Argentínumaðurinn Javier Zanetti, fyrirliði Inter, vill ólmur fá landa sinn, Javier Mascherano, til Inter en Mascherano hefur lýst yfir áhuga á að fara til Evrópumeistaranna.
"Mascherano er frábær leikmaður sem vinnur marga bolta. Hann myndi henta Inter frábærlega," sagði Zanetti.
Forráðamenn Inter eru sagðir vera að vinna í því að kaupa leikmanninn frá Liverpool en það gengur eitthvað hægt.
Á meðan hefur Mascherano ekkert spjallað við forráðamenn Liverpool. Hann hefur látið umbann um að gefa Inter undir fótinn.