Saka Guðmund um einelti og hroka 28. júní 2010 04:00 Guðmundur Týr Þórarinsson, fyrrverandi forstöðumaður götusmiðjunnar. Barnaverndarstofu barst kvörtunarbréf, undirritað af tíu starfsmönnum Götusmiðjunnar, í maí síðastliðnum. Í bréfinu lýsa starfsmenn yfir áhyggjum af starfsemi meðferðarheimilisins og saka Guðmund Tý Þórarinsson, forstöðumann stofnunarinnar, um einelti. Í bréfinu segir einnig að Guðmundur komi mjög sjaldan og óreglulega inn í Götusmiðjuna og þegar hann komi þá sé hann með yfirgang, frekju og hroka. Barnaverndarstofa lokaði meðferðarheimilinu á föstudaginn. Ástæðurnar eru ásakanir á hendur Guðmundi um hótanir um ofbeldi og limlestingar barnanna sem þar dvelja. Götusmiðjan er meðferðarheimili fyrir fólk á aldrinum 15 til 20 ára og voru átta vistmenn í meðferð á föstudag. Börnin, sem eru á aldrinum 16 til 18 ára, voru flest komin vel á veg í meðferð sinni og voru gerðar viðeigandi ráðstafanir varðandi framhaldið. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segir að málið eigi sér langan og flókinn aðdraganda. Umræður hafi formlega hafist þegar bréfið barst Barnaverndarstofu en margt annað hafi einnig spilað þar inn í, þar á meðal sú staðreynd að Guðmundur hafði verið í þónokkurn tíma í viðræðum við Barnaverndarstofu um að láta af störfum og hætta meðferðarrekstri. Guðmundur segir ásakanirnar á hendur sér vera með öllu ósannar og að hann mæti í vinnuna allt að því daglega. „Ég bý í vinnunni og er alltaf til taks,“ segir Guðmundur. „Þetta er í rauninni ekki vinna, þetta er lífsstíll.“ Guðmundur tekur fram í samtali við Vísi að hann fái um sex hundruð þúsund krónur í mánaðarlaun. Stofnunin er ekki í eigu ríkisins, heldur Guðmundar sjálfs, sem sér um að greiða öllum starfsmönnum laun. Bragi telur að það sé mikilvægt að það hafi verið hlustað á börnin og þær kvartanir sem borist hafa, bæði frá þeim og starfsmönnum, um vafasama hegðun Guðmundar. „Árangur meðferðarinnar er það slakur að einungis þriðjungur barnanna nær að ljúka lágmarkstíma,“ segir Bragi. „Niðurstaða okkar var sú að þrátt fyrir gott starfsfólk var stjórnunarvanda um að kenna.“ sunna@frettabladid.is bragi guðbrandsson, forstjóri barnaverndarstofu. Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira
Barnaverndarstofu barst kvörtunarbréf, undirritað af tíu starfsmönnum Götusmiðjunnar, í maí síðastliðnum. Í bréfinu lýsa starfsmenn yfir áhyggjum af starfsemi meðferðarheimilisins og saka Guðmund Tý Þórarinsson, forstöðumann stofnunarinnar, um einelti. Í bréfinu segir einnig að Guðmundur komi mjög sjaldan og óreglulega inn í Götusmiðjuna og þegar hann komi þá sé hann með yfirgang, frekju og hroka. Barnaverndarstofa lokaði meðferðarheimilinu á föstudaginn. Ástæðurnar eru ásakanir á hendur Guðmundi um hótanir um ofbeldi og limlestingar barnanna sem þar dvelja. Götusmiðjan er meðferðarheimili fyrir fólk á aldrinum 15 til 20 ára og voru átta vistmenn í meðferð á föstudag. Börnin, sem eru á aldrinum 16 til 18 ára, voru flest komin vel á veg í meðferð sinni og voru gerðar viðeigandi ráðstafanir varðandi framhaldið. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segir að málið eigi sér langan og flókinn aðdraganda. Umræður hafi formlega hafist þegar bréfið barst Barnaverndarstofu en margt annað hafi einnig spilað þar inn í, þar á meðal sú staðreynd að Guðmundur hafði verið í þónokkurn tíma í viðræðum við Barnaverndarstofu um að láta af störfum og hætta meðferðarrekstri. Guðmundur segir ásakanirnar á hendur sér vera með öllu ósannar og að hann mæti í vinnuna allt að því daglega. „Ég bý í vinnunni og er alltaf til taks,“ segir Guðmundur. „Þetta er í rauninni ekki vinna, þetta er lífsstíll.“ Guðmundur tekur fram í samtali við Vísi að hann fái um sex hundruð þúsund krónur í mánaðarlaun. Stofnunin er ekki í eigu ríkisins, heldur Guðmundar sjálfs, sem sér um að greiða öllum starfsmönnum laun. Bragi telur að það sé mikilvægt að það hafi verið hlustað á börnin og þær kvartanir sem borist hafa, bæði frá þeim og starfsmönnum, um vafasama hegðun Guðmundar. „Árangur meðferðarinnar er það slakur að einungis þriðjungur barnanna nær að ljúka lágmarkstíma,“ segir Bragi. „Niðurstaða okkar var sú að þrátt fyrir gott starfsfólk var stjórnunarvanda um að kenna.“ sunna@frettabladid.is bragi guðbrandsson, forstjóri barnaverndarstofu.
Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira