natali, Felipe, De Silvestri, Zanetti, Montolivo, Jovetic, Gilardino, Marchionni. (Varamenn: Avramov, Pasqual, Comotto, Donadel, Santana, Bolatti, Keirrison) Lið Bayern München: Van Buyten, Lahm, Holger Badstuber, Ribery, Van Bommel, Alaba, Schweinsteiger, Robben, Muller, Gomez. (Varamenn: Rensing, Gorlitz, Altintop, Pranjic, Tymoschuk, Olic, Klose)
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira