Of seint að stöðva kaupin en Magma opið fyrir forkaupsrétti Þorbjörn Þórðarson skrifar 26. júlí 2010 18:45 Ráðherra getur ekki stöðvað kaup Magma Energy í HS Orku á grundvelli heimildar í lögum þar sem of langur tími er liðinn. Ef kaupsamningur verður samt ógiltur vegna þrýstings frá stjórnvöldum verður HS Orka áfram í eigu útlendinga. Forstjóri Magma á Íslandi segir fyrirtækið opið fyrir forkaupsrétti ríkisins á HS Orku. Legið hefur fyrir í rúmt ár að það var sænskt eignarhaldsfélag, í raun skúffufélag, í eigu kanadíska orkufyrirtækisins Magma Energy sem stóð á bak við kaupin í HS Orku, en Magma eignaðist fyrst hlut í HS Orku í júlí 2009 þegar fyrirtækið keypti 10 prósenta hlut af Geysi Green Energy. Í vor keypti Magma síðan meirihluta Í HS Orku af Geysi Green. Með eignarhlutnum í HS Orku fylgir enginn eignarréttur að auðlindum á Suðurnesjum því þær eru í eigu Reykjanesbæjar, heldur tímabundinn afnotaréttur að auðlindunum. Samkvæmt lögum um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri hefur efnahags- og viðskiptaráðherra, sem hefur eftirlit með framkvæmd laganna, heimild til að stöðva erlenda fjárfestingu ef hann telur að fjárfestingin ógni öryggi landsins, gangi gegn allsherjarreglu, almannaöryggi eða almannaheilbrigði. Þetta er svo allt háð túlkun, en í lögunum kemur skýrt fram að ráðherra verði að tilkynna um ákvörðun sína innan átta vikna frá því að honum barst tilkynning um hana. Þannig að jafnvel þótt að vilji væri fyrir hendi hjá efnahags- og viðskiptaráðherra að túlka ákvæði laganna þannig að fjárfesting Magma í HS Orku ógnaði almannaöryggi þá er of langur tími liðinn frá kaupunum svo þessu ákvæði verði beitt. En ef svo færi að einhverjum öðrum meðulum yrði beitt, t.d ef stjórnvöld þröngvuðu ógildingu kaupsamningsins upp á kanadíska orkufyrirtækið með einhverjum hætti, hvað tæki við? Magma keypti sinn hlut í HS Orku af Geysi Green Energy, eins og áður segir, sem er í dag í eigu Íslandsbanka sem er svo aftur í eigu erlendra kröfuhafa Glitnis. ISB Holding, dótturfélag skilanefndar Glitnis á 95 prósenta hlut í bankanum. Ef kaupin myndu ganga til baka væri það ekki lausn á vandanum ef sjónarmiðið væri að halda tímabundnum afnotarétti á auðlindunum í eigu Íslendinga, því þá væri sú staða komin upp að eignin væri undir óbeinum yfirráðum erlendra kröfuhafa Glitnis. Í þessu samhengi má benda á að skilanefnd Glitnis hefur sett 95 prósenta hlut sinn í Íslandsbanka í sölumeðferð og falið svissneska bankanum UBS að annast hana. Er stefnt að því að selja bankann innan fimm ára. Ásgeir Margeirsson, forstjóri Magma Energy á Íslandi, sagði í samtali við fréttastofu í dag ekki geta skilið hvernig ríkið ætlaði sér að reyna að ógilda kaup fyrirtækisins á hlutnum í HS Orku. Ef sú leið yrði farin, þó hann gæti ekki ímyndað sér í hverju hún væri fólgin, myndi fyrirtækið skoða stöðu sína í kjölfarið. Ásgeir sagði að ekki hefði verið rætt við fulltrúa stjórnvalda um kaup ríkisins á hlut Magma í HS Orku, hins vegar sagði Ásgeir að rætt hefði verið um forkaupsrétt ríkisins ef Magma ákvæði að selja og sagði hann að Magma hefði tekið vel í hugmyndir ríkisins um slíkt. Rætt hefur verið í fjölmiðlum um almenna lögbindingu slíks forkaupsréttar á orkufyrirtækjum almennt, en miðað við þessi viðbrögð Magma Energy væri hægt að ná slíku markmiði í tilviki eignarhlutar Magma í HS Orku með einföldum samningum við fyrirtækið. Tengdar fréttir Ætla að fara yfir Magma-málið Ráðherrar í ríkisstjórninni hyggjast fara yfir Magma-málið. Þetta var niðurstaða fundar þeirra sem haldinn var í stjórnarráðinu í hádeginu. 26. júlí 2010 13:39 Undrast yfirlýsingar þingmanna Vinstri grænna Þrír þingmenn Vinstri grænna lýstu því yfir um helgina að þeir ætli ekki að styðja ríkisstjórnina áfram takist ekki að ógilda kaup Magma Energy á HS Orku. 26. júlí 2010 19:10 Telur óvíst hvort stjórnin lifi „Það verður bara að fá að koma í ljós,“ segir Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, spurð hvort hún telji að ríkisstjórnin muni lifa Magma-málið svokallaða af. Þrír þingmenn flokksins, Guðfríður Lilja, Atli Gíslason og Þuríður Backman, hafa um helgina kveðið svo fast að orði að þeir geti ekki – eða tæpast – stutt samstarfið við Samfylkinguna nema kaup Magma á HS orku verði stöðvuð. 26. júlí 2010 06:45 Rannsaka einkavæðingu Hitaveitu Suðurnesja Lögmæti kaupa Magma Energy á HS orku verður rannsakað af stjórnvöldum og líklegt er að einkavæðing á hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja árið 2007, verði líka könnuð ofan í kjölinn. Þetta segir Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra. 26. júlí 2010 16:39 Óánægja ekki nóg til að stöðva kaupin Sú skoðun þingmanna Vinstri grænna að sala HS orku til Magma Energy sé stefnubreyting frá stjórnarsáttmálanum dugir ekki til þess að hægt sé að stöðva samninginn samkvæmt lögum um erlenda fjárfestingu. Auk þess hefði þurft að grípa inn í málið innan átta vikna frá því að 26. júlí 2010 05:30 Engar áhyggjur af ríkisstjórninni Þingmaður Samfylkingarinnar segist ekki líta svo á að ríkisstjórnarsamstarfið sé í hættu þrátt fyrir yfirlýsingar nokkurra þingmanna vinstri grænna í Magma málinu. Samfylkingarmenn ætla að ræða Magma málið á óformlegum þingflokksfundi í dag. 26. júlí 2010 13:16 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Sjá meira
Ráðherra getur ekki stöðvað kaup Magma Energy í HS Orku á grundvelli heimildar í lögum þar sem of langur tími er liðinn. Ef kaupsamningur verður samt ógiltur vegna þrýstings frá stjórnvöldum verður HS Orka áfram í eigu útlendinga. Forstjóri Magma á Íslandi segir fyrirtækið opið fyrir forkaupsrétti ríkisins á HS Orku. Legið hefur fyrir í rúmt ár að það var sænskt eignarhaldsfélag, í raun skúffufélag, í eigu kanadíska orkufyrirtækisins Magma Energy sem stóð á bak við kaupin í HS Orku, en Magma eignaðist fyrst hlut í HS Orku í júlí 2009 þegar fyrirtækið keypti 10 prósenta hlut af Geysi Green Energy. Í vor keypti Magma síðan meirihluta Í HS Orku af Geysi Green. Með eignarhlutnum í HS Orku fylgir enginn eignarréttur að auðlindum á Suðurnesjum því þær eru í eigu Reykjanesbæjar, heldur tímabundinn afnotaréttur að auðlindunum. Samkvæmt lögum um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri hefur efnahags- og viðskiptaráðherra, sem hefur eftirlit með framkvæmd laganna, heimild til að stöðva erlenda fjárfestingu ef hann telur að fjárfestingin ógni öryggi landsins, gangi gegn allsherjarreglu, almannaöryggi eða almannaheilbrigði. Þetta er svo allt háð túlkun, en í lögunum kemur skýrt fram að ráðherra verði að tilkynna um ákvörðun sína innan átta vikna frá því að honum barst tilkynning um hana. Þannig að jafnvel þótt að vilji væri fyrir hendi hjá efnahags- og viðskiptaráðherra að túlka ákvæði laganna þannig að fjárfesting Magma í HS Orku ógnaði almannaöryggi þá er of langur tími liðinn frá kaupunum svo þessu ákvæði verði beitt. En ef svo færi að einhverjum öðrum meðulum yrði beitt, t.d ef stjórnvöld þröngvuðu ógildingu kaupsamningsins upp á kanadíska orkufyrirtækið með einhverjum hætti, hvað tæki við? Magma keypti sinn hlut í HS Orku af Geysi Green Energy, eins og áður segir, sem er í dag í eigu Íslandsbanka sem er svo aftur í eigu erlendra kröfuhafa Glitnis. ISB Holding, dótturfélag skilanefndar Glitnis á 95 prósenta hlut í bankanum. Ef kaupin myndu ganga til baka væri það ekki lausn á vandanum ef sjónarmiðið væri að halda tímabundnum afnotarétti á auðlindunum í eigu Íslendinga, því þá væri sú staða komin upp að eignin væri undir óbeinum yfirráðum erlendra kröfuhafa Glitnis. Í þessu samhengi má benda á að skilanefnd Glitnis hefur sett 95 prósenta hlut sinn í Íslandsbanka í sölumeðferð og falið svissneska bankanum UBS að annast hana. Er stefnt að því að selja bankann innan fimm ára. Ásgeir Margeirsson, forstjóri Magma Energy á Íslandi, sagði í samtali við fréttastofu í dag ekki geta skilið hvernig ríkið ætlaði sér að reyna að ógilda kaup fyrirtækisins á hlutnum í HS Orku. Ef sú leið yrði farin, þó hann gæti ekki ímyndað sér í hverju hún væri fólgin, myndi fyrirtækið skoða stöðu sína í kjölfarið. Ásgeir sagði að ekki hefði verið rætt við fulltrúa stjórnvalda um kaup ríkisins á hlut Magma í HS Orku, hins vegar sagði Ásgeir að rætt hefði verið um forkaupsrétt ríkisins ef Magma ákvæði að selja og sagði hann að Magma hefði tekið vel í hugmyndir ríkisins um slíkt. Rætt hefur verið í fjölmiðlum um almenna lögbindingu slíks forkaupsréttar á orkufyrirtækjum almennt, en miðað við þessi viðbrögð Magma Energy væri hægt að ná slíku markmiði í tilviki eignarhlutar Magma í HS Orku með einföldum samningum við fyrirtækið.
