Innlent

Rannsaka einkavæðingu Hitaveitu Suðurnesja

Lögmæti kaupa Magma Energy á HS orku verður rannsakað af stjórnvöldum og líklegt er að einkavæðing á hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja árið 2007, verði líka könnuð ofan í kjölinn. Þetta segir Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra.

Hún og fleiri ráðherrar auk þingflokksformanna stjórnarflokkanna komu saman í stjórnarráðinu í hádeginu til að ræða Magma málið.

Þingmenn Vinstri grænna hafa hótað því að hætta stuðningi við stjórnina verði ekki undið ofan af kaupum Magma á hlutum í HS orku.

Kanadíska félagið Magma Energy á nú 98,5% hlut í HS orku. Hlutinn á félagið í gegnum sænskt félag, Magma Energy Sweden.

Kaupin hafa verið mjög umdeild, en nefnd um erlenda fjárfestingu, en hún fjallaði um kaupin, klofnaði í málinu. Tveir fulltrúar af fimm töldu að kaupin stæðust ekki íslensk lög.

Geysir Green Energy átti áður umtalsverðan hlut í HS orku á móti sveitarfélögum á Reykjanesi og Orkuveitu Reykjavíkur.

Geysir Green eignaðist hlutinn í kjölfar kaupa á 15% hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja, en það var áður en HS var skipt upp í HS orku og HS veitur.

Hlutirnn var seldur skömmu fyrir Alþingiskosningarnar 2007, en þá sátu Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur í ríkisstjórn.Tengd skjölAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.