Fylkismenn riðu ekki feitum hesti frá viðureign sinni við Zhodino í Hvíta-Rússlandi í dag. Lokatölur 3-0 fyrir Hvít-Rússana og því ærið verkefni fyrir Fylki að komast áfram í seinni leiknum.
Zhodino sótti mikið í fyrri hálfleik en Fylkismenn reyndu mikið af löngum sendingum fram sem endaði oftar en ekki með því að leikmenn liðsins voru dæmdir rangstæðir.
Staðan var 0-0 í hálfleik en Zhodino braut ísinn eftir 52. mínútur.
Þeir skoruðu aftur eftir 59. og 66. mínútur án þess að Fylkir svaraði fyrir sig.
Seinni leikurinn verður á Laugardalsvelli eftir slétta viku þar sem Fylkir þarf að skora þrjú mörk til að komast í framlengingu og fjögur mörk til þess að komast áfram ef liðið heldur hreinu.