Tengdar fréttir Ætla að fara yfir Magma-málið Ráðherrar í ríkisstjórninni hyggjast fara yfir Magma-málið. Þetta var niðurstaða fundar þeirra sem haldinn var í stjórnarráðinu í hádeginu. 26. júlí 2010 13:39 Undrast yfirlýsingar þingmanna Vinstri grænna Þrír þingmenn Vinstri grænna lýstu því yfir um helgina að þeir ætli ekki að styðja ríkisstjórnina áfram takist ekki að ógilda kaup Magma Energy á HS Orku. 26. júlí 2010 19:10 Telur óvíst hvort stjórnin lifi „Það verður bara að fá að koma í ljós,“ segir Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, spurð hvort hún telji að ríkisstjórnin muni lifa Magma-málið svokallaða af. Þrír þingmenn flokksins, Guðfríður Lilja, Atli Gíslason og Þuríður Backman, hafa um helgina kveðið svo fast að orði að þeir geti ekki – eða tæpast – stutt samstarfið við Samfylkinguna nema kaup Magma á HS orku verði stöðvuð. 26. júlí 2010 06:45 Rannsaka einkavæðingu Hitaveitu Suðurnesja Lögmæti kaupa Magma Energy á HS orku verður rannsakað af stjórnvöldum og líklegt er að einkavæðing á hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja árið 2007, verði líka könnuð ofan í kjölinn. Þetta segir Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra. 26. júlí 2010 16:39 Óánægja ekki nóg til að stöðva kaupin Sú skoðun þingmanna Vinstri grænna að sala HS orku til Magma Energy sé stefnubreyting frá stjórnarsáttmálanum dugir ekki til þess að hægt sé að stöðva samninginn samkvæmt lögum um erlenda fjárfestingu. Auk þess hefði þurft að grípa inn í málið innan átta vikna frá því að 26. júlí 2010 05:30 Engar áhyggjur af ríkisstjórninni Þingmaður Samfylkingarinnar segist ekki líta svo á að ríkisstjórnarsamstarfið sé í hættu þrátt fyrir yfirlýsingar nokkurra þingmanna vinstri grænna í Magma málinu. Samfylkingarmenn ætla að ræða Magma málið á óformlegum þingflokksfundi í dag. 26. júlí 2010 13:16 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Sjá meira
Ætla að fara yfir Magma-málið Ráðherrar í ríkisstjórninni hyggjast fara yfir Magma-málið. Þetta var niðurstaða fundar þeirra sem haldinn var í stjórnarráðinu í hádeginu. 26. júlí 2010 13:39
Undrast yfirlýsingar þingmanna Vinstri grænna Þrír þingmenn Vinstri grænna lýstu því yfir um helgina að þeir ætli ekki að styðja ríkisstjórnina áfram takist ekki að ógilda kaup Magma Energy á HS Orku. 26. júlí 2010 19:10
Telur óvíst hvort stjórnin lifi „Það verður bara að fá að koma í ljós,“ segir Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, spurð hvort hún telji að ríkisstjórnin muni lifa Magma-málið svokallaða af. Þrír þingmenn flokksins, Guðfríður Lilja, Atli Gíslason og Þuríður Backman, hafa um helgina kveðið svo fast að orði að þeir geti ekki – eða tæpast – stutt samstarfið við Samfylkinguna nema kaup Magma á HS orku verði stöðvuð. 26. júlí 2010 06:45
Rannsaka einkavæðingu Hitaveitu Suðurnesja Lögmæti kaupa Magma Energy á HS orku verður rannsakað af stjórnvöldum og líklegt er að einkavæðing á hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja árið 2007, verði líka könnuð ofan í kjölinn. Þetta segir Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra. 26. júlí 2010 16:39
Óánægja ekki nóg til að stöðva kaupin Sú skoðun þingmanna Vinstri grænna að sala HS orku til Magma Energy sé stefnubreyting frá stjórnarsáttmálanum dugir ekki til þess að hægt sé að stöðva samninginn samkvæmt lögum um erlenda fjárfestingu. Auk þess hefði þurft að grípa inn í málið innan átta vikna frá því að 26. júlí 2010 05:30
Engar áhyggjur af ríkisstjórninni Þingmaður Samfylkingarinnar segist ekki líta svo á að ríkisstjórnarsamstarfið sé í hættu þrátt fyrir yfirlýsingar nokkurra þingmanna vinstri grænna í Magma málinu. Samfylkingarmenn ætla að ræða Magma málið á óformlegum þingflokksfundi í dag. 26. júlí 2010 13:16