Davíð Oddsson klipptur út úr Áramótaskaupinu Valur Grettisson skrifar 4. janúar 2010 12:46 Davíð Oddsson. Mynd úr safni. „Þetta var bara eitt af því sem fór undir hnífinn," segir Þórhallur Gunnarsson dagskrástjóri Ríkisútvarpsins, en atriði þar sem Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins leikur grínistan Örn Árnason, var klippt út úr Áramótaskaupinu. Þórhallur vill sem minnst um atriðið segja annað en að Davíð Oddsson átti að leika grínistann Örn Árnason sem hefur hermt eftir fyrrum forsætisráðherranum í fjölda ára. Atriðið átti að verða hluti af Áramótaskaupinu sem þótti bæði óvægið og vel heppnað í ár að mati þjóðarinnar. Þórhallur segir leikstjórann hafa haft margar klukkustundir af efni undir höndum og því viðbúið að eitthvað færi undir hnífinn og yrði klippt í burtu enda skaupið aðeins rúm klukkustund að lengd. Túlkun Arnar á Davíð Oddssyni er fyrir löngu orðin landsfræg og þykir frábær að flestra mati. Þegar Þórhallur er spurður hvernig Davíð hafi hinsvegar túlkað Örn svarar hann: „Það má segja að þetta hafi bara verið Davíð að leika Davíð." Aðspurður segir Þórhallur ástæðuna fyrir því að atriðið hafi verið klippt út hafi ekki verið sú að Davíð eða einhver annar hafi þrýst á leikstjóra skaupsins að klippa atriðið í burtu. „Atriðið gekk bara ekki upp," segir Þórhallur og bendir á að sumt sé einfaldlega fyndnara í orði en á borði. Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira
„Þetta var bara eitt af því sem fór undir hnífinn," segir Þórhallur Gunnarsson dagskrástjóri Ríkisútvarpsins, en atriði þar sem Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins leikur grínistan Örn Árnason, var klippt út úr Áramótaskaupinu. Þórhallur vill sem minnst um atriðið segja annað en að Davíð Oddsson átti að leika grínistann Örn Árnason sem hefur hermt eftir fyrrum forsætisráðherranum í fjölda ára. Atriðið átti að verða hluti af Áramótaskaupinu sem þótti bæði óvægið og vel heppnað í ár að mati þjóðarinnar. Þórhallur segir leikstjórann hafa haft margar klukkustundir af efni undir höndum og því viðbúið að eitthvað færi undir hnífinn og yrði klippt í burtu enda skaupið aðeins rúm klukkustund að lengd. Túlkun Arnar á Davíð Oddssyni er fyrir löngu orðin landsfræg og þykir frábær að flestra mati. Þegar Þórhallur er spurður hvernig Davíð hafi hinsvegar túlkað Örn svarar hann: „Það má segja að þetta hafi bara verið Davíð að leika Davíð." Aðspurður segir Þórhallur ástæðuna fyrir því að atriðið hafi verið klippt út hafi ekki verið sú að Davíð eða einhver annar hafi þrýst á leikstjóra skaupsins að klippa atriðið í burtu. „Atriðið gekk bara ekki upp," segir Þórhallur og bendir á að sumt sé einfaldlega fyndnara í orði en á borði.
Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira