Steingrímur styður Gylfa 14. ágúst 2010 14:57 Mynd/Arnþór Birkisson „Ég sé ekki að það liggi fyrir neitt annað en að hann hafi svarað samkvæmt því sem hann best vissi á þessum tíma. Ég hef ekkert í höndum sem fær sannað að þarna hafi ásetningi eða vísvitandi verið hallað réttu máli. Ég hef það ekki. Á meðan nýtur Gylfi Magnússon vafans af minni hálfu," segir Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra. Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiparáðherra, hefur legið undir miklu ámæli eftir að upplýst var að lögfræðiálit frá lögmannsstofu um gengistryggð lán hafi verið sent úr Seðlabanka Íslands í viðskiptaráðuneytið fyrir ári síðan. Steingrímur og Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, funduðu með Gylfa í gærkvöldi vegna málsins. Steingrímur segir að fundurinn hafi verið ágætur og þar hafi Gylfa fengið tækifæri til á að fara yfir orðaskiptin í þinginu í júlí í fyrra og hvernig farið var með lögfræðiálitið innan ráðuneytisins. Þór Saari nokkuð kaldur Steingrímur segir að óneitanlega sé um óheppilegt mál að ræða sem auðvelt sé að gera tortryggilegt. „Enda ekki til sparað að hálfu ýmissa aðila. Mér finnast menn eins og Þór Saari nokkuð kaldir sem bera á hann lygar án þess að rökstyðja það með nokkrum hætti," segir Steingrímur. Hann tekur undir með Gylfa segir að æskilegt hefði verið að hugtakanotkun í umræðunum í þinginu hefðu verið skýri að hálfu Gylfa og þingmanna.Óþarfi að þing komi saman Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í samtali við fréttastofu á fimmtudag að málið væri það alvarlegt að kalla bæri Alþingi saman hið fyrsta til að fara yfir það. Steingrímur deilir ekki þeirri skoðun með Bjarna og bendir á að þingnefndir hefji störf innan skamms og á þeim vettvangi sé hægt að ræða málið. Að hans mati er óþarfi að umbylta vinnuáætlun Alþingis. „Þetta hlýtur að þola bið fram í byrjun september," segir Steingrímur. Tengdar fréttir Segir Gylfa hafa logið „Þetta eru ekki nægjanlegar skýringar og við sjáum okkur ekki annað fært en að bera fram vantrauststillögu á Gylfa. Þegar farið er yfir það hvað hann sagði og hvenær þá sést að hann var ekki að segja satt,“ segir Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Hreyfingarinnar. 14. ágúst 2010 10:38 Engin leynd yfir tölvupósti Aðallögfræðingur Seðlabankans, Sigríður Logadóttir, segir að engin fyrirvari hafi verið gerður um notkun viðskiptaráðuneytisins á tölvupósti sem hún sendi lögfræðingi ráðuneytisins, en hann fjallaði um heimild til gengistryggingar lána og var endursögn á minnisblaði Sigríðar sama efnis. 11. ágúst 2010 03:15 Gylfi: Skil ekki eftir naglaför í parketinu „Auðvitað hef ég velt því fyrir mér,“ segir Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, aðspurður hvort hann hafi íhugað að segja sér embætti. Hann segir að það verði ekki erfitt að koma honum út þegar ákvörðun um það verði tekinn. Hann muni ekki skilja eftir naglaför í parketinu. Þetta kom fram í máli Gylfi í þættinum Vikulokin á Rás 1 í dag. 14. ágúst 2010 11:15 Ræddu gagnrýni á Gylfa Gylfi Magnússon efnahags- og viðskiptaráðherra og Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra ræddu saman í síma í kvöld um þá gagnrýni sem beinst 13. ágúst 2010 21:57 Traust Jóhönnu til Gylfa skilyrðum háð Forsætisráðherra ber enn traust til viðskiptaráðherra, en traust hennar er því skilyrði háð að hann geti gefið greinargóðar skýringar á ásökunum sem settar hafa verið fram á hendur honum. Þingmenn Hreyfingarinnar ætla að leggja fram vantrauststillögu á hendur viðskiptaráðherra ef hann segir ekki af sér. 13. ágúst 2010 18:52 Stjórnmálafræðingur: Gylfi vandræðalega tvísaga Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmálafræðingur segir, stöðu Gylfa Magnússonar, efnahags- og viðskiptaráðherra, vera erfiða. Ráðherrann virðist vera „vandræðalega tvísaga", þótt auðvitað megi líta til aðstæðna á þeim tíma, sumarið 2009, til skýringar á athöfnum hans, en þá var meðal annars verið að fjalla um uppgjör gömlu bankanna. 14. ágúst 2010 09:50 Jóhanna vill fá svör frá Gylfa - Ráðherrar telja hann í vondum málum Forsætisráðherra mun ekki ræða við fjölmiðla um stöðu Gylfa Magnússonar viðskiptaráðherra fyrr en Gylfi sjálfur útskýrir mál sitt fyrir henni, samkvæmt upplýsingum úr stjórnarráðinu. 13. ágúst 2010 14:11 Gylfi Magnússon: Afsögn ekki rædd „Það er ekki minn skilningur heldur þvert á móti að starfsmenn ráðuneytisins hafi haldið frá mér upplýsingum eða blekkt mig. Ég var fyllilega upplýstur um það sem átti að upplýsa mig um," segir Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, sem ræddi við Fréttablaðið í gærkvöld. 14. ágúst 2010 09:40 Gylfi brunar í bæinn Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, er á leiðinni í bæinn en hann hefur verið í sumarleyfi undanfarna daga og utan símasambands. 13. ágúst 2010 16:37 Skora á Gylfa að segja af sér Þingmenn Hreyfingarinnar skora á Gylfa Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, að segja af sér. 13. ágúst 2010 09:05 Bjarni Ben: Gylfi getur ekki firrt sig ábyrgð Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að viðskiptaráðherra geti ekki firrt sig ábyrgð á því að ekki hafi verið gripið aðgerða vegna upplýsinga sem viðskiptaráðuneytið bjó yfir um ólögmæti gengistryggðra lána. Bjarni segir málið það alvarlegt að kalla verði Alþingi saman og þá telur hann að ríkisstjórnin eigi að víkja. 12. ágúst 2010 14:15 Gylfi situr áfram í embætti Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra mun sitja áfram í embætti, segir Benedikt Stefánsson, aðstoðarmaður hans, í samtali við Vísi. 13. ágúst 2010 22:19 Hefði átt að vita meira um málaflokkinn Birgir Hermannsson stjórnmálafræðingur minnir á að ráðherra beri pólitíska ábyrgð á sínum málaflokki og því sem embættismenn undir honum vinna að. „Ef eitthvað fer úrskeiðis þá ber ráðherra ábyrgð gagnvart þinginu og verður að svara fyrir það,“ segir Birgir og nefnir sem dæmi að ef forveri Gylfa, Björgvin G. Sigurðsson, segðist ekki hafa vitað neitt í aðdraganda bankahrunsins, þá væri það engin afsökun. 13. ágúst 2010 03:15 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Sjá meira
„Ég sé ekki að það liggi fyrir neitt annað en að hann hafi svarað samkvæmt því sem hann best vissi á þessum tíma. Ég hef ekkert í höndum sem fær sannað að þarna hafi ásetningi eða vísvitandi verið hallað réttu máli. Ég hef það ekki. Á meðan nýtur Gylfi Magnússon vafans af minni hálfu," segir Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra. Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiparáðherra, hefur legið undir miklu ámæli eftir að upplýst var að lögfræðiálit frá lögmannsstofu um gengistryggð lán hafi verið sent úr Seðlabanka Íslands í viðskiptaráðuneytið fyrir ári síðan. Steingrímur og Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, funduðu með Gylfa í gærkvöldi vegna málsins. Steingrímur segir að fundurinn hafi verið ágætur og þar hafi Gylfa fengið tækifæri til á að fara yfir orðaskiptin í þinginu í júlí í fyrra og hvernig farið var með lögfræðiálitið innan ráðuneytisins. Þór Saari nokkuð kaldur Steingrímur segir að óneitanlega sé um óheppilegt mál að ræða sem auðvelt sé að gera tortryggilegt. „Enda ekki til sparað að hálfu ýmissa aðila. Mér finnast menn eins og Þór Saari nokkuð kaldir sem bera á hann lygar án þess að rökstyðja það með nokkrum hætti," segir Steingrímur. Hann tekur undir með Gylfa segir að æskilegt hefði verið að hugtakanotkun í umræðunum í þinginu hefðu verið skýri að hálfu Gylfa og þingmanna.Óþarfi að þing komi saman Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í samtali við fréttastofu á fimmtudag að málið væri það alvarlegt að kalla bæri Alþingi saman hið fyrsta til að fara yfir það. Steingrímur deilir ekki þeirri skoðun með Bjarna og bendir á að þingnefndir hefji störf innan skamms og á þeim vettvangi sé hægt að ræða málið. Að hans mati er óþarfi að umbylta vinnuáætlun Alþingis. „Þetta hlýtur að þola bið fram í byrjun september," segir Steingrímur.
Tengdar fréttir Segir Gylfa hafa logið „Þetta eru ekki nægjanlegar skýringar og við sjáum okkur ekki annað fært en að bera fram vantrauststillögu á Gylfa. Þegar farið er yfir það hvað hann sagði og hvenær þá sést að hann var ekki að segja satt,“ segir Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Hreyfingarinnar. 14. ágúst 2010 10:38 Engin leynd yfir tölvupósti Aðallögfræðingur Seðlabankans, Sigríður Logadóttir, segir að engin fyrirvari hafi verið gerður um notkun viðskiptaráðuneytisins á tölvupósti sem hún sendi lögfræðingi ráðuneytisins, en hann fjallaði um heimild til gengistryggingar lána og var endursögn á minnisblaði Sigríðar sama efnis. 11. ágúst 2010 03:15 Gylfi: Skil ekki eftir naglaför í parketinu „Auðvitað hef ég velt því fyrir mér,“ segir Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, aðspurður hvort hann hafi íhugað að segja sér embætti. Hann segir að það verði ekki erfitt að koma honum út þegar ákvörðun um það verði tekinn. Hann muni ekki skilja eftir naglaför í parketinu. Þetta kom fram í máli Gylfi í þættinum Vikulokin á Rás 1 í dag. 14. ágúst 2010 11:15 Ræddu gagnrýni á Gylfa Gylfi Magnússon efnahags- og viðskiptaráðherra og Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra ræddu saman í síma í kvöld um þá gagnrýni sem beinst 13. ágúst 2010 21:57 Traust Jóhönnu til Gylfa skilyrðum háð Forsætisráðherra ber enn traust til viðskiptaráðherra, en traust hennar er því skilyrði háð að hann geti gefið greinargóðar skýringar á ásökunum sem settar hafa verið fram á hendur honum. Þingmenn Hreyfingarinnar ætla að leggja fram vantrauststillögu á hendur viðskiptaráðherra ef hann segir ekki af sér. 13. ágúst 2010 18:52 Stjórnmálafræðingur: Gylfi vandræðalega tvísaga Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmálafræðingur segir, stöðu Gylfa Magnússonar, efnahags- og viðskiptaráðherra, vera erfiða. Ráðherrann virðist vera „vandræðalega tvísaga", þótt auðvitað megi líta til aðstæðna á þeim tíma, sumarið 2009, til skýringar á athöfnum hans, en þá var meðal annars verið að fjalla um uppgjör gömlu bankanna. 14. ágúst 2010 09:50 Jóhanna vill fá svör frá Gylfa - Ráðherrar telja hann í vondum málum Forsætisráðherra mun ekki ræða við fjölmiðla um stöðu Gylfa Magnússonar viðskiptaráðherra fyrr en Gylfi sjálfur útskýrir mál sitt fyrir henni, samkvæmt upplýsingum úr stjórnarráðinu. 13. ágúst 2010 14:11 Gylfi Magnússon: Afsögn ekki rædd „Það er ekki minn skilningur heldur þvert á móti að starfsmenn ráðuneytisins hafi haldið frá mér upplýsingum eða blekkt mig. Ég var fyllilega upplýstur um það sem átti að upplýsa mig um," segir Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, sem ræddi við Fréttablaðið í gærkvöld. 14. ágúst 2010 09:40 Gylfi brunar í bæinn Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, er á leiðinni í bæinn en hann hefur verið í sumarleyfi undanfarna daga og utan símasambands. 13. ágúst 2010 16:37 Skora á Gylfa að segja af sér Þingmenn Hreyfingarinnar skora á Gylfa Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, að segja af sér. 13. ágúst 2010 09:05 Bjarni Ben: Gylfi getur ekki firrt sig ábyrgð Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að viðskiptaráðherra geti ekki firrt sig ábyrgð á því að ekki hafi verið gripið aðgerða vegna upplýsinga sem viðskiptaráðuneytið bjó yfir um ólögmæti gengistryggðra lána. Bjarni segir málið það alvarlegt að kalla verði Alþingi saman og þá telur hann að ríkisstjórnin eigi að víkja. 12. ágúst 2010 14:15 Gylfi situr áfram í embætti Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra mun sitja áfram í embætti, segir Benedikt Stefánsson, aðstoðarmaður hans, í samtali við Vísi. 13. ágúst 2010 22:19 Hefði átt að vita meira um málaflokkinn Birgir Hermannsson stjórnmálafræðingur minnir á að ráðherra beri pólitíska ábyrgð á sínum málaflokki og því sem embættismenn undir honum vinna að. „Ef eitthvað fer úrskeiðis þá ber ráðherra ábyrgð gagnvart þinginu og verður að svara fyrir það,“ segir Birgir og nefnir sem dæmi að ef forveri Gylfa, Björgvin G. Sigurðsson, segðist ekki hafa vitað neitt í aðdraganda bankahrunsins, þá væri það engin afsökun. 13. ágúst 2010 03:15 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Sjá meira
