Innlent

Engar áhyggjur af ríkisstjórninni

Mörður Árnason þingmaður Samfylkingarinnar.
Mörður Árnason þingmaður Samfylkingarinnar.

Þingmaður Samfylkingarinnar segist ekki líta svo á að ríkisstjórnarsamstarfið sé í hættu þrátt fyrir yfirlýsingar nokkurra þingmanna vinstri grænna í Magma málinu. Samfylkingarmenn ætla að ræða Magma málið á óformlegum þingflokksfundi í dag. 

Þrír þingmenn Vinstri grænna lýstu því yfir um helgina að þeir ætli ekki að styðja ríkisstjórnina áfram nema kaup Magma Energy á HS orku verði stöðuvuð

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, formaður þingflokks VG, sagði í viðtali við Stöð tvö á laugardag að málið væri brot á stjórnarsáttmálanum.

Þessu vísar Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar á bug.

„Hér er ekki um það að ræða."

Mörður segir að í þessu ljósi séu yfirlýsingar þessara þingmanna vinstri grænna einkennilegar en lítur ekki svo á að ríkisstjórnarsamstarfið sé í hættu.

Þingflokksformenn Vinstri grænna og Samfylkingarinnar funda með fimm manna ráðherranefnd í dag vegna málsins. Þá verður málið einnig rætt á óformlegum þingflokksfundi samfylkingarinnar í dag.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.