Umboðsmaður brasilíska framherjans Luis Fabiano segir að kappinn vilji ganga til liðs við AC Milan á Ítalíu.
Fabiano leikur nú með Sevilla og umboðsmaðurinn, Luis Fuentes, segir að aðeins myndi koma til greina að yfirgefa félagið ef það stæði leikmanninum til boða að fara til AC Milan.
„Annað hvort fer Fabiano til Milan strax eða verður hjá Sevilla í eitt ár til viðbótar," sagði Fuentes.
Fabiano er samningsbundinn Sevilla í eitt ár til viðbótar og virðist tregur til að framlengja hann. Forráðamenn Sevilla neita því að einhver samskipti hafa átt sér stað við Milan vegna þessa.