Segir Gylfa hafa logið „Þetta eru ekki nægjanlegar skýringar og við sjáum okkur ekki annað fært en að bera fram vantrauststillögu á Gylfa. Þegar farið er yfir það hvað hann sagði og hvenær þá sést að hann var ekki að segja satt,“ segir Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Hreyfingarinnar. 14. ágúst 2010 10:38
Engin leynd yfir tölvupósti Aðallögfræðingur Seðlabankans, Sigríður Logadóttir, segir að engin fyrirvari hafi verið gerður um notkun viðskiptaráðuneytisins á tölvupósti sem hún sendi lögfræðingi ráðuneytisins, en hann fjallaði um heimild til gengistryggingar lána og var endursögn á minnisblaði Sigríðar sama efnis. 11. ágúst 2010 03:15
Gylfi: Skil ekki eftir naglaför í parketinu „Auðvitað hef ég velt því fyrir mér,“ segir Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, aðspurður hvort hann hafi íhugað að segja sér embætti. Hann segir að það verði ekki erfitt að koma honum út þegar ákvörðun um það verði tekinn. Hann muni ekki skilja eftir naglaför í parketinu. Þetta kom fram í máli Gylfi í þættinum Vikulokin á Rás 1 í dag. 14. ágúst 2010 11:15
Ræddu gagnrýni á Gylfa Gylfi Magnússon efnahags- og viðskiptaráðherra og Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra ræddu saman í síma í kvöld um þá gagnrýni sem beinst 13. ágúst 2010 21:57
Traust Jóhönnu til Gylfa skilyrðum háð Forsætisráðherra ber enn traust til viðskiptaráðherra, en traust hennar er því skilyrði háð að hann geti gefið greinargóðar skýringar á ásökunum sem settar hafa verið fram á hendur honum. Þingmenn Hreyfingarinnar ætla að leggja fram vantrauststillögu á hendur viðskiptaráðherra ef hann segir ekki af sér. 13. ágúst 2010 18:52
Stjórnmálafræðingur: Gylfi vandræðalega tvísaga Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmálafræðingur segir, stöðu Gylfa Magnússonar, efnahags- og viðskiptaráðherra, vera erfiða. Ráðherrann virðist vera „vandræðalega tvísaga", þótt auðvitað megi líta til aðstæðna á þeim tíma, sumarið 2009, til skýringar á athöfnum hans, en þá var meðal annars verið að fjalla um uppgjör gömlu bankanna. 14. ágúst 2010 09:50
Jóhanna vill fá svör frá Gylfa - Ráðherrar telja hann í vondum málum Forsætisráðherra mun ekki ræða við fjölmiðla um stöðu Gylfa Magnússonar viðskiptaráðherra fyrr en Gylfi sjálfur útskýrir mál sitt fyrir henni, samkvæmt upplýsingum úr stjórnarráðinu. 13. ágúst 2010 14:11
Gylfi Magnússon: Afsögn ekki rædd „Það er ekki minn skilningur heldur þvert á móti að starfsmenn ráðuneytisins hafi haldið frá mér upplýsingum eða blekkt mig. Ég var fyllilega upplýstur um það sem átti að upplýsa mig um," segir Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, sem ræddi við Fréttablaðið í gærkvöld. 14. ágúst 2010 09:40
Gylfi brunar í bæinn Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, er á leiðinni í bæinn en hann hefur verið í sumarleyfi undanfarna daga og utan símasambands. 13. ágúst 2010 16:37
Skora á Gylfa að segja af sér Þingmenn Hreyfingarinnar skora á Gylfa Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, að segja af sér. 13. ágúst 2010 09:05
Bjarni Ben: Gylfi getur ekki firrt sig ábyrgð Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að viðskiptaráðherra geti ekki firrt sig ábyrgð á því að ekki hafi verið gripið aðgerða vegna upplýsinga sem viðskiptaráðuneytið bjó yfir um ólögmæti gengistryggðra lána. Bjarni segir málið það alvarlegt að kalla verði Alþingi saman og þá telur hann að ríkisstjórnin eigi að víkja. 12. ágúst 2010 14:15
Gylfi situr áfram í embætti Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra mun sitja áfram í embætti, segir Benedikt Stefánsson, aðstoðarmaður hans, í samtali við Vísi. 13. ágúst 2010 22:19
Hefði átt að vita meira um málaflokkinn Birgir Hermannsson stjórnmálafræðingur minnir á að ráðherra beri pólitíska ábyrgð á sínum málaflokki og því sem embættismenn undir honum vinna að. „Ef eitthvað fer úrskeiðis þá ber ráðherra ábyrgð gagnvart þinginu og verður að svara fyrir það,“ segir Birgir og nefnir sem dæmi að ef forveri Gylfa, Björgvin G. Sigurðsson, segðist ekki hafa vitað neitt í aðdraganda bankahrunsins, þá væri það engin afsökun. 13. ágúst 2010 03:15