Erlent

Bloomberg: Forsetinn ógnar alþjóðasamskiptum Íslands

Í umfjöllun Bloomberg fréttaveitunnar um ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar forseta um að hafna Icesave frumvarpinu segir að með þessari ákvörðun ógni forsetinn alþjóðasamskiptum Íslands og trufli mörg nauðsynleg mál í efnahagslegri endurreisn landsins.

Í frétt Bloomberg er m.a. farið yfir stöðu Íslands hjá matsfyrirtækjunum Fitch Ratings og Standard & Poors. Bent er á að bæði fyrirtækin séu með lánshæfismat á ríkissjóði aðeins einum flokki yfir svokölluðum „rusl-flokki".

Tekið er fram að bæði fyrirtækin hafi sagt að farsæl lausn á Icesave málinu hafi mikið að segja til um hvort ríkissjóður Íslands haldi lánshæfimati sínu þar eða hrapi niður í „rusl-flokkinn".

Þá er greint frá ummælum Alistair Darlings frá því í gærdag um að höfnun á Icesave samkomulaginu myndi gera erfiða stöðu Íslands mun erfiðari en hún er nú.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×