Telur óvíst hvort stjórnin lifi 26. júlí 2010 06:45 Guðfríður Lilja Grétarsdóttir „Það verður bara að fá að koma í ljós," segir Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, spurð hvort hún telji að ríkisstjórnin muni lifa Magma-málið svokallaða af. Þrír þingmenn flokksins, Guðfríður Lilja, Atli Gíslason og Þuríður Backman, hafa um helgina kveðið svo fast að orði að þeir geti ekki - eða tæpast - stutt samstarfið við Samfylkinguna nema kaup Magma á HS orku verði stöðvuð. „Ég ætla hins vegar að leyfa mér að vera bjartsýn að sinni, einfaldlega vegna þess að flokkarnir hafa báðir talað fyrir því að verja beri auðlindir landsins," segir Guðfríður Lilja. Pólitískur vilji sé allt sem þarf til að vinda ofan af málinu og hann hafi skort hingað til. Ráðherranefnd fimm ráðherra sem unnið hefur að lausn málsins mun fara yfir málin á hádegi í dag með þingflokksformönnum stjórnarflokkanna og fulltrúum þeirra í iðnaðarnefnd. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, kveðst undrandi á því að þingmenn VG skuli vera með yfirlýsingar af þessu tagi vitandi það að ráðherranefndin sé að störfum. Heillavænlegra hefði verið að leyfa ríkisstjórninni að klára málið og kynna það. „Það er samstarfinu ekki til framdráttar þegar einstakir þingmenn VG stíga fram og hóta því að hætta stuðningi við þessa ríkisstjórn," segir hún. Það sé hins vegar fyrst og fremst innanflokksmál VG. Magma-málið sé hins vegar erfitt fyrir báða flokka. Að hennar mati er það aukaatriði hvort einkaaðilarnir sem eiga nýtingarrétt á orkunni séu innlendir eða erlendir. „Aðalatriðið er að einkafjármagn nái ekki meirihluta," segir hún. Um það þurfi að setja lög. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra var ekki til viðtals í gær vegna málsins og ekki náðist í Steingrím J. Sigfússon fjármálaráðherra þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
„Það verður bara að fá að koma í ljós," segir Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, spurð hvort hún telji að ríkisstjórnin muni lifa Magma-málið svokallaða af. Þrír þingmenn flokksins, Guðfríður Lilja, Atli Gíslason og Þuríður Backman, hafa um helgina kveðið svo fast að orði að þeir geti ekki - eða tæpast - stutt samstarfið við Samfylkinguna nema kaup Magma á HS orku verði stöðvuð. „Ég ætla hins vegar að leyfa mér að vera bjartsýn að sinni, einfaldlega vegna þess að flokkarnir hafa báðir talað fyrir því að verja beri auðlindir landsins," segir Guðfríður Lilja. Pólitískur vilji sé allt sem þarf til að vinda ofan af málinu og hann hafi skort hingað til. Ráðherranefnd fimm ráðherra sem unnið hefur að lausn málsins mun fara yfir málin á hádegi í dag með þingflokksformönnum stjórnarflokkanna og fulltrúum þeirra í iðnaðarnefnd. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, kveðst undrandi á því að þingmenn VG skuli vera með yfirlýsingar af þessu tagi vitandi það að ráðherranefndin sé að störfum. Heillavænlegra hefði verið að leyfa ríkisstjórninni að klára málið og kynna það. „Það er samstarfinu ekki til framdráttar þegar einstakir þingmenn VG stíga fram og hóta því að hætta stuðningi við þessa ríkisstjórn," segir hún. Það sé hins vegar fyrst og fremst innanflokksmál VG. Magma-málið sé hins vegar erfitt fyrir báða flokka. Að hennar mati er það aukaatriði hvort einkaaðilarnir sem eiga nýtingarrétt á orkunni séu innlendir eða erlendir. „Aðalatriðið er að einkafjármagn nái ekki meirihluta," segir hún. Um það þurfi að setja lög. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra var ekki til viðtals í gær vegna málsins og ekki náðist í Steingrím J. Sigfússon fjármálaráðherra þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira