Undrast yfirlýsingar þingmanna Vinstri grænna 26. júlí 2010 19:10 Þrír þingmenn Vinstri grænna lýstu því yfir um helgina að þeir ætli ekki að styðja ríkisstjórnina áfram takist ekki að ógilda kaup Magma Energy á HS Orku. Forystumenn stjórnarflokkanna funduðu um málið í stjórnarráðinu í dag og ræddu við fjölmiðlamenn á staðnum. Steingrímur J. Sigfússon telur að ríkisstjórnarsamstarfið sé ekki hættu vegna málsins. „Nei það tel ég ekki vera. Við ætlum að leysa þetta mál eins og önnur og erum að vinna í því og munum halda því áfram." Fimm manna ráðherranefnd ætlar að skoða málið á næstu dögum og kanna mögulegar lausnir. „Það er allavega ljóst að það þarf að breyta lögum, meðal ananrs lögum um erlendar fjárfestingu en ég ætla ekki að gefa upp um möguleika á öðrum lagabreytingum," segir Gylfi Magnússon efnahags- og viðskiptaráðherra. Steingrímur J. segir málið margþætt.„Við erum að skoða bæði það sérstaklega en líka heildarsamhengið, lagaumhverfið á sviði orkumála hvernig við tryggjum opinbert eignarhald og almanahagsmuni í þessum málum almennt. Það er viðfangsefni þessarar ríkisstjórnar og hefur verið frá byrjun eins og lesa má um í stjórnarsáttmálanum." Þingflokkur samfylkingarinnar hittist á óformlegum fundi nú síðdegis en Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir nauðsynlegt að gera úttekt á lögmæti samningsins áður en til aðgerða er gripið. „Við höfum verið að skoða hvort að við getum haft aðkomu að þessu máli og þá er það með því að skoða sjálfstætt á vettvangi ríkisstjórnarinnar lögmæti þessa gjörnings. Og síðan lög um það að treysta betur í sessi opinbera eignaraðild að orkufyrirtækjum," segir Jóhanna og bætir við. „Síðan hugsanlega að fara í rannsókn á einkavæðingu HS orku allt frá 2007." En er Samfylkingin ekki orðin langþreytt á þessum óánægjuarmi Vinstri grænna? „Það er mjög erfitt við það að búa og óheppilegt þegar þingmenn eru með yfirlýsingar um það að ríkisstjórnin fari frá ef hitt og þetta gerist ekki . Menn eru í samvinnu saman og mig undrar sumar þessara yfirlýsingar vegna þess að það var ráðherranefnd í gangi og er til þess að útkljá þetta mál," segir Jóhanna en er ríkisstjórnarsamstarfið í hættu? „Nei, ég vona að við klárum þetta mál." Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Þrír þingmenn Vinstri grænna lýstu því yfir um helgina að þeir ætli ekki að styðja ríkisstjórnina áfram takist ekki að ógilda kaup Magma Energy á HS Orku. Forystumenn stjórnarflokkanna funduðu um málið í stjórnarráðinu í dag og ræddu við fjölmiðlamenn á staðnum. Steingrímur J. Sigfússon telur að ríkisstjórnarsamstarfið sé ekki hættu vegna málsins. „Nei það tel ég ekki vera. Við ætlum að leysa þetta mál eins og önnur og erum að vinna í því og munum halda því áfram." Fimm manna ráðherranefnd ætlar að skoða málið á næstu dögum og kanna mögulegar lausnir. „Það er allavega ljóst að það þarf að breyta lögum, meðal ananrs lögum um erlendar fjárfestingu en ég ætla ekki að gefa upp um möguleika á öðrum lagabreytingum," segir Gylfi Magnússon efnahags- og viðskiptaráðherra. Steingrímur J. segir málið margþætt.„Við erum að skoða bæði það sérstaklega en líka heildarsamhengið, lagaumhverfið á sviði orkumála hvernig við tryggjum opinbert eignarhald og almanahagsmuni í þessum málum almennt. Það er viðfangsefni þessarar ríkisstjórnar og hefur verið frá byrjun eins og lesa má um í stjórnarsáttmálanum." Þingflokkur samfylkingarinnar hittist á óformlegum fundi nú síðdegis en Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir nauðsynlegt að gera úttekt á lögmæti samningsins áður en til aðgerða er gripið. „Við höfum verið að skoða hvort að við getum haft aðkomu að þessu máli og þá er það með því að skoða sjálfstætt á vettvangi ríkisstjórnarinnar lögmæti þessa gjörnings. Og síðan lög um það að treysta betur í sessi opinbera eignaraðild að orkufyrirtækjum," segir Jóhanna og bætir við. „Síðan hugsanlega að fara í rannsókn á einkavæðingu HS orku allt frá 2007." En er Samfylkingin ekki orðin langþreytt á þessum óánægjuarmi Vinstri grænna? „Það er mjög erfitt við það að búa og óheppilegt þegar þingmenn eru með yfirlýsingar um það að ríkisstjórnin fari frá ef hitt og þetta gerist ekki . Menn eru í samvinnu saman og mig undrar sumar þessara yfirlýsingar vegna þess að það var ráðherranefnd í gangi og er til þess að útkljá þetta mál," segir Jóhanna en er ríkisstjórnarsamstarfið í hættu? „Nei, ég vona að við klárum þetta mál."
Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira