Ítalska hetjan Roberto Baggio hyggur á endurkomu í boltann en ekki sem leikmaður enda orðinn aðeins of gamall til þess að spila með þeim bestu. Hann er búinn að skrá sig á þjálfaranámskeið og ætlar sér að taka við liði eftir ár.
Hann verður kominn með nógu margar gráður til þess að stýra liði í ítölsku úrvalsdeildinni næsta sumar og mun því sitja á skólabekk í allan vetur.
Mörg félög á Ítalíu hafa reynt að fá hann til starfa á undanförnum árum og hann var orðaður á dögunum við forsetastarf hjá knattspyrnuskóla knattspyrnusambsins.
Hann gæti vel tekið því starfi því það skarast ekki á við námið.