Of seint að stöðva kaupin en Magma opið fyrir forkaupsrétti Þorbjörn Þórðarson skrifar 26. júlí 2010 18:45 Ráðherra getur ekki stöðvað kaup Magma Energy í HS Orku á grundvelli heimildar í lögum þar sem of langur tími er liðinn. Ef kaupsamningur verður samt ógiltur vegna þrýstings frá stjórnvöldum verður HS Orka áfram í eigu útlendinga. Forstjóri Magma á Íslandi segir fyrirtækið opið fyrir forkaupsrétti ríkisins á HS Orku. Legið hefur fyrir í rúmt ár að það var sænskt eignarhaldsfélag, í raun skúffufélag, í eigu kanadíska orkufyrirtækisins Magma Energy sem stóð á bak við kaupin í HS Orku, en Magma eignaðist fyrst hlut í HS Orku í júlí 2009 þegar fyrirtækið keypti 10 prósenta hlut af Geysi Green Energy. Í vor keypti Magma síðan meirihluta Í HS Orku af Geysi Green. Með eignarhlutnum í HS Orku fylgir enginn eignarréttur að auðlindum á Suðurnesjum því þær eru í eigu Reykjanesbæjar, heldur tímabundinn afnotaréttur að auðlindunum. Samkvæmt lögum um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri hefur efnahags- og viðskiptaráðherra, sem hefur eftirlit með framkvæmd laganna, heimild til að stöðva erlenda fjárfestingu ef hann telur að fjárfestingin ógni öryggi landsins, gangi gegn allsherjarreglu, almannaöryggi eða almannaheilbrigði. Þetta er svo allt háð túlkun, en í lögunum kemur skýrt fram að ráðherra verði að tilkynna um ákvörðun sína innan átta vikna frá því að honum barst tilkynning um hana. Þannig að jafnvel þótt að vilji væri fyrir hendi hjá efnahags- og viðskiptaráðherra að túlka ákvæði laganna þannig að fjárfesting Magma í HS Orku ógnaði almannaöryggi þá er of langur tími liðinn frá kaupunum svo þessu ákvæði verði beitt. En ef svo færi að einhverjum öðrum meðulum yrði beitt, t.d ef stjórnvöld þröngvuðu ógildingu kaupsamningsins upp á kanadíska orkufyrirtækið með einhverjum hætti, hvað tæki við? Magma keypti sinn hlut í HS Orku af Geysi Green Energy, eins og áður segir, sem er í dag í eigu Íslandsbanka sem er svo aftur í eigu erlendra kröfuhafa Glitnis. ISB Holding, dótturfélag skilanefndar Glitnis á 95 prósenta hlut í bankanum. Ef kaupin myndu ganga til baka væri það ekki lausn á vandanum ef sjónarmiðið væri að halda tímabundnum afnotarétti á auðlindunum í eigu Íslendinga, því þá væri sú staða komin upp að eignin væri undir óbeinum yfirráðum erlendra kröfuhafa Glitnis. Í þessu samhengi má benda á að skilanefnd Glitnis hefur sett 95 prósenta hlut sinn í Íslandsbanka í sölumeðferð og falið svissneska bankanum UBS að annast hana. Er stefnt að því að selja bankann innan fimm ára. Ásgeir Margeirsson, forstjóri Magma Energy á Íslandi, sagði í samtali við fréttastofu í dag ekki geta skilið hvernig ríkið ætlaði sér að reyna að ógilda kaup fyrirtækisins á hlutnum í HS Orku. Ef sú leið yrði farin, þó hann gæti ekki ímyndað sér í hverju hún væri fólgin, myndi fyrirtækið skoða stöðu sína í kjölfarið. Ásgeir sagði að ekki hefði verið rætt við fulltrúa stjórnvalda um kaup ríkisins á hlut Magma í HS Orku, hins vegar sagði Ásgeir að rætt hefði verið um forkaupsrétt ríkisins ef Magma ákvæði að selja og sagði hann að Magma hefði tekið vel í hugmyndir ríkisins um slíkt. Rætt hefur verið í fjölmiðlum um almenna lögbindingu slíks forkaupsréttar á orkufyrirtækjum almennt, en miðað við þessi viðbrögð Magma Energy væri hægt að ná slíku markmiði í tilviki eignarhlutar Magma í HS Orku með einföldum samningum við fyrirtækið. Tengdar fréttir Ætla að fara yfir Magma-málið Ráðherrar í ríkisstjórninni hyggjast fara yfir Magma-málið. Þetta var niðurstaða fundar þeirra sem haldinn var í stjórnarráðinu í hádeginu. 26. júlí 2010 13:39 Undrast yfirlýsingar þingmanna Vinstri grænna Þrír þingmenn Vinstri grænna lýstu því yfir um helgina að þeir ætli ekki að styðja ríkisstjórnina áfram takist ekki að ógilda kaup Magma Energy á HS Orku. 26. júlí 2010 19:10 Telur óvíst hvort stjórnin lifi „Það verður bara að fá að koma í ljós,“ segir Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, spurð hvort hún telji að ríkisstjórnin muni lifa Magma-málið svokallaða af. Þrír þingmenn flokksins, Guðfríður Lilja, Atli Gíslason og Þuríður Backman, hafa um helgina kveðið svo fast að orði að þeir geti ekki – eða tæpast – stutt samstarfið við Samfylkinguna nema kaup Magma á HS orku verði stöðvuð. 