Burðardýr eiturlyfja héldu sig fá milljónir 7. júlí 2010 08:30 Fangaverðir fylgdu einum sakborninganna í kókaínmálinu í dómsal í gær. Par á þrítugsaldri gerði ráð fyrir að fá þrjár til fjórar milljónir fyrir að smygla tæpum 1,8 kílóum af kókaíni í þremur ferðatöskum hingað til lands. Karlmaður sem ákærður er í öðru máli, ásamt fjórum öðrum, fyrir innflutning á rúmlega 1,5 kílóum af kókaíni er einnig sakaður um að hafa átt aðild að málinu. Þetta kom fram við aðalmeðferð í fyrrgreinda kókaínmálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Tvö pör eru ákærð í málinu. Í öðru tilvikinu er karlmaður ákærður fyrir að skipuleggja smyglið og ásamt sambýliskonu að hafa geymt efnin. Hitt parið sætir ákæru fyrir að sækja 1,8 kíló af kókaíni til Alicante á Spáni og auk þess fyrir vörslu fíkniefna. Annað burðardýranna sagði fyrir dómi að hann og sambýliskonan hefðu verið „skítblönk“ og þess vegna ákveðið að slá til. Þau hefðu vitað að þau voru að sækja fíkniefni, en ekki hvort það væri amfetamín eða kókaín, né hversu mikið magnið væri. Þá hefði þeim verið sagt að fíkniefnin „væru falin í pípum“. Hvað varðar afhendingu kókaínsins sögðu burðardýrin að maður hefði hringt úr hótelmóttökunni á Spáni upp á herbergi til þeirra. Þau hefðu farið niður og tekið við töskunum. Hinn meinti skipuleggjandi sagði fyrir dómi í gær að maður sem er í gæsluvarðhaldi vegna fyrra kókaínmálsins hefði beðið hann í byrjun mars að sækja efnin. Hann hafi neitað en hins vegar talað við kunningjafólk sitt; parið sem reyndist reiðubúið til ferðarinnar. Hann hafi vitað að fólkið væri í peningavandræðum og því viljað gefa því færi á ferðinni. Maðurinn kvaðst hafa tekið við um einni milljón króna, sem hann hefði komið áfram til burðar-dýranna, meðal annars fyrir gjaldeyri og flugi til Spánar. Hann kvaðst svo hafa tekið til baka 200 þúsund krónur, því þá upphæð hefði hann skuldað í evrum. Þá kvaðst hann hafa skuldað vini mannsins, sem upphaflega bað hann að fara, um 300 þúsund krónur og litið svo á að sú skuld yrði gerð upp ef hann útvegaði burðardýrin. Maðurinn sem sakaður var um að hafa verið upphafsmaður að því að útvega burðardýr er þrítugur Hafnfirðingur. Hann er einnig ákærður í málinu sem þingfest verður í dag. Maðurinn var leiddur í fylgd tveggja fangavarða í dómsal í gær. Vitnisburður hans var skýr: „Ég veit ekkert um þetta mál.“ jss@frettabladid.is Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Innlent Sandra tekin við af Guðbrandi Innlent Fleiri fréttir Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Sjá meira
Par á þrítugsaldri gerði ráð fyrir að fá þrjár til fjórar milljónir fyrir að smygla tæpum 1,8 kílóum af kókaíni í þremur ferðatöskum hingað til lands. Karlmaður sem ákærður er í öðru máli, ásamt fjórum öðrum, fyrir innflutning á rúmlega 1,5 kílóum af kókaíni er einnig sakaður um að hafa átt aðild að málinu. Þetta kom fram við aðalmeðferð í fyrrgreinda kókaínmálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Tvö pör eru ákærð í málinu. Í öðru tilvikinu er karlmaður ákærður fyrir að skipuleggja smyglið og ásamt sambýliskonu að hafa geymt efnin. Hitt parið sætir ákæru fyrir að sækja 1,8 kíló af kókaíni til Alicante á Spáni og auk þess fyrir vörslu fíkniefna. Annað burðardýranna sagði fyrir dómi að hann og sambýliskonan hefðu verið „skítblönk“ og þess vegna ákveðið að slá til. Þau hefðu vitað að þau voru að sækja fíkniefni, en ekki hvort það væri amfetamín eða kókaín, né hversu mikið magnið væri. Þá hefði þeim verið sagt að fíkniefnin „væru falin í pípum“. Hvað varðar afhendingu kókaínsins sögðu burðardýrin að maður hefði hringt úr hótelmóttökunni á Spáni upp á herbergi til þeirra. Þau hefðu farið niður og tekið við töskunum. Hinn meinti skipuleggjandi sagði fyrir dómi í gær að maður sem er í gæsluvarðhaldi vegna fyrra kókaínmálsins hefði beðið hann í byrjun mars að sækja efnin. Hann hafi neitað en hins vegar talað við kunningjafólk sitt; parið sem reyndist reiðubúið til ferðarinnar. Hann hafi vitað að fólkið væri í peningavandræðum og því viljað gefa því færi á ferðinni. Maðurinn kvaðst hafa tekið við um einni milljón króna, sem hann hefði komið áfram til burðar-dýranna, meðal annars fyrir gjaldeyri og flugi til Spánar. Hann kvaðst svo hafa tekið til baka 200 þúsund krónur, því þá upphæð hefði hann skuldað í evrum. Þá kvaðst hann hafa skuldað vini mannsins, sem upphaflega bað hann að fara, um 300 þúsund krónur og litið svo á að sú skuld yrði gerð upp ef hann útvegaði burðardýrin. Maðurinn sem sakaður var um að hafa verið upphafsmaður að því að útvega burðardýr er þrítugur Hafnfirðingur. Hann er einnig ákærður í málinu sem þingfest verður í dag. Maðurinn var leiddur í fylgd tveggja fangavarða í dómsal í gær. Vitnisburður hans var skýr: „Ég veit ekkert um þetta mál.“ jss@frettabladid.is
Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Innlent Sandra tekin við af Guðbrandi Innlent Fleiri fréttir Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Sjá meira