Paolo Maldini er í ítölskum fjölmiðlum orðaður við þjálfarastöðuna hjá AC Milan. Heitt er undir Leonardo og kæmi ekki á óvart að hann yrði rekinn strax eftir tímabil.
Maldini er lifandi goðsögn í augum stuðningsmanna AC Milan en margir telja ólíklegt að hann fái aðalþjálfarastöðuna, allavega ekki strax. Líklegra verður að teljast að hann taki að sér eitthvað ráðgjafastarf hjá félaginu.