Sá sem talar fyrir fólkið mun sigra 24. ágúst 2010 06:15 Neumann í Háskólanum Prófessorinn rifjaði upp kafla úr sögu átaka um ESB-aðild í Noregi. fréttablaðið/stefán Reynsla Norðmanna af tveimur atkvæðagreiðslum um aðild að því sem í dag heitir Evrópusambandið sýnir að það eru ekki endilega efnahagsleg rök eða varðstaða um auðlindir sem ráða mestu um útkomuna, heldur eðli þeirrar orðræðu sem andstæðar fylkingar hafa uppi. Þetta segir Iver. B. Neumann, prófessor við Óslóarháskóla, en hann hélt fyrirlestur um Noreg og Evrópusambandið í gær á vegum Alþjóðmálastofnunar Háskóla Íslands. Sá sem nái að stilla upp málstað sínum þannig að hann tali fyrir hönd þess sem mætti kalla „fólkið í landinu" fari með sigur af hólmi. Andstæðingum aðildar hafi í Noregi tekist að virðast rödd skynsemi og gamalla þjóðhollra hefða. Í tilfelli Noregs hafi aðildarsinnar verið í vörn gagnvart þessari rödd og þeir hafi því hlotið að tapa fyrir liðinu sem sífellt sótti fram. „Hluti af þessu er sjálft tungumálið, orðræða stjórnmálanna. Nei-liðið segir að við missum stjórn til skriffinna í Brussel og já-liðið svarar með því að fallast á þetta en fer svo að útlista einhverja kosti aðildar," segir Neumann. Við Evrópusinna hafi loðað stimpill hinnar óþjóðhollu elítu, andspænis alvöru Norðmönnum. Norðmenn vilji trúa sögunni um hið illa erlenda yfirvald, að Norðmenn hafi staðið upp í hárinu á útlendingum og barið í gegn sjálfstæði þjóðarinnar. Slík rök passi vel við opinbera sjálfsmynd þjóðarinnar. Neumann, sem telur sjálfur að Noregur eigi að ganga í ESB, var í gær spurður hvernig aðildarsinnar ættu að bregðast við þessu og sagðist því miður ekki hafa svar við því. „Til þess eru stjórnmálamenn," sagði hann. - kóþ Fréttir Innlent Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Reynsla Norðmanna af tveimur atkvæðagreiðslum um aðild að því sem í dag heitir Evrópusambandið sýnir að það eru ekki endilega efnahagsleg rök eða varðstaða um auðlindir sem ráða mestu um útkomuna, heldur eðli þeirrar orðræðu sem andstæðar fylkingar hafa uppi. Þetta segir Iver. B. Neumann, prófessor við Óslóarháskóla, en hann hélt fyrirlestur um Noreg og Evrópusambandið í gær á vegum Alþjóðmálastofnunar Háskóla Íslands. Sá sem nái að stilla upp málstað sínum þannig að hann tali fyrir hönd þess sem mætti kalla „fólkið í landinu" fari með sigur af hólmi. Andstæðingum aðildar hafi í Noregi tekist að virðast rödd skynsemi og gamalla þjóðhollra hefða. Í tilfelli Noregs hafi aðildarsinnar verið í vörn gagnvart þessari rödd og þeir hafi því hlotið að tapa fyrir liðinu sem sífellt sótti fram. „Hluti af þessu er sjálft tungumálið, orðræða stjórnmálanna. Nei-liðið segir að við missum stjórn til skriffinna í Brussel og já-liðið svarar með því að fallast á þetta en fer svo að útlista einhverja kosti aðildar," segir Neumann. Við Evrópusinna hafi loðað stimpill hinnar óþjóðhollu elítu, andspænis alvöru Norðmönnum. Norðmenn vilji trúa sögunni um hið illa erlenda yfirvald, að Norðmenn hafi staðið upp í hárinu á útlendingum og barið í gegn sjálfstæði þjóðarinnar. Slík rök passi vel við opinbera sjálfsmynd þjóðarinnar. Neumann, sem telur sjálfur að Noregur eigi að ganga í ESB, var í gær spurður hvernig aðildarsinnar ættu að bregðast við þessu og sagðist því miður ekki hafa svar við því. „Til þess eru stjórnmálamenn," sagði hann. - kóþ
Fréttir Innlent Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira