Telur óvíst hvort stjórnin lifi 26. júlí 2010 06:45 Guðfríður Lilja Grétarsdóttir „Það verður bara að fá að koma í ljós," segir Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, spurð hvort hún telji að ríkisstjórnin muni lifa Magma-málið svokallaða af. Þrír þingmenn flokksins, Guðfríður Lilja, Atli Gíslason og Þuríður Backman, hafa um helgina kveðið svo fast að orði að þeir geti ekki - eða tæpast - stutt samstarfið við Samfylkinguna nema kaup Magma á HS orku verði stöðvuð. „Ég ætla hins vegar að leyfa mér að vera bjartsýn að sinni, einfaldlega vegna þess að flokkarnir hafa báðir talað fyrir því að verja beri auðlindir landsins," segir Guðfríður Lilja. Pólitískur vilji sé allt sem þarf til að vinda ofan af málinu og hann hafi skort hingað til. Ráðherranefnd fimm ráðherra sem unnið hefur að lausn málsins mun fara yfir málin á hádegi í dag með þingflokksformönnum stjórnarflokkanna og fulltrúum þeirra í iðnaðarnefnd. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, kveðst undrandi á því að þingmenn VG skuli vera með yfirlýsingar af þessu tagi vitandi það að ráðherranefndin sé að störfum. Heillavænlegra hefði verið að leyfa ríkisstjórninni að klára málið og kynna það. „Það er samstarfinu ekki til framdráttar þegar einstakir þingmenn VG stíga fram og hóta því að hætta stuðningi við þessa ríkisstjórn," segir hún. Það sé hins vegar fyrst og fremst innanflokksmál VG. Magma-málið sé hins vegar erfitt fyrir báða flokka. Að hennar mati er það aukaatriði hvort einkaaðilarnir sem eiga nýtingarrétt á orkunni séu innlendir eða erlendir. „Aðalatriðið er að einkafjármagn nái ekki meirihluta," segir hún. Um það þurfi að setja lög. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra var ekki til viðtals í gær vegna málsins og ekki náðist í Steingrím J. Sigfússon fjármálaráðherra þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
„Það verður bara að fá að koma í ljós," segir Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, spurð hvort hún telji að ríkisstjórnin muni lifa Magma-málið svokallaða af. Þrír þingmenn flokksins, Guðfríður Lilja, Atli Gíslason og Þuríður Backman, hafa um helgina kveðið svo fast að orði að þeir geti ekki - eða tæpast - stutt samstarfið við Samfylkinguna nema kaup Magma á HS orku verði stöðvuð. „Ég ætla hins vegar að leyfa mér að vera bjartsýn að sinni, einfaldlega vegna þess að flokkarnir hafa báðir talað fyrir því að verja beri auðlindir landsins," segir Guðfríður Lilja. Pólitískur vilji sé allt sem þarf til að vinda ofan af málinu og hann hafi skort hingað til. Ráðherranefnd fimm ráðherra sem unnið hefur að lausn málsins mun fara yfir málin á hádegi í dag með þingflokksformönnum stjórnarflokkanna og fulltrúum þeirra í iðnaðarnefnd. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, kveðst undrandi á því að þingmenn VG skuli vera með yfirlýsingar af þessu tagi vitandi það að ráðherranefndin sé að störfum. Heillavænlegra hefði verið að leyfa ríkisstjórninni að klára málið og kynna það. „Það er samstarfinu ekki til framdráttar þegar einstakir þingmenn VG stíga fram og hóta því að hætta stuðningi við þessa ríkisstjórn," segir hún. Það sé hins vegar fyrst og fremst innanflokksmál VG. Magma-málið sé hins vegar erfitt fyrir báða flokka. Að hennar mati er það aukaatriði hvort einkaaðilarnir sem eiga nýtingarrétt á orkunni séu innlendir eða erlendir. „Aðalatriðið er að einkafjármagn nái ekki meirihluta," segir hún. Um það þurfi að setja lög. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra var ekki til viðtals í gær vegna málsins og ekki náðist í Steingrím J. Sigfússon fjármálaráðherra þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira