Innlent

Engar áhyggjur af ríkisstjórninni

Mörður Árnason þingmaður Samfylkingarinnar.
Mörður Árnason þingmaður Samfylkingarinnar.

Þingmaður Samfylkingarinnar segist ekki líta svo á að ríkisstjórnarsamstarfið sé í hættu þrátt fyrir yfirlýsingar nokkurra þingmanna vinstri grænna í Magma málinu. Samfylkingarmenn ætla að ræða Magma málið á óformlegum þingflokksfundi í dag. 

Þrír þingmenn Vinstri grænna lýstu því yfir um helgina að þeir ætli ekki að styðja ríkisstjórnina áfram nema kaup Magma Energy á HS orku verði stöðuvuðGuðfríður Lilja Grétarsdóttir, formaður þingflokks VG, sagði í viðtali við Stöð tvö á laugardag að málið væri brot á stjórnarsáttmálanum.Þessu vísar Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar á bug.„Hér er ekki um það að ræða."Mörður segir að í þessu ljósi séu yfirlýsingar þessara þingmanna vinstri grænna einkennilegar en lítur ekki svo á að ríkisstjórnarsamstarfið sé í hættu.Þingflokksformenn Vinstri grænna og Samfylkingarinnar funda með fimm manna ráðherranefnd í dag vegna málsins. Þá verður málið einnig rætt á óformlegum þingflokksfundi samfylkingarinnar í dag.Tengd skjölAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.