26. júlí 2010 06:45 Rannsaka einkavæðingu Hitaveitu Suðurnesja Lögmæti kaupa Magma Energy á HS orku verður rannsakað af stjórnvöldum og líklegt er að einkavæðing á hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja árið 2007, verði líka könnuð ofan í kjölinn. Þetta segir Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra. 26. júlí 2010 16:39 Óánægja ekki nóg til að stöðva kaupin Sú skoðun þingmanna Vinstri grænna að sala HS orku til Magma Energy sé stefnubreyting frá stjórnarsáttmálanum dugir ekki til þess að hægt sé að stöðva samninginn samkvæmt lögum um erlenda fjárfestingu. Auk þess hefði þurft að grípa inn í málið innan átta vikna frá því að 26. júlí 2010 05:30 Engar áhyggjur af ríkisstjórninni Þingmaður Samfylkingarinnar segist ekki líta svo á að ríkisstjórnarsamstarfið sé í hættu þrátt fyrir yfirlýsingar nokkurra þingmanna vinstri grænna í Magma málinu. Samfylkingarmenn ætla að ræða Magma málið á óformlegum þingflokksfundi í dag. 26. júlí 2010 13:16 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira
Ráðherra getur ekki stöðvað kaup Magma Energy í HS Orku á grundvelli heimildar í lögum þar sem of langur tími er liðinn. Ef kaupsamningur verður samt ógiltur vegna þrýstings frá stjórnvöldum verður HS Orka áfram í eigu útlendinga. Forstjóri Magma á Íslandi segir fyrirtækið opið fyrir forkaupsrétti ríkisins á HS Orku. Legið hefur fyrir í rúmt ár að það var sænskt eignarhaldsfélag, í raun skúffufélag, í eigu kanadíska orkufyrirtækisins Magma Energy sem stóð á bak við kaupin í HS Orku, en Magma eignaðist fyrst hlut í HS Orku í júlí 2009 þegar fyrirtækið keypti 10 prósenta hlut af Geysi Green Energy. Í vor keypti Magma síðan meirihluta Í HS Orku af Geysi Green. Með eignarhlutnum í HS Orku fylgir enginn eignarréttur að auðlindum á Suðurnesjum því þær eru í eigu Reykjanesbæjar, heldur tímabundinn afnotaréttur að auðlindunum. Samkvæmt lögum um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri hefur efnahags- og viðskiptaráðherra, sem hefur eftirlit með framkvæmd laganna, heimild til að stöðva erlenda fjárfestingu ef hann telur að fjárfestingin ógni öryggi landsins, gangi gegn allsherjarreglu, almannaöryggi eða almannaheilbrigði. Þetta er svo allt háð túlkun, en í lögunum kemur skýrt fram að ráðherra verði að tilkynna um ákvörðun sína innan átta vikna frá því að honum barst tilkynning um hana. Þannig að jafnvel þótt að vilji væri fyrir hendi hjá efnahags- og viðskiptaráðherra að túlka ákvæði laganna þannig að fjárfesting Magma í HS Orku ógnaði almannaöryggi þá er of langur tími liðinn frá kaupunum svo þessu ákvæði verði beitt. En ef svo færi að einhverjum öðrum meðulum yrði beitt, t.d ef stjórnvöld þröngvuðu ógildingu kaupsamningsins upp á kanadíska orkufyrirtækið með einhverjum hætti, hvað tæki við? Magma keypti sinn hlut í HS Orku af Geysi Green Energy, eins og áður segir, sem er í dag í eigu Íslandsbanka sem er svo aftur í eigu erlendra kröfuhafa Glitnis. ISB Holding, dótturfélag skilanefndar Glitnis á 95 prósenta hlut í bankanum. Ef kaupin myndu ganga til baka væri það ekki lausn á vandanum ef sjónarmiðið væri að halda tímabundnum afnotarétti á auðlindunum í eigu Íslendinga, því þá væri sú staða komin upp að eignin væri undir óbeinum yfirráðum erlendra kröfuhafa Glitnis. Í þessu samhengi má benda á að skilanefnd Glitnis hefur sett 95 prósenta hlut sinn í Íslandsbanka í sölumeðferð og falið svissneska bankanum UBS að annast hana. Er stefnt að því að selja bankann innan fimm ára. Ásgeir Margeirsson, forstjóri Magma Energy á Íslandi, sagði í samtali við fréttastofu í dag ekki geta skilið hvernig ríkið ætlaði sér að reyna að ógilda kaup fyrirtækisins á hlutnum í HS Orku. Ef sú leið yrði farin, þó hann gæti ekki ímyndað sér í hverju hún væri fólgin, myndi fyrirtækið skoða stöðu sína í kjölfarið. Ásgeir sagði að ekki hefði verið rætt við fulltrúa stjórnvalda um kaup ríkisins á hlut Magma í HS Orku, hins vegar sagði Ásgeir að rætt hefði verið um forkaupsrétt ríkisins ef Magma ákvæði að selja og sagði hann að Magma hefði tekið vel í hugmyndir ríkisins um slíkt. Rætt hefur verið í fjölmiðlum um almenna lögbindingu slíks forkaupsréttar á orkufyrirtækjum almennt, en miðað við þessi viðbrögð Magma Energy væri hægt að ná slíku markmiði í tilviki eignarhlutar Magma í HS Orku með einföldum samningum við fyrirtækið.
Tengdar fréttir Ætla að fara yfir Magma-málið Ráðherrar í ríkisstjórninni hyggjast fara yfir Magma-málið. Þetta var niðurstaða fundar þeirra sem haldinn var í stjórnarráðinu í hádeginu. 26. júlí 2010 13:39 Undrast yfirlýsingar þingmanna Vinstri grænna Þrír þingmenn Vinstri grænna lýstu því yfir um helgina að þeir ætli ekki að styðja ríkisstjórnina áfram takist ekki að ógilda kaup Magma Energy á HS Orku. 26. júlí 2010 19:10 Telur óvíst hvort stjórnin lifi „Það verður bara að fá að koma í ljós,“ segir Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, spurð hvort hún telji að ríkisstjórnin muni lifa Magma-málið svokallaða af. Þrír þingmenn flokksins, Guðfríður Lilja, Atli Gíslason og Þuríður Backman, hafa um helgina kveðið svo fast að orði að þeir geti ekki – eða tæpast – stutt samstarfið við Samfylkinguna nema kaup Magma á HS orku verði stöðvuð. 26. júlí 2010 06:45 Rannsaka einkavæðingu Hitaveitu Suðurnesja Lögmæti kaupa Magma Energy á HS orku verður rannsakað af stjórnvöldum og líklegt er að einkavæðing á hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja árið 2007, verði líka könnuð ofan í kjölinn. Þetta segir Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra. 26. júlí 2010 16:39 Óánægja ekki nóg til að stöðva kaupin Sú skoðun þingmanna Vinstri grænna að sala HS orku til Magma Energy sé stefnubreyting frá stjórnarsáttmálanum dugir ekki til þess að hægt sé að stöðva samninginn samkvæmt lögum um erlenda fjárfestingu. Auk þess hefði þurft að grípa inn í málið innan átta vikna frá því að 26. júlí 2010 05:30 Engar áhyggjur af ríkisstjórninni Þingmaður Samfylkingarinnar segist ekki líta svo á að ríkisstjórnarsamstarfið sé í hættu þrátt fyrir yfirlýsingar nokkurra þingmanna vinstri grænna í Magma málinu. Samfylkingarmenn ætla að ræða Magma málið á óformlegum þingflokksfundi í dag. 26. júlí 2010 13:16 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira
Ætla að fara yfir Magma-málið Ráðherrar í ríkisstjórninni hyggjast fara yfir Magma-málið. Þetta var niðurstaða fundar þeirra sem haldinn var í stjórnarráðinu í hádeginu. 26. júlí 2010 13:39
Undrast yfirlýsingar þingmanna Vinstri grænna Þrír þingmenn Vinstri grænna lýstu því yfir um helgina að þeir ætli ekki að styðja ríkisstjórnina áfram takist ekki að ógilda kaup Magma Energy á HS Orku. 26. júlí 2010 19:10
Telur óvíst hvort stjórnin lifi „Það verður bara að fá að koma í ljós,“ segir Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, spurð hvort hún telji að ríkisstjórnin muni lifa Magma-málið svokallaða af. Þrír þingmenn flokksins, Guðfríður Lilja, Atli Gíslason og Þuríður Backman, hafa um helgina kveðið svo fast að orði að þeir geti ekki – eða tæpast – stutt samstarfið við Samfylkinguna nema kaup Magma á HS orku verði stöðvuð. 26. júlí 2010 06:45
Rannsaka einkavæðingu Hitaveitu Suðurnesja Lögmæti kaupa Magma Energy á HS orku verður rannsakað af stjórnvöldum og líklegt er að einkavæðing á hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja árið 2007, verði líka könnuð ofan í kjölinn. Þetta segir Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra. 26. júlí 2010 16:39
Óánægja ekki nóg til að stöðva kaupin Sú skoðun þingmanna Vinstri grænna að sala HS orku til Magma Energy sé stefnubreyting frá stjórnarsáttmálanum dugir ekki til þess að hægt sé að stöðva samninginn samkvæmt lögum um erlenda fjárfestingu. Auk þess hefði þurft að grípa inn í málið innan átta vikna frá því að 26. júlí 2010 05:30
Engar áhyggjur af ríkisstjórninni Þingmaður Samfylkingarinnar segist ekki líta svo á að ríkisstjórnarsamstarfið sé í hættu þrátt fyrir yfirlýsingar nokkurra þingmanna vinstri grænna í Magma málinu. Samfylkingarmenn ætla að ræða Magma málið á óformlegum þingflokksfundi í dag. 26. júlí 2010 13:16