Undrast yfirlýsingar þingmanna Vinstri grænna 26. júlí 2010 19:10 Þrír þingmenn Vinstri grænna lýstu því yfir um helgina að þeir ætli ekki að styðja ríkisstjórnina áfram takist ekki að ógilda kaup Magma Energy á HS Orku. Forystumenn stjórnarflokkanna funduðu um málið í stjórnarráðinu í dag og ræddu við fjölmiðlamenn á staðnum. Steingrímur J. Sigfússon telur að ríkisstjórnarsamstarfið sé ekki hættu vegna málsins. „Nei það tel ég ekki vera. Við ætlum að leysa þetta mál eins og önnur og erum að vinna í því og munum halda því áfram." Fimm manna ráðherranefnd ætlar að skoða málið á næstu dögum og kanna mögulegar lausnir. „Það er allavega ljóst að það þarf að breyta lögum, meðal ananrs lögum um erlendar fjárfestingu en ég ætla ekki að gefa upp um möguleika á öðrum lagabreytingum," segir Gylfi Magnússon efnahags- og viðskiptaráðherra. Steingrímur J. segir málið margþætt.„Við erum að skoða bæði það sérstaklega en líka heildarsamhengið, lagaumhverfið á sviði orkumála hvernig við tryggjum opinbert eignarhald og almanahagsmuni í þessum málum almennt. Það er viðfangsefni þessarar ríkisstjórnar og hefur verið frá byrjun eins og lesa má um í stjórnarsáttmálanum." Þingflokkur samfylkingarinnar hittist á óformlegum fundi nú síðdegis en Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir nauðsynlegt að gera úttekt á lögmæti samningsins áður en til aðgerða er gripið. „Við höfum verið að skoða hvort að við getum haft aðkomu að þessu máli og þá er það með því að skoða sjálfstætt á vettvangi ríkisstjórnarinnar lögmæti þessa gjörnings. Og síðan lög um það að treysta betur í sessi opinbera eignaraðild að orkufyrirtækjum," segir Jóhanna og bætir við. „Síðan hugsanlega að fara í rannsókn á einkavæðingu HS orku allt frá 2007." En er Samfylkingin ekki orðin langþreytt á þessum óánægjuarmi Vinstri grænna? „Það er mjög erfitt við það að búa og óheppilegt þegar þingmenn eru með yfirlýsingar um það að ríkisstjórnin fari frá ef hitt og þetta gerist ekki . Menn eru í samvinnu saman og mig undrar sumar þessara yfirlýsingar vegna þess að það var ráðherranefnd í gangi og er til þess að útkljá þetta mál," segir Jóhanna en er ríkisstjórnarsamstarfið í hættu? „Nei, ég vona að við klárum þetta mál." Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Þrír þingmenn Vinstri grænna lýstu því yfir um helgina að þeir ætli ekki að styðja ríkisstjórnina áfram takist ekki að ógilda kaup Magma Energy á HS Orku. Forystumenn stjórnarflokkanna funduðu um málið í stjórnarráðinu í dag og ræddu við fjölmiðlamenn á staðnum. Steingrímur J. Sigfússon telur að ríkisstjórnarsamstarfið sé ekki hættu vegna málsins. „Nei það tel ég ekki vera. Við ætlum að leysa þetta mál eins og önnur og erum að vinna í því og munum halda því áfram." Fimm manna ráðherranefnd ætlar að skoða málið á næstu dögum og kanna mögulegar lausnir. „Það er allavega ljóst að það þarf að breyta lögum, meðal ananrs lögum um erlendar fjárfestingu en ég ætla ekki að gefa upp um möguleika á öðrum lagabreytingum," segir Gylfi Magnússon efnahags- og viðskiptaráðherra. Steingrímur J. segir málið margþætt.„Við erum að skoða bæði það sérstaklega en líka heildarsamhengið, lagaumhverfið á sviði orkumála hvernig við tryggjum opinbert eignarhald og almanahagsmuni í þessum málum almennt. Það er viðfangsefni þessarar ríkisstjórnar og hefur verið frá byrjun eins og lesa má um í stjórnarsáttmálanum." Þingflokkur samfylkingarinnar hittist á óformlegum fundi nú síðdegis en Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir nauðsynlegt að gera úttekt á lögmæti samningsins áður en til aðgerða er gripið. „Við höfum verið að skoða hvort að við getum haft aðkomu að þessu máli og þá er það með því að skoða sjálfstætt á vettvangi ríkisstjórnarinnar lögmæti þessa gjörnings. Og síðan lög um það að treysta betur í sessi opinbera eignaraðild að orkufyrirtækjum," segir Jóhanna og bætir við. „Síðan hugsanlega að fara í rannsókn á einkavæðingu HS orku allt frá 2007." En er Samfylkingin ekki orðin langþreytt á þessum óánægjuarmi Vinstri grænna? „Það er mjög erfitt við það að búa og óheppilegt þegar þingmenn eru með yfirlýsingar um það að ríkisstjórnin fari frá ef hitt og þetta gerist ekki . Menn eru í samvinnu saman og mig undrar sumar þessara yfirlýsingar vegna þess að það var ráðherranefnd í gangi og er til þess að útkljá þetta mál," segir Jóhanna en er ríkisstjórnarsamstarfið í hættu? „Nei, ég vona að við klárum þetta mál."
